Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 19
„Ég hef alltaf
viljað vera í öllu“
Þá segir hún fjölskylduna hafa gam-
an að klettaklifri og fara saman á
bretti auk þess sem þau Ársæll eru
nýlega byrjuð að fara í sjósund. „Ég
hef alltaf viljað vera í öllu,“ seg-
ir hún og hlær. „Okkur þykir gam-
an að fara með krökkunum á bretti
þegar færi gefst og svo eru þau líka
að æfa klifur og við reynum að
komast í kletta að klifra þegar við
getum. Síðustu tvö sumur var ég
alltaf með búnaðinn tilbúinn í bíln-
um og reyndi að fara með krakkana
upp í Akrafjall að klifra eftir leik-
skóla þegar veður leyfði. Mig langar
að gera mun meira af því en kletta-
klifur er virkilega skemmtilegt fjöl-
skyldusport,“ segir Belinda og bæt-
ir því við að þau Ársæll ætli einnig
að virkja börnin meira í fjallgöng-
um næsta sumar. „Okkur langar að
vera duglegri að fara öll saman með
tjald á bakinu og gista einhvers-
staðar úti. Þarsíðasta sumar fór-
um við og gistum eina nótt á Akra-
fjalli og krakkarnir elskuðu það en
ég viðurkenni að það var ekki mik-
ið sofið, við þurfum að fjárfesta í
stærra tjaldi.“ Þegar Guðlaug var
opnuð við Langasand keyptu Bel-
inda og Ársæll sér allt sem til þarf til
sjósundsiðkunar. „Það var kannski
ekki alveg gáfulegasta hugmynd-
in að byrja að stunda sjósund í des-
ember á Íslandi,“ segir hún og hlær.
„En við fórum í nokkur skipti í des-
ember og janúar og okkur fannst
þetta geggjað. Við ætlum algjörlega
að gera meira af þessu en okkur
vantar kannski aðeins meiri tíma,“
bætir hún við.
Gefur sjónvarpi
lítinn tíma
Spurð hvernig hún finni tíma fyr-
ir öll áhugamálin, vinnuna og fjöl-
skyldulífið, svarar Belinda því að
hún hafi börnin með í því sem hún
geti og þegar þau eru heima lætur
hún sjónvarp eða aðra miðla ekki
ræna tímanum. „Ég held að það
skipti máli að kveikja sem minnst á
sjónvarpinu. Við erum með infra-
rauðan saunaklefa sem við eyðum
tímanum í á kvöldin til að slaka á
frekar en að horfa á sjónvarp þótt
það sé gott líka. En annars vantar
mig alveg meiri tíma fyrir allt sem
ég vil gera. Tíminn stjórnar manni
svo mikið og ég myndi alveg vilja
meiri tíma. Ég er líka þannig gerð
að það er svo ótrúlega margt sem
ég ætla alltaf að gera en svo geri ég
kannski bara helminginn og ég er
samt sátt. Ólíkt mörgum er ég alls
ekki ósátt við sjálfa mig ef ég geri
bara helminginn heldur hugsa ég
bara með mér hvað ég var ótrú-
lega dugleg að gera það sem ég þó
gerði,“ segir Belinda.
Draumur að
þvera Langjökul
á gönguskíðum
Um næstu helgi er planið hjá Bel-
indu að fara upp á Snæfellsjökul
á fjallaskíði með Björgunarfélagi
Akraness og svo segir hún nóg
framundan, en síðar í mánuðinum
fer hún til Bandaríkjanna að sækja
námskeið um sjálfbæra göngu-
stígagerð. „Við erum að vinna við
göngustígagerð á Hengilssvæð-
inu þar sem landið þolir ekki all-
an ágang ferðamanna sem heim-
sækir svæðið. Í apríl er önnur ferð
með hjálparsveitinni á döfinni. Ég
keypti mér gönguskíði fyrir þremur
árum og langar að vera duglegri að
nota þau. Draumurinn er að þvera
Langjökul á þeim. Í sumar erum
við svo búin að skipuleggja tveggja
vikna ferð á húsbíl um Evrópu en
það hefur lengi verið draumur hjá
mér. Með því að ferðast á húsbíl er
maður svo frjáls. Ef maður kemur á
áfangastað en það er kannski spáð
rigningu þar í viku er ekkert sem
stoppar mann í að setja bara í gír
og færa sig í sólina,“ segir Belinda
og bætir því við að viku eftir heim-
komu frá Evrópu fara þau fjölskyld-
an aftur í Hlöðuvík þar sem þau
dvelja í eina viku. „Það er alltaf nóg
að gera og nóg framundan. Við ætl-
um að vera dugleg að ganga á fjöll
og ferðast á næstunni og bara allt-
af,“ segir hún að endingu.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í
menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð.
Styrkir eru verkefnatengdir.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.
Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins.
Hægt er að sækja um rafrænt í gegn um íbúagátt. Einnig má sækja um á sérstöku umsóknar-
eyðublaði sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is en þar er einnig að
finna úthlutunarreglur sjóðsins.
Umsóknir skulu berast Ráðhúsi Borgarbyggðar (borgarbyggd@borgarbyggd.is ), Borgarbraut
14, í síðasta lagi þriðjudaginn 2. apríl n.k.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason netf. kristjangisla@borgarbyggd.is eða í s: 433-7100.
F.h stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar
Bjarki Þór Grönfeldt
Belinda með vinkonu sinni
á tindi Triglav sem er hæsti
tindur Slóveníu.
Belinda í ferð á Hornströndum en hún
segir ekkert geta toppað bakpokaferð
þangað.
Fjölskyldan dvaldi án netsambands og
sjónvarps í eina viku í Hlöðuvík síðasta
sumar og stefnir á aðra ferð næsta
sumar.
Með vinkonum úr Björgunarfélagi Akraness.