Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 23
Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist,
mötuneyti, félagslí, afreksíþróttum o..
Allir velkomnir
sérstaklega 10. bekkingar og
foreldrar/forráðamenn þeirra
Stúdentsbrautir - 3 ára brautir
Félagsfræðabraut
Náttúrufræðabraut
Opin stúdentsbraut
Tónlistarsvið
Tungumálasvið
Viðskipta- og hagfræðisvið
Opið svið
Íþrótta- og heilsusvið
Annað nám
Framhaldsskólabraut
Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám
Starfsbraut
Iðn- og starfsnám
Tréiðngreinar
Húsasmíði
Húsgagnasmíði
Málmiðngreinar
Vélvirkjun
Grunndeild bíliðngreina
Raðngreinar
Rafvirkjun
Grunndeild rafeindavirkjunar
Sjúkraliðabraut
Afreksíþróttasvið
OPIÐ HÚS
þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 17 - 19
Námsbrautir
Nánari upplýsingar
um nám á brautum
er að finna á vef
skólans
www.fva.is
Góð aðstaða
til náms og
félagsstarfa
Fjölbrautaskóli Vesturlands
OPIÐ HÚS
Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is
Landstólpinn
Viðurkenning Byggðastofnunar
Sími 455 54 00
Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is
byggdastofnun.is
Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar
er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á
ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því
hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og
bjartsýni.
Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða
hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir
framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum,
landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi
og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Hér með er lýst eftir tillögum um handhafa
Landstólpans 2019. Dómnefnd velur úr þeim tillögum
sem berast.
Hafa má í huga hvort viðkomandi hafi:
- gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða
viðkomandi svæði
- aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í
verkefninu
- aukið samstöðu og jákvæðni íbúa
- dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni
Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt
eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar. Nauðsynlegt er
að rökstuðningur fylgi tilnefningunni.
Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum
listamanni.
Tillögur sendist á netfangið:
landstolpinn@byggdastofnun.is
Nánari upplýsingar gefur Eva Pandora Baldursdóttir, s.4555400.
Frestur til að til að koma tillögum til skila rennur út
föstudaginn 15. mars 2019
Á sunnudaginn var námskeiðið
„Konur taka af skarið“ haldið í sal
Stéttafélags Vesturlands í Borgar-
nesi. Námskeiðið var haldið af Ak-
ureyrarAkademíunni í samstarfi
við Jafnréttisstofu, Starfsgreina-
sambandsið og JCI Sprota. „Þetta
byrjaði sem hