Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 90
ÞARNA ER VERIÐ AÐ
FJALLA UM ÞAÐ AÐ
FINNA FEGURÐ Í ÞVÍ SEM VIÐ
EIGUM Í STAÐ ÞESS AÐ VERA
ENDALAUST AÐ BÚA TIL
EITTHVAÐ NÝTT.
Þögult vor er sýning í aðalsal Hafnarborgar með verk u m e f t i r myndlistarkonurnar Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju
Birgisdóttur. Sýningarstjóri er
Daría Sól Andrews.
Vanrækt umhverfi
„Þetta er samsýning þriggja lista-
kvenna. Ljósmyndasýning þar sem
líka er unnið með innsetningar,
skúlptúr, vídeóverk og hljóðlist,“
segir Daría. „Sýningin snýst um
umhverfismál, loftslagsbreyting-
ar, umhverfisvá, loftslagskvíða og
ábyrgðina sem við berum á plánet-
unni okkar. Listakonurnar fram-
kalla hlýjar og ljúfar tilfinningar
gagnvart náttúrunni og umhverfi
okkar. Þetta er ekki sýning sem
einkennist af reiði heldur af ást
á umhverfi sem er vanrækt og á
barmi glötunar. Þarna er verið að
fjalla um það að finna fegurð í því
sem við eigum í stað þess að vera
endalaust að búa til eitthvað nýtt
sem síðan þarf að henda. Hug-
myndin um að minnka sóun og
sorpframleiðslu endurspeglast
til dæmis í því hvernig verkin eru
framleidd og sömuleiðis í sýning-
unni sjálfri.“
Daría nefnir dæmi um þetta.
„Á þessari sýningu er ljósmynda-
sería sem Lilja vann í samstarfi við
Þjóðminjasafnið og Ljósmynda-
safn Reykjavíkur. Hún vann með
ljósmyndir úr safneign þessara
staða og bjó til nýtt verk úr þeim.
Katrín og Hertta vinna báðar með
gamlar ljósmyndafilmur sínar sem
þær hafa aldrei sýnt áður og nota
gamlan við í rammana. Hertta
er finnsk og reyndi að skapa verk
sín sem mest hún gat á Íslandi til
að minnka kolefnissporið. Lista-
konurnar eru samt ekki að þykjast
vera fullkomnar þegar kemur að
umhverfisvernd. Þær eru að opna
samtal um það hversu erfitt og oft
yfirþyrmandi það er að leitast við
að vera hundrað prósent umhverf-
isvænn.“
Góð samvinna
Listakonurnar hafa unnið saman
áður. „Nokkur verk á þessari sýn-
ingu hafa þær unnið saman, þann-
ig að verkin eru ekki endilega eftir
einn listamann,“ segir Daría. Dæmi
um þetta er stórt og skemmtilegt
skúlptúrverk eftir Herttu, minning
um hval sem gert er úr endurunni
efni. Áhorfandinn getur gengið inn
í skúlptúrinn og hlustað þar á hljóð-
list eftir Lilju.
Sunnudaginn 26. janúar klukkan
14.00 verða listakonurnar Hertta,
Katrín og Lilja með listamannaspjall
ásamt sýningarstjóranum Daríu Sól.
Þess má að lokum geta að aðstand-
endur sýningarinnar gerðu samning
við Skógræktarfélagið og fyrir hvern
þann gest sem mætti á sýningaropn-
um verður tré gróðursett.
Hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrunni
Þrjár myndlistarkonur, Hertta Kiiski, Katrín Elvarsdóttir og Lilja Birgisdóttir sýna verk sín í Hafnarborg.
Sýningin snýst um umhverfismál og ábyrgð okkar á plánetunni. Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.
