Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 25 þau kæmust heilu og höldnu á leið- arenda. Þá bar meðal annarra Sigurð nokkurn Jónsson á góma, eða Sigga ha!, sem einnig hafði búið í Hólakoti í einsetumannshúsi handan lækjar. Viðurnefnið hafði hann fengið vegna þess hversu illa hann heyrði og hváði því oft. Hænurnar hennar Guddu á hinum Hólakotsbænum máttu til að mynda alls ekki komast yfir lækinn til Sigga ha, sagði sagan. Og svo hlógu þeir karlarnir að æskuminningunum um löngu gengna sveitunga, kynlega kvisti og aðra. Sérstaða systkinanna Rifjað er upp hversu afburða grenja- skytta Leifur á Uppsölum var, en hann var einkum þekktur fyrir að vinna á þeim erkióvin sem minkur- inn var í íslenskri náttúru. Stundum kom Leifur auk þess með tófuyrð- linga heim sem hann ól til að nýta skinnið af þeim fullvaxta. Hlini hugs- ar til þess tíma með hryllingi. Hann vorkenndi tófunni og fannst þetta ömurlegt hlutskipti hennar. Þeir Gísli og Hlini eru einhuga um að hestakostur hafi verið góður á Uppsölum. Þar sem féð af bæjunum gekk saman á hálsinum rifjar Gísli það upp að þær systur hafi verið afar fjárglöggar og kindurnar þeirra leit- að heim um leið og þær sáust á ferð. „Þær voru fjárglöggar og gátu smalað úr hópnum sínum kindum og komið þeim heim án nokkurra vandkvæða. Kindurnar skildu að nú ættu þær að fara heim og sóttust greinilega í það. Hlini tekur undir að hestakost- ur hafi verið góður á bænum. Hann hafi sjálfur fengið hest til brúks þann tíma sem hann dvaldi hjá þeim systk- inum og hafi hann Jarpur heitað. Á Jarpi hafði hann því það frjálsræði að geta heimsótt vini sína, börn og ung- menni á næstu bæjum, og þannig á sinn hátt rofið þá einangrun sem ella hefði verið fyrir ungling í sveit hjá vandalausum. Uppgjör Við þökkum þeim Fíu og Gísla bændum á Uppsölum fyrir að leyfa okkur að kíkja við og rifja saman upp gengið samferðafólk og liðna tíma. Við Hlini höldum áfram för okkar, ökum rangsælis Hálsasveitarhringinn og gamli maðurinn rifjar upp fleiri sögur af fólkinu sem byggði bæina í Hálsasveit við lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Hann getur þess þegar við rennum í hlað á Akranesi að þessi ferð hafi verið fyrir sig eins og ákveð- ið uppgjör við liðinn tíma. „Það var alltaf dálítill kökkur í hálsinum á mér vegna minninga um þessa vist sem ég var sendur í til vandalausra sem óh- arnað barn. Sá kökkur er nú loksins farinn. Mér finnst að það eigi aldrei að neyða hvorki börn né aðra að vera langdvölum einhvers staðar gegn vilja. Það vildi ég óska að það þyrfti aldrei oftar að gerast,“ segir Hlini Eyjólfsson. mm Fimmtudaginn 14. mars verð- ur fyrirlestur í Safnahúsi Borgar- fjarðar um skáldið og Borgfirð- inginn Þorstein frá Hamri. Það er Dr. Ástráður Eysteinsson prófess- or sem mun segja frá Þorsteini og ljóðlist hans. Ástráður hefur starf- að við Háskóla Íslands um ára- bil og er höfundur fjölda rita og greina á sviði bókmennta en hef- ur einnig fengist við bókmennta- þýðingar. Hann hefur verið gisti- prófessor við erlenda háskóla og er virkur í alþjóðlegri rannsókna- samvinnu, auk þess að hafa sinnt margskonar stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands. Þar var hann forseti Hugvísindasviðs frá tilurð þess 2008 til ársloka 2015. Þess má geta að Ástráður bjó á æskuár- um sínum í Borgarnesi og honum er héraðið kært Þorsteinn frá Hamri fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð og átti þar sín bernsku- og ung- lingsár. Hann lauk landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954. Eftir það bjó