Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201924
Eldri borgarar í Grundarfirði bök-
uðu óhemju magn af rjómaboll-
um um helgina enda bolludagur-
inn mánudaginn 4. mars. Það er því
ljóst að Grundfirðingar urðu ekki
uppiskroppa með bollur á þessum
hátíðisdegi. Þónokkrir tóku for-
skot á sæluna og var ófáum bollum
sporðrennt á sunnudeginum þegar
bollusalan fór fram.
tfk
Bollusala
eldri
borgara
Elsa Björnsdóttir var sérstaklega ánægð með framboðið á sunnudaginn.
Hanne Alm er komin með girnilega rjómabollu á sinn disk.
Áhöfnin á Lilju SH frá Rifi fékk há-
karl á línuna á dögunum. Hákarl-
inn var þriggja metra langur og
vóg um 300 kíló. Áttu þeir eftir að
draga töluvert af línunni þegar há-
karlinn kom upp og brugðu þeir því
á það ráð að binda hann við bátinn
þar sem þeir gátu ekki dregið hann
um borð. Var hákarlinn vel flæktur
í línuna og drógu þeir hann þann-
ig til hafnar. Hákarlinn fór svo til
verkunar í Bjarnarhöfn í Helga-
fellssveit en þar er ein af stærsta há-
karlaverkunum landsins.
þa
Fengu hákarl á línuna
Á fimmtudag í liðinni viku var mal-
bikað á gatnamótum Esjubrautar,
Akranesvegar og Kalmansbraut-
ar á Akranesi. Framkvæmdir hafa
staðið yfir við endurgerð Kalmans-
torgs, hringtorgsins sem stendur
á gatnamótunum, frá því síðasta
haust. Samhliða endurgerð hring-
torgsins hafa lagnir verið endur-
nýjaðar. Upphaflega stóð til að
verkinu yrði lokið nálægt áramót-
um, en en vegna veðurs hefur töf
orðið á framkvæmdum. Veðurfar
undanfarna daga hefur hins vegar
gert verktökum kleift að hefja mal-
bikun.
Þegar endurgerð Kalmanstorgs
verður að fullu lokið stendur til að
hefja vinnu við Esjubraut að Þjóð-
braut, eins og gert er ráð fyrir í
fjárfestinga- og framkvæmdaáætl-
un Akraneskaupstaðar fyrir árið
2019.
kgk
Gatnamót malbikuð á Akranesi
Gatnamótin sem um ræðir, horft upp Esjubraut. Akranesvegur til vinstri en Kalmansbraut liggur til hægri.
Kvenfélagið Gleym mér ei í Grund-
arfirði færði á dögunum Heilsu-
gæslustöð Grundarfjarðar ný áhöld
til notkunar við sjúkraþjálfunar-
aðstöðu stöðvarinnar. Þarna var
nýtt hlaupabretti, nýtt hlaupahjól
og nýr æfingabolti. Það voru þau
Agnes Sif Eyþórsdóttir og Moh-
an Angamuthu sjúkraþjálfari sem
veittu gjöfunum viðtöku. tfk
Kvenfélagið styrkir sjúkraþjálfun
F.v. Hrafnhilur Jóna Jónasdóttir, formaður kvenfélagsins, Mohan Angamuthu
sjúkraþjálfari og Agnes Sif Eyþórsdóttir læknaritari.
Félag eldri borgara í Grundarfirði
og Grundarfjarðarbær hafa kom-
ið af stað verkefni um heilsueflingu
fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri
eða búa við örorku. Verkefnið er í
samvinnu við Grundarfjarðardeild
Rauða kross Íslands og með að-
komu Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands og fleiri aðila. Boðið er
upp á tíma í líkamsræktinni tvisvar
í viku og svo hóptíma í íþróttahúsi
bæjarins tvisvar í viku. Sædís Helga
Guðmundsdóttir einkaþjálfari er
leiðbeinandi hópsins og sér um æf-
ingarnar og svo hefur Halla Karen
Gunnarsdóttir íþróttakennari séð
um mælingar á árangri hópsins.
Verkefnið fer vel af stað og frá-
bær þátttaka hefur verið. „Þátttak-
endur eru þegar byrjaðir að finna
mun á sér og hafa meiri þrek, meiri
liðleika og finna síður fyrir líkam-
legum óþægindum eftir að verk-
efnið hófst í síðasta mánuði,“ segir
Sædís Helga í samtali við fréttarit-
ara. tfk
Eldri borgarar í Grundar-
firði á fullu í ræktinni
Edda Svava Kristjánsdóttir og Þórunn Kristinsdóttir voru önnum kafnar í
lyftingatækjunum.
Sædís Helga Guðmundsdóttir er hér að leiðbeina iðkendum í róðravélinni.
Guðmundur Njáll Þórðarson eigandi og þjálfari í líkamsræktinni er hér að
leiðbeina Runólfi Guðmundssyni við æfingarnar.