Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 98

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 98
ÉG VIL AÐ VERKIÐ NÁI TIL FÓLKS Á ÞANN HÁTT AÐ ÞAÐ FER Á EINHVERJA BYLGJULENGD SEM NÆR TIL ALLRA SKILNINGARVITA.Það var húsf yllir og gott betur á Lista-safni Íslands síðasta f immt ud ag . Hr a f n-hildur Arnardóttir, sem jafnan gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, opnaði loks sýningu sína Chromo Sapiens hér á landi. Sögur hafa bor- ist manna á milli, ekki bara í lista- senunni, orðrómurinn hefur farið víðar, að einstök sýning Hrafn- hildar og uppsetning hafi heppn- ast ótrúlega vel á þessari stærstu og virtustu listsýningu í heimi sem Feneyjatvíæringurinn er. Tók þetta alla leið „Ég hef verið að gera tíu innsetning- ar síðastliðin sex ár þar sem ég hef unnið með hár. Þegar ég var valin að fara til Feneyja langaði mig að taka þetta alla leið. Gera verk þar sem maður er gjörsamlega umvaf- inn þessum efnum. Mig langaði að hafa verkið þannig að það sé ekkert annað í gangi, ekkert annað sem truf lar. Mér þykir vænt um að sjá hvernig fólk gleymir stað og stund þegar það labbar inn í verkið,“ segir Hrafnhildur. Hún bætir við að stór partur af hugmyndinni að baki verkinu sé að fá fólk til að dvelja ekki við annað, hvort sem það eru áhyggjur eða aðrar hugsanir. Verkið fær fólk til að vera algjörlega í stað og stund og það er dýrmætt á þeim hröðu og síbreytilegu tímum sem við lifum á. „Ég lít smá á þetta sem öruggt rými og frí frá öllu. Að vera baðaður í fegurð og þessum undarlega efni- við. Þetta er nánast eins og dýra- hamur, verkið er smá eins og þú sért að labba inn í kvið einhverrar veru. Ég vil að fólk upplifi smá eins og það sé faðmað af verkinu,“ segir Hrafnhildur. Hugarheimur Hrafnhildar Hún segir rauða þráðinn í verkinu vera þann að áhorfandinn sé í raun að horfa inn í hennar hugarheim og heila. ,,Ég tengi þetta líka mikið við iður jarðar. Tónlistin gerir líka það að verkum að hún kemur með ákveð- inn andardrátt og tíma. Tónlistin er róandi en það er margt í gangi á sama tíma. Hátalararnir eru í barm- hæð, tónlistin er því ekki beint til að hlusta á heldur meira til að upp- lifa. Ég vil að fólk finni fyrir hljóð- bylgjunum,“ segir hún. Hrafnhildur hefur sótt innblástur í tónlist hljómsveitarinnar Ham. Þannig hafi hún oft sett diska sveit- arinnar á fóninn á meðan hún hefur unnið listaverk sín í gegnum tíðina. Í ljósi þess hafi það legið beint við að eiga í samstarfi við þá. Tónverkin eru þrjú og gerð fyrir hvert rými, en samtvinnast á þann hátt að erfitt sé ef laust fyrir f lesta að átta sig á að um mismunandi verk sé að ræða. „Fyrsti hellirinn heitir Primal Opus og er tileinkaður Ham. Hann er svartur í grunninn en samt fullt af litum inn á milli. Síðan gengur maður inn í annan sal sem heitir Astral Gloria, hann er í raun ást- aróður til litahamingju og leik- gleði. Í rauninni lít ég á þetta sem mjög stórt þrívítt málverk. Þetta er Ástaróður til litahamingju og leikgleði Sýning Hrafnhildar Arnardóttur Shop­ lifter hefur ekki bara tekið listaheiminn með trompi heldur alla hina líka. Eftir gífur- lega velgengni á Feneyjatvíæringnum er hún komin með Chromo Sapiens til Íslands. Hrafnhildur segir verkið innskot í hennar hugarheim en að sama skapi hvíld fyrir gesti frá umheiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Sýning Hrafn- hildar var ein sú allra vinsælasta á Feneyjatvíær- ingnum 2019. 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.