Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 20192
Heilsuvika Snæfellsbæjar hefst á föstu-
daginn og á dagskrá alla vikuna eru ýms-
ir viðburðir sem hafa góð áhrif á heils-
una, bæði líkamlega og andlega heilsu.
Það er því um að gera að minna íbúa á
að taka þátt í dagskránni og jafnframt að
minna aðra Vestlendinga á að huga vel
að heilsunni.
Á morgun er spáð norðaustanátt 10-18
m/s og snjókoma verður í fyrstu á sunn-
anverðu landinu, annars mun hægari
vindur og bjart með köflum en stöku él
við norður- og austurströndina. Frost um
0-8 stig. Á föstudag er gert ráð fyrir aust-
anátt 8-15 m/s og hvassast við suður-
ströndina, skýjað með köflum og dálítil él.
Hægari vindur og víða léttskýjað á norð-
anverðu landinu og áfram kalt í veðri. Á
laugardag og sunnudag er spáð aust-
lægri átt og snjókomu eða él, en þurrt um
landið norðanvert. Hiti kringum frostmark
á Suður- og Vesturlandi að deginum en
frost 0-7 stig annarsstaðar. Á mánudag er
útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu
eða éljum á Norður- og Austurlandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns
hvort lesendur spái víðtækum verkföll-
um í vor. Flestir, eða 62% spáðu því að
það yrðu víðtæk verkföll sem gætu orð-
ið langvinn. 18% spáðu víðtækum verk-
föllum sem myndu engu að síður leysast
fljótt. 10% höfðu trú á að samið yrði í tíma
svo ekki myndi koma til verkfalla og 10%
svarenda sögðust ekki vita hverju þeir
ættu að spá.
Í næstu viku er spurt:
Hvað torgaðir þú mörgum
bollum í bolluvikunni?
Snæfellingurinn Eðvarð Ingólfsson læt-
ur af störfum sóknarprests á Akranesi
um næstu mánaðamót eftir farsæl 22 ár í
starfi á Akranesi. Eðvarð er Vestlendingur
vikunnar að þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Íbúaþing
framundan
DALABYGGÐ: Sveitarstjórn
Dalabyggðar hefur ákveðið að
boðað verði til íbúaþings í Tjarn-
arlundi í Saurbæ sunnudaginn
17. mars næstkomandi. Skipulag
þingsins verður með þeim hætti
að allir geti tekið þátt og sjónar-
mið allra komi fram. Boðið verð-
ur upp á léttan hádegisverð á
þinginu. Ítarleg dagskrá og tíma-
setning verður auglýst þegar nær
dregur. -kgk
Vorið kemur
hjólandi
STYKKISH: Lögreglan á Vest-
urlandi var við skólaeftirlit við
Grunnskólann í Stykkishólmi
miðvikudaginn 27. febrúar.
Fylgst var með umferð við skól-
ann kl. 8:00 að morgni. Í dagbók
lögreglu kemur fram að marg-
ir hafi verið hjólandi eða gang-
andi, enda vorið að skella á. Lög-
regla telur ástæðu til að hvetja
ökumenn til að vera vakandi fyrir
þessum vorboða, því þegar tekur
að vora fara krakkarnir gjarnan af
stað á reiðhjólunum og ástæða til
að vera sérstaklega vakandi fyrir
því. Jafnframt vill lögregla hvetja
foreldra til að gæta að því að reið-
hjól barna þeirra séu í lagi, at-
huga hvort öll ljós virka og fleira
slíkt. Daginn eftir, síðastliðinn
fimmtudag, hafði lögregla uppi
eftirlit við Leikskólann í Stykkis-
hólmi um kl. 7:30 að morgni. Öll
börn voru spennt í belti og í bíl-
stólum og er lögregla að vonum
ánægð með það.
