Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 98
ÉG VIL AÐ VERKIÐ NÁI
TIL FÓLKS Á ÞANN
HÁTT AÐ ÞAÐ FER Á EINHVERJA
BYLGJULENGD SEM NÆR TIL
ALLRA SKILNINGARVITA.Það var húsf yllir og gott betur á Lista-safni Íslands síðasta f immt ud ag . Hr a f n-hildur Arnardóttir, sem jafnan gengur undir
listamannsnafninu Shoplifter,
opnaði loks sýningu sína Chromo
Sapiens hér á landi. Sögur hafa bor-
ist manna á milli, ekki bara í lista-
senunni, orðrómurinn hefur farið
víðar, að einstök sýning Hrafn-
hildar og uppsetning hafi heppn-
ast ótrúlega vel á þessari stærstu
og virtustu listsýningu í heimi sem
Feneyjatvíæringurinn er.
Tók þetta alla leið
„Ég hef verið að gera tíu innsetning-
ar síðastliðin sex ár þar sem ég hef
unnið með hár. Þegar ég var valin
að fara til Feneyja langaði mig að
taka þetta alla leið. Gera verk þar
sem maður er gjörsamlega umvaf-
inn þessum efnum. Mig langaði að
hafa verkið þannig að það sé ekkert
annað í gangi, ekkert annað sem
truf lar. Mér þykir vænt um að sjá
hvernig fólk gleymir stað og stund
þegar það labbar inn í verkið,“ segir
Hrafnhildur.
Hún bætir við að stór partur af
hugmyndinni að baki verkinu sé að
fá fólk til að dvelja ekki við annað,
hvort sem það eru áhyggjur eða
aðrar hugsanir. Verkið fær fólk til
að vera algjörlega í stað og stund
og það er dýrmætt á þeim hröðu og
síbreytilegu tímum sem við lifum á.
„Ég lít smá á þetta sem öruggt
rými og frí frá öllu. Að vera baðaður
í fegurð og þessum undarlega efni-
við. Þetta er nánast eins og dýra-
hamur, verkið er smá eins og þú
sért að labba inn í kvið einhverrar
veru. Ég vil að fólk upplifi smá eins
og það sé faðmað af verkinu,“ segir
Hrafnhildur.
Hugarheimur Hrafnhildar
Hún segir rauða þráðinn í verkinu
vera þann að áhorfandinn sé í raun
að horfa inn í hennar hugarheim og
heila.
,,Ég tengi þetta líka mikið við iður
jarðar. Tónlistin gerir líka það að
verkum að hún kemur með ákveð-
inn andardrátt og tíma. Tónlistin
er róandi en það er margt í gangi á
sama tíma. Hátalararnir eru í barm-
hæð, tónlistin er því ekki beint til
að hlusta á heldur meira til að upp-
lifa. Ég vil að fólk finni fyrir hljóð-
bylgjunum,“ segir hún.
Hrafnhildur hefur sótt innblástur
í tónlist hljómsveitarinnar Ham.
Þannig hafi hún oft sett diska sveit-
arinnar á fóninn á meðan hún hefur
unnið listaverk sín í gegnum tíðina.
Í ljósi þess hafi það legið beint við
að eiga í samstarfi við þá. Tónverkin
eru þrjú og gerð fyrir hvert rými, en
samtvinnast á þann hátt að erfitt sé
ef laust fyrir f lesta að átta sig á að
um mismunandi verk sé að ræða.
„Fyrsti hellirinn heitir Primal
Opus og er tileinkaður Ham. Hann
er svartur í grunninn en samt fullt
af litum inn á milli. Síðan gengur
maður inn í annan sal sem heitir
Astral Gloria, hann er í raun ást-
aróður til litahamingju og leik-
gleði. Í rauninni lít ég á þetta sem
mjög stórt þrívítt málverk. Þetta er
Ástaróður til
litahamingju
og leikgleði
Sýning Hrafnhildar Arnardóttur Shop
lifter hefur ekki bara tekið listaheiminn
með trompi heldur alla hina líka. Eftir gífur-
lega velgengni á Feneyjatvíæringnum er
hún komin með Chromo Sapiens til Íslands.
Hrafnhildur segir verkið innskot í hennar hugarheim en að sama skapi hvíld fyrir gesti frá umheiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
Sýning Hrafn-
hildar var ein sú
allra vinsælasta
á Feneyjatvíær-
ingnum 2019.
2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