Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 10. tbl. 22. árg. 6. mars 2019 - kr. 750 í lausasölu
arionbanki.is Arion appið
Nú geta allir notað
besta bankaappið*
*MMR 2018
Gildir alla daga
frá 11–16
ef þú sækir
1.000 KR.
Lítil pizza af matseðli
0,5 lítra gos
1.500 KR.
Pizza af matseðli, miðstærð
0,5 lítra gos
Landnámssetrið
Borgarnesi
sími 437-1600
Njálssaga Bjarna Harðar
Laugardagurinn 16. mars kl: 20:00
Sunnudagurinn 17. mars kl: 16:00
Laugardagurinn 23. mars kl: 20:00
Teddi Lögga 9. mars
Auður djúpúðga 10. mars
Nánar um dagskrá og miðasala á
landnam.is/vidburdir
UPPSELT
UPPSELT
Hlökkum til
að sjá þig,
kæri nágranni!
Dalbraut 1
Sími: 512 4090
www.apotekarinn.is
Opið virka daga
kl. 10–18
Þegar gefið hefur til sjós á Snæfellsnesi hafa bátar mokfiskað í öll veiðarfæri
að undanförnu. Mikið líf færist í bæjarfélögin þegar vel fiskast og fiskvinnslur
og aðrir sem starfa í kring um sjávarútveginn hafa næg verkefni. Línubátur-
inn Særif SH frá Rifi landaði á sunnudaginn 23 tonnum eftir tvær og hálfa
lögn. Segir Arnar Laxdal skipstjóri að þetta hafi allt verið stór og góður fisk-
ur, bæði ýsa og þorskur. Hann segir reyndar aflann hafa verið góðan alla
þessa vertíð. „Þetta er svona jafnt fiskerí í allan vetur þegar gefur til sjós, en
miklar tafir hafa verið frá veiðum út af veðri. Við höfum séð loðnulóðningar
og virðist sem fiskurinn sé að éta loðnu.“ Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
skipstjóri á netabátnum Arnari II SH var að landa í Ólafsvík á sunnudaginn.
Aflinn var 15 tonn í 33 net. „Þetta er búið að vera mjög gott í vetur,“ sagði
Ásmundur sem tekur undir með Arnari og segir loðnu komna í fiskinn en þá
er búist við að aflinn aukist enn frekar í netin. Vegna óhagstæðrar veðurspár
hugðist Ásmundur þó taka upp netin á mánudaginn. af
Mjög góð aflabrögð þegar vel viðrar
Arnar Laxdal og Sigurður Viktor Hallgrímsson á Særifi SH á sunnudaginn með væna þorska sem fengust á línuna.
Séra Eðvarð Ingólfsson hverfur frá störfum
sem sóknarprestur Garðaprestakalls á Akra-
nesi 1. apríl næstkomandi. Hann hefur kom-
ist að samkomulagi við biskup Íslands um að
hann takist á hendur starf sérþjónustuprests.
Séra Eðvarð hefur verið sóknarprestur á Akra-
nesi frá því árið 1997 en átti býsna áhuga-
verðan starfsferil áður en leiðin lá í guðfræði-
nám um þrítugt.
Ítarlegt viðtal er við Eðvarð Ingólfsson í
Skessuhorni í dag. mm
Rætt við fráfarandi
sóknarprest
Hið mikla berghlaup sem gekk
fram úr Fagraskógarfjalli í Hítar-
dal 7. júlí síðasta sumar á að fá
nafnið Skriðan. Örnefnanefnd hef-
ur fjallað um og veitt umsögn sína
um skriðuna. Áður hafði nefndin
samþykkt að vatnið sem myndaðist
við ofanvert framhlaupið, þar sem
það stíflaði Hítará, fengi nafnið
Bakkavatn. Í bréfi Örnefnanefndar
til Borgarbyggðar segir að nafnið
Skriðan hafi verið notað af heima-
mönnum um hríð. Nafnið sé lýs-
andi fyrir atburðinn, þjált í munni
og málfræðilega rétt, auk þess að
vera lýsandi fyrir sjálft náttúrufyr-
irbærið. Nefndin féllst því á til-
löguna og taldi nafnið falla að ör-
nefnahefð í landinu.
Sveitarstjórn Borgarbyggð-
ar hefur þegar samþykkt báðar
nafngiftirnar, Skriðuna og Bakka-
vatn. Nöfnin fara næst inn á borð
mennta- og menningarmálaráð-
herra til endanlegrar staðfestingar.
kgk
Berghlaupið í Hítardal fær nafnið Skriðan
Skriðan sem féll í Hítardal í júlí í fyrra. Ljósm. úr safni.