Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 17
fyrstu spor á öldum ljósvakans.
Þorgeir Ástvaldsson var þá for-
stöðumaður Rásar 2 og kynni okk-
ar hófust þar. Nítján ára hafði ég
gefið út mína fyrstu bók, unglinga-
bókina Gegnum bernskumúrinn
og í kjölfar þess kom eiginlega út
bók á hverju ári. Það má segja að
hátindi rithöfundaferilsins hafi ég
náð þegar bókin Sextán ára í sam-
búð kom út árið 1985. Hún náði
að verða söluhæsta bókin á land-
inu það árið og það mun hafa verið
í fyrsta og eina skiptið sem barna-
eða unglingabók var söluhærri en
bók fyrir fullorðna. Þegar ég vígð-
ist til prests 35 ára var ég því búinn
að skrifa fimmtán bækur.“
Poppuðu saman
upp messu
Eðvarð var því afkastamikill rithöf-
undur. Eftir hann liggja tíu barna-
og unglingabækur auk ævisagna og
endurminninga þekktra Íslendinga
á borð við Árna Helgason í Stykk-
ishólmi, Róbert Arnfinnsson leik-
ara og Ragnar Bjarnason söngv-
ara. Ragnar var 62 ára þegar Eð-
varð skráði ævisögu hans. Raunar
er hann því efni í aðra bók ef mið-
að er við hversu afkastamikill hann
hefur verið á tónlistarsviðinu síð-
an og er enn að. „Það tókust mjög
góð kynni með okkur Ragnari og
hefur hann ásamt Þorgeiri Ást-
valdssyni komið árlega undanfar-
in 12 ár og við haldið saman svo-
kallaða poppmessu hér í kirkjunni,
þá síðustu 10. febrúar síðastliðinn.
Það hefur verið einkar ánægjulegt
verkefni fyrir okkur alla og lagt
upp úr léttleikanum og ljúfri tón-
list. Við tengjumst allir. Þeir Ragn-
ar og Þorgeir voru saman í Sum-
argleðinni í nokkur ár, ég starfaði
með Þorgeiri á Rás 2 og svo skrif-
aði ég ævisögu Ragnars,“ rifjar Eð-
varð upp.
Skinnastaður og
síðan Skaginn
Að loknu embættisprófi í guðfræði
og prestsvígslu í Dómkirkjunni
fluttu Bryndís og Eðvarð norð-
ur á Skinnastað í Þingeyjarsýslu
þar sem hann varð sóknarprest-
ur í febrúar 1996. Tæpum tveim-
ur árum síðar lá leiðin á Akranes,
börnin orðin þrjú og það yngsta
árs gamalt. Þar tekur Eðvarð við
5300 manna sókn sem síðan hefur
vaxið um ríflega tvö þúsund íbúa.
Fyrstu sautján árin á Akranesi
þjónaði Eðvarð því stærstu sókn
sem einn prestur hafði hér á landi.
Það var ekki fyrr en fyrir fjórum
árum sem annað prestsembætti var
stofnað á Akranesi.
Prestverkin vissulega
misjöfn
„Embætti sóknarprests hér á Akra-
nesi hefur vissulega verið mjög er-
ilssamt en að sama skapi gefandi.
Ég hef alltaf reynt að einsetja mér
að virkja kímnigáfuna og þá náð-
argjöf sem bros og hlátur er fyrir
fólk í leik og starfi,“ segir Eðvarð
og vafalaust geta margir sem setið
hafa athafnir þar sem hann hefur
komið við sögu, vitnað um það. Oft
hefur verið slegið á létta strengi á
gleðistundu; við skírn, fermingu
eða í brúðkaupum. „Þegar það á
við reyni ég að fá fólk til að brosa.
Fyrir fáeinum árum gaf ég t.d.
saman ungt par. Þar sem brúðurin
er flokksbundin Sjálfstæðiskona,
þá spurði ég brúðgumann auka-
spurningar að honum forspurðum.
Spurði; „Er það satt að þú haf-
ir kosið Pírata í síðustu kosning-
um?“ Hið hvella og ákveðna „nei“
sem ég fékk sem svar hljómar enn
í eyrum mér. Gestirnir skildu strax
spaugið og hlógu dátt.“
„Fyrstu árin mín á Akranesi
fékk ég einstaka sinnum afleys-
ingu frá séra Birni, fyrirrennara
mínum í starfi, en þrátt fyrir helg-
arafleysingar af og til biðu útfar-
irnar eftir að ég kæmi úr fríi og
ýmis önnur verk. Mér hefur hins-
vegar líkað ákaflega vel á þessum
starfsvettvangi og býsna langt geta
menn komist með starfsánægj-
unni. Það hafa náttúrlega ekki öll
verkefni verið gleðileg eða auð-
veld, en það vissi maður fyrir og
hafði fengið um það góða leið-
sögn í guðfræðináminu. Það eru
engu að síður forréttindi að fá að
vera með fólki á stærstu stundum
í lífi þess; sorg sem gleði. Vissu-
lega hefur verið erfiðast að takast
á við verkefni sem felast í að til-
kynna aðstandendum ótímabær
dauðsföll. Dauðinn er því nálæg-
ur í starfi okkar prestanna og ná-
vist hans mismunandi sársaukafull.
Prestur er kannski vakinn upp um
miðja nótt vegna slyss eða sjálfs-
vígs. Þá er enginn spurður um trú,
heldur hlaupið til og reynt að að-
stoða af fremsta megni. Þjóðkirkj-
an breiðir út faðm sinn til þeirra
sem eru hjálpar þurfi, hverrar trú-
ar sem þeir eru. Reyndar erum við
hér á Akranesi heppin að því leyti
að stórt hlutfall íbúa, jafnvel stærra
en víða annarsstaðar, fylgir Þjóð-
kirkjunni að málum. En vissulega
er tilkynning um andlát erfiðasta
hlutskipti prestsins, því er ekki að
neita. Ekki síst vegna þess að að-
dragandinn er enginn og fólk því
ekki undirbúið. Þá verður maður
að treysta á reynslu og trú. Það
eru kannski margir sem í hlut eiga
og við tekur erfitt sorgarferli. Nú
á aldarfjórðungi hefur maður því
byggt upp reynslu og ég get glaðst
yfir því að ég tel mig hafa verið
farsælan í starfi. Þá er ég afar þakk-
látur frábæru samstarfsfólki sem
ég hef haft en ekki síst góðri og
skilningsríkri fjölskyldu sem stutt
hefur við bakið á mér allan tímann.
Við förum héðan þakklát fyrir að
ég hafi fengið að þjóna Guði okk-
ar og gengið erinda hans í gleði og
sorg.“ Eðvarð bætir því við að það
sé öllum hollt að skipta um starfs-
vettvang. „Þegar einar dyr lokast,
opnast aðrar. Við munum sakna
margs héðan frá Akranesi, en lífið
er alltaf á hreyfingu, menn koma
og fara. Öllu er afmörkuð stund og
það gildir um búsetu og starfsvett-
vang líka. Við þurfum að fara vel
með tímann sem okkur er gefinn.“
Strax að kjarna málsins
Í ljósi þessara erfiðustu verkefna
sem tilkynning um dauðsfall er
hverju sinni, dettur blaðamanni í
hug að spyrja Eðvarð hvort íbúum
hafi aldrei brugðið við að fá heim-
sókn frá honum? „Jú, þegar þú seg-
ir það. Einhverju sinni hafði ferm-
ingarbarn gleymt námsgögnum úr
fermingarfræðslunni hjá mér. Ég
ákvað að skila þeim heim til við-
komandi eftir að ég hafði kistu-
lagt á sjúkrahúsinu í millitíðinni.
Ég hafði ekki tekið niður presta-
flibbann og ég get vottað að hús-
ráðanda brá alveg óskaplega að sjá
mig úti á stétt. Ég var því fljótur að
koma mér að erindinu.
Þetta atvik rifjar reyndar upp
aðra sögu sem lifði lengi í guð-
fræðideildinni. Einn af nemend-
unum, sem oft fór ótroðnar slóð-
ir í leit að sannleikanum, gat spurt
kennarana alveg ótrúlegra spurn-
inga. Eftir einn fyrirlesturinn
um ástvinamissi og samtalstækni
máttu nemendur spyrja að vild.
Nemandinn rétti þá upp hönd og
spurði eins og honum var einum
lagið:
„Fyrirgefðu, dr. Bjarni! Ef ég
þyrfti nú að tilkynna sviplegt
dauðsfall og færi heim til ástvin-
anna og þeir byðu mér kaffi, væri
þá ekki vissara að ég segði þeim
erindið áður en ég þægi kaffið,
svo að ég gleymdi því ekki?“ Dr.
Bjarni varð ekki oft kjaftstopp - en
það varð hann í þetta skipti. Það er
ekki öll vitleysan eins,“ segir Eð-
varð Ingólfsson að lokum.
Blaðamaður þakkar Snæfell-
ingnum og fráfarandi sóknarpresti
Skagamanna fyrir gott og hrein-
skiptið spjall um liðna tíma og ósk-
ar honum og fjölskyldu hans vel-
farnaðar á lífsins göngu. mm
Ástráður Eysteinsson
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200
Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á
www.safnahus.is
Þegar fjarskinn kemur til fundar
Um ljóðlist Þorsteins frá Hamri
Fyrirlestur í Hallsteinssal fimmtudaginn 14. mars 2019, kl. 19.30.
Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor við Háskóla Íslands segir frá Þorsteini
og ljóðlist hans. Ástráður er meðal fremstu fræðimanna landsins á sviði
bókmennta. Þess má geta að hann bjó á æskuárum sínum í Borgarnesi.
Fyrirlesturinn tekur um klukkutíma. Á eftir er spjall og heitt á könnunni.
EEE
Vakin er athygli á að sama dag kl. 10.00
er Myndamorgunn á vegum Héraðs-
skjalasafnsins skv. fyrri auglýsingu.
Feðgarnir Sigurjón og Eðvarð á góðri stundu. Ljósm. ee.
Bryndís og Eðvarð með dótturdóttur sína Sigrúnu Eddu. Ljósm. ee.
Á leið út úr fermingarathöfn í Akraneskirkju vorið 2016. Ljósm. mm.
Eðvarð Ingólfsson heima í stofu á Laugarbrautinni. Ljósm. mm.