-kgk
Aðalfundur Slysavarnadeildarinn-
ar Lífar á Akranesi var haldinn síð-
astliðið mánudagskvöld í Jónsbúð. Í
lok fundarins var félögum í Björg-
unarfélagi Akraness færð síðbúin
afmælisgjöf, en félagið varð eins og
kunnugt er 90 ára í desember síð-
astliðnum. Gjöfin var að upphæð
ein milljón króna. Voru 250 þús-
und krónur eyrnamerktar ungliða-
deild BA en 750 þúsund krónur
renna í tækjasjóð félagsins til fjár-
mögnunar á kaupum og breyting-
um á nýjum og öflugum Ford-350
bíl félagsins. Hallfríður Jóna Jóns-
dóttir, formaður Lífar, færði Birnu
Björnsdóttur, formanni Björgunar-
félagsins gjöfina en ásamt henni tók
á móti henni Björn Guðmundsson
fulltrúi, tækjadeildar og Jón Hjörv-
ar Valgarðsson, fulltrúi ungliða-
deildar BA. mm
Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur
Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is
Það er ófært að
heyra illa, gríptu
til þinna ráða og
fáðu heyrnar-
tæki til reynslu
Löggiltur
heyrnar-
fræðingur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Líf færði Björgunarfélagi Akraness milljón að gjöf
Frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Skúlína Hlíf, Birna, Jón Valgarð, Björn og Hall-
fríður Jóna.
Síðastliðinn mánudag var skrifað
undir samning við Björgun ehf. um
framkvæmdir við fyrsta áfanga við
lengingu Norðurgarðs Grundar-
fjarðarhafnar. Þetta kom fram í frétt
á heimasíðu bæjarfélagsins. „Áfang-
inn felst í dælingu púða undir 130 m
lengingu garðsins, en verkið var boð-
ið út í janúar síðastliðnum. Í Grund-
arfirði eru hafnarskilyrði afar góð og
tækifæri til að byggja aðstöðu fyrir
skip framtíðarinnar, sem sífellt munu
rista dýpra. Með lengingunni verður
dýpi á stórstraumsfjöru um 10 metr-
ar og því gjörbreyting þar sem hægt
verður að taka á móti stærri og djúpr-
istari skipum en nú er hægt.“ Að sögn
Hafsteins Garðarssonar, hafnarstjóra
í Grundarfirði, er áætlaður kostnað-
ur við alla áfanga lengingar Norður-
garðs 460-500 milljónir króna með
virðisaukaskatti, þ.e. samanlagður
hlutur ríkisins og sveitarfélagsins í
framkvæmdinni. Ríkið greiðir 60%
af verkinu en höfnin 40%.
Eftir framkvæmdina verður einn-
ig til tæplega fimm þúsund fer-
metrar af nýju athafnasvæði, til við-
bótar við um 4200 m2 athafnasvæði
á Norðurgarði. „Undirbúningur
framkvæmdanna hefur staðið í hart-
nær tvö ár og framkvæmdatími er
sömuleiðis áætlaður um tvö ár. Gert
er ráð fyrir að dýpkunarskipið Sóley
hefji dælingu í Grundarfjarðarhöfn
nú í vikunni,“ segir Hafsteinn. Hann
bætir því við að eftir lengingu hafn-
argarðsins eigi öll skemmtiferðaskip
að geta lagt að bryggju djúpristunn-
ar vegna. Veðuraðstæður geti þó haft
áhrif fyrir stærstu skipin. mm
Björgun tekur að sér
lengingu Norðurgarðs í
Grundarfjarðarhöfn
Yfirlitsmynd yfir hafnarsvæðið í dag. Ljósm. tfk.
Teikning af fyrirhugaðri lengingu Norðurgarðs.
Frá undirritun samnings Grundar-
fjarðarhafnar við Björgun ehf. hjá
Vegagerðinni. Frá hægri talið: Haf-
steinn Garðarsson hafnarstjóri, Jóhann
Garðar Jóhannsson útgerðarstjóri og
Lárus Dagur Pálsson framkvæmda-
stjóri, báðir frá Björgun ehf. og þá
Fannar Gíslason, verkefnastjóri
hjá Vegagerðinni, sem jafnframt
verður umsjónarmaður f.h. verkkaupa,
Grundarfjarðarhafnar.
Ljósm. Sigurður Sigurðarson.
Ingibjörg Torfadóttir félagskona í
Slysavarnadeildinni Líf stendur hér
framan við sambærilegan Ford 350
og Björgunarfélag Akraness hefur nú
fest kaup á. Undir bílinn verða setta
Unimoc hásingar og 54 tommu hjól-
barðar. Ingibjörg er meðalmanneskja
á hæð og sést því hversu stórvaxinn
bíllinn verður.