hann á höfuðborgar- svæðinu allt til dánardags, 28. janú- ar 2018, en hélt lifandi tengslum við æskuslóðir sínar og nafnkenndi sig við þær. Þess má geta að hann fylgdist ávallt vel með starfsemi Safnahúss og leitaði þar fanga í fræðistörfum sínum. Þorsteinn er þekktastur fyrir ríkt safn ljóða, en hann samdi einnig þrjár mikilvægar skáldsögur á um- brotaárum í íslenskri frásagnarlist, fékkst við íslenska sagnageymd og þjóðleg fræði auk þess að þýða ýmis erlend skáldverk á íslensku. Hann er eitt mikilvægasta ljóðskáld ís- lenskra bókmennta fyrr og síðar og afburðaþekking og tök hans á íslenskri tungu eru víðkunn. Árið 1996 var honum veittur riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrirlestur Ástráðs í Safnahús- inu hefst kl. 19.30 og tekur um klukkutíma í flutningi. Að honum loknum verður spjallað og heitt verður á könnunni. Ef ástæða er til að breyta tímasetningu við- burðarins vegna veðurs verð- ur það auglýst á www.safnahus. is. Er fólk hvatt til að mæta og hlýða á vandaða framsögu um þetta merka efni. -fréttatilkynning Fyrirlestur sem nefnist „Þegar fjarskinn kemur til fundar“ Þorsteinn frá Hamri (1938-2018). Við hverfum rúm sjötíu ár aftur í tímann. Á bæinn Uppsali í Hálsa- sveit er ellefu ára drengur sendur í vist til vandalausra. Móðir hans hafði alið hann upp ein, fyrstu þrjú árin á Húsavík við Skjálfandaflóa, en eft- ir það í Reykjavík þar sem hún vann þau störf sem buðust. Kjörin voru afar kröpp, svo bág að hún ákveð- ur að senda drenginn sinn í vist til vandalausra upp í Borgarfirði. Hon- um var komið þar fyrir eins og sagt er. „Mamma hafði kynnst kerlingu þarna úr sveitinni, sem var flutt suður, en vissi til þess að á Uppsölum vant- aði léttadreng. Þeim kom því saman um að þetta væri góður ráðahagur. Ég var því sendur að Uppsölum ell- efu ára gamall og átti eftir að vera þar í tæp þrjú ár. Gekk í farskóla í sveit- inni og endaði þessa sveitadvöl mína á að læra sund í Reykholti og ganga um leið til prests og fermast hjá Séra Einari Guðnasyni í Reykholti vor- ið 1946.“ Það er Hlini Eyjólfsson fyrrum sjómaður, en nú ekkill bú- settur á Akranesi, sem segir frá. För hans og blaðamanns var heitið upp í Borgarfjörð í liðinni viku. Ákveðið hafði verið að vitja þessara æskuslóða Hlina, fara í bíltúr í sveitina og rifja upp minningabrot frá unglingsárum sem óneitanlega sitja í drengnum. Í þessa vist fór hann nefnilega ófús og var feginn þegar henni lauk. Án kyndingar Á Uppsölum í Hálsasveit bjuggu á þessum árum sem Hlini var í vist þrjú systkini ásamt móður þeirra. Þau höfðu nokkru áður verið síð- ustu ábúendur á kotbýlinu Hólakoti í sömu sveit, en þar var jarðnæði af skornum skammti og var afkoma rýr, eftir því sem fram kemur í bókinni Engjafangi, minningarbrotum sem Magnús Kolbeinsson bóndi í Stóra- Ási skráði í bók sína þar sem fjallað er um mannlíf á liðinni öld í Hálsasveit. Eftir að flutt var að Uppsölum féll frá Þorsteinn heimilisfaðirinn frá Hóla- koti og eftir voru systkingin Guðrún, Guðlaug og Þorleifur ásamt Guðríði móður þeirra. Þorleifur hafði verið í vinnumennsku um árabil, lengst af á Giljum, og náð að öngla saman fyr- ir kaupum á Uppsalajörðinni. Ekk- ert af Hólakotssystkinum átti afkom- endur og „öll voru þau nokkuð sér- lunduð,“ skrifar Magnús í Stóra-Ási í bók sinni. Fyrir komu Hólakots- fólksins hafði verið tvíbýlt á Upp- sölum og var húsakostur tveir gamlir torfbæir, fremur rýr húsakynni jafn- vel á þess tíma mælikvarða, og ekki búið að steypa upp nýtt hús eins og víða var verið að gera í sveitum á þessum árum. „Það var hrikalega kalt í húsunum á vetrum, engin húshitun, nema að ylinn frá eldavélinni gat lagt inn í baðstofuna í stærri bænum. Ég og Þorleifur sváfum hins vegar sam- an í minna húsinu og þar var alls eng- in kynding og oft kom það fyrir að ég svæfi alklæddur og með húfu,“ rifjar Hlini upp. Nafnið var eftirminnilegt Í ljósi þess að Uppsalasystkin eru nú öll fallin frá leitum við tenginga við þessi æskuár Hlina með því að heim- sækja núverandi ábúendur og eigend- ur Uppsalajarðarinnar. Þannig var að þegar Guðlaug, það Uppsalasystkina sem lengst lifði, var komin á dvalar- heimili, ákveður hún að bjóða Gísla Höskuldssyni og Kristfríði Björns- dóttur frá Hofsstöðum í sömu sveit að kaupa kotið. Þau höfðu reynst systkinunum vel og ekki var fyrirhug- að hjá Laugu að selja kotið hverjum sem væri. Það varð úr að þau kaupa og fluttu Gísli og Fía að Uppsölum eftir að íbúðarhúsið sem byggt var á sjötta áratugnum hafði verið lagfært töluvert. Blaðamaður og Hlini höfðu fengið leyfi til að kíkja í kaffi að Upp- sölum þar sem rifjað var upp sitt- hvað, einkum sameiginlegir vinir og samferðarfólk þeirra Gísla og Hlina. Gísli frá Hofsstöðum var kominn í sveitina nokkrum árum áður en vist Hlina hófst á Uppsölum. Gísli hafði flutt ásamt foreldrum sínum, Hösk- uldi og Gíslínu, ellefu ára frá Saurbæ sem er jörð skammt frá Villingaholti í Flóa. Sjö ára aldursmunur er á Gísla og Hlina og þekktust þeir takmarkað fyrir þessa heimsókn okkar. „Ég man einna best eftir nafninu, Hlini er svo óvenjulegt nafn,“ rifjar Gísli upp. Hlini segist hins vegar vel muna eft- ir Gísla enda var hann orðinn ungur maður þegar hann kom í sveitina og þá þegar ríðandi á góðum hrossum. Kváðust á við endastöð mjólkurbílsins Hlini segir vistina hafa verið þokka- lega á Uppsölum, en systkinin hafi þó reynst honum misvel. Þá hafi Gudda móðir þeirra verið dálítið skrítin. Þeim Gísla kom saman um að hún hafi einhvern veginn verið föst í þeim tíma sem hún hafði búið í Hólakoti og þótt vistaskiptin slæm, allt hefði í minningu gömlu konunn- ar verið betra í Hólakoti. „Það að- lagast ekki allir breytingum,“ bend- ir Gísli á. Þeir rifja upp sitthvað úr sveitinni. Hagyrðinga sem sumir voru jafnvel níðskældir. Gísli minn- ist þess þegar Guðlaugur á Signýj- arstöðum og Vilmundarstaðafeðg- arnir Geir og Pétur kváðust á með því að skilja eftir til skiptis kerskn- isvísur á þeim stað sem mjólkurbíll- inn hafði endastöð á skammt fyrir neðan Hofsstaði. „Það voru stund- um klámfengnar vísur og alls ekki til að hafa neitt eftir af þeim,“ sagði Gísli og brosir. Þá var rifjuð upp far- skólaveran á Norður-Reykjum þar sem dvalið var hálfan mánuð í senn en kennarinn kenndi í Hvítársíðuna þess á milli. Þeir minnast öðlings- ins Gríms sem bjó á Norður-Reykj- um sem endaði margar sögurnar um mann og annan með því að hnýta við þær; „og hann var alveg óvana- lega ansvíti sterkur.“ Gísli bætir því við að Grímur hafi ætíð fylgt þeim krökkunum á Hofsstöðum heim undir túnfót til að fullvissa sig um að Bernskuslóða vitjað eftir ríflega sjötíu ár „Fyrir mig var þessi ferð dálítið eins og uppgjör við liðinn tíma“ Þessa fallegu vatnslitamynd af núverandi Uppsalabæ málaði listakonan Jósefina Morell í Giljum. Gestgjafarnir Kristfríður Björnsdóttir og Gísli Höskuldsson frá Hofsstöðum, nú búsett á Uppsölum. Gísi Höskuldsson og Hlini Eyjólfsson við eldhúsborðið á Uppsölum. Hér eru þeir saman komnir í Fljót- stungurétt nágrannarnir Höskuldur á Hofsstöðum og Þorleifur á Uppsölum. Árið mun vera 1961.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.