Sýningin snýst um umhverfismál, segir Daría Sól. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
LEIKHÚS
Hans klaufi
Tjarnarbíó
Leikhópurinn Lotta
Leikstjórar: Anna Bergljót Thor-
arensen og Þórunn Lárusdóttir
Höfundar laga og texta: Baldur
Ragnarsson, Björn Thorarensen,
Gunnar Ben og Snæbjörn Ragnars-
son
Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir,
Orri Huginn Ágústsson, Sigsteinn
Sigurbergsson, Stefán Benedikt
Vilhelmsson og Thelma Hrönn
Sigurdórsdóttir
Leikhópurinn Lotta hóf sína árlegu
vetrarheimsókn í Tjarnarbíó um
síðastliðna helgi. Hópurinn hefur
eytt síðastliðnum áratug á þeytingi
um landið þvert og endilangt til að
færa yngsta leikhúsáhugafólkinu
okkar litrík ævintýri. Lotta stekkur
nú á svið með útfærslu á ævintýrinu
um Hans klaufa, sem fyrst var
frumsýnt af leikhópnum árið
2010 en hefur nú verið endur-
skrifað að stórum hluta .
Skipt á milli sjónarhorna
Hans klaufi er í miðju kafi að
skrifa sitt eigið ævintýri en
óvæntur dauðdagi og dans-
leikur orsaka að hann verður
aðalpersóna í raunverulegu
ævintýri. Eða hvað? Fókus-
inn í handritinu er ekki
skýr og stöðugt skipt á milli
sjónarhorna. Eftir að Ösku-
buska er kynnt til sögunnar
er miklu eðlilegra að kalla hana
aðalpersónu fremur en Hans klaufa.
Ekki var nógu gott sviðssamband
á milli leikhópsins og leikstjóranna,
Önnu Bergljótar Thorarensen og
Þórunnar Lárusdóttur. Framsetn-
ingin var ekki nægilega f læðandi
en þó voru söngatriðin yfirleitt vel
heppnuð og enn og aftur má hrósa
hópnum fyrir metnaðinn í laga-
skrifum.
Lotta hefur ekki hikað við að
draga gamaldags ævintýri inn í
nútímann, sem er vel. Sömuleiðis
sáldra þau fullorðinsbröndurum
djarf lega yfir herlegheitin sem er
yfirleitt þakklátt og ágætlega unnið.
Endurvinnsluherferðin Flokk it
vakti mikla kátínu sem og bráð-
fyndið titlatal tveggja persóna. En
stundum var of mikið af því góða.
Eineltistilburðir vondu systranna
í garð Öskubusku voru
f u r ð u l e g a h a r k a l e g i r
miðað við efni og áhorf-
endahóp sýningarinnar.
Einnig mætti endurskoða
s t að a l í my nd i r n a r u m
grunnhyggnu systurnar í
hlutverkum óþokkanna og
þörf Öskubusku til að ját-
ast prinsinum áður en hún
getur bjargað heiminum.
Gallað handrit
Í gegnum tíðina hefur Sig-
steinn spilað lykilhlutverk
í sýningum Lottu en finnur
aldrei rétta taktinn í titil-
hlutverkinu. Hnyttnar línur hurfu
í æðibunuganginum og hann var
yfirleitt utanveltu í sýningunni,
ekki ólíkt Hans klaufa í sögunni.
Orri Huginn Ágústsson gerði sér
lítið fyrir og stal senunni sem
montni prinsinn og vonda syst-
irin, fullur af orku og lúmskum
áherslum. Stefán Benedikt Vil-
helmsson situr uppi með óáhuga-
verðasta hlutverkið sem hinn hreini
og beini krónprins sem vill að allir
séu jafnir, alls ekki slæm hugmynd
en persónutöfrana vantaði. Thelma
Hrönn Sigurdórsdóttir reyndi að
halda í við Orra Hugin í hlutverkum
tveggja vondra systra en yfirdrifna
persónutúlkunin hitti ekki alltaf í
mark. Andrea Ösp Karlsdóttir lék
hina hjartahreinu Öskubusku af
skynsemi og kærleik, þannig mynd-
ast falleg tenging á milli hennar og
áhorfenda.
Öll púsluspilin eru til staðar en
handritið er gallað, framvindan
hökti allt of oft og töfrarnir voru
af skorum skammti. Meira að segja
leikmyndin stenst ekki fyllilega
kröfur, oft tekst hópnum nefnilega
að búa til ævintýraheima úr örlitlu.
Ungir leikhúsgestir eiga án efa eftir
að hrífast með og þeir eldri brosa í
kampinn en lítið situr eftir.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Lítið um listræna lipurð,
Lotta getur betur.
Öll púslin eru til staðar
2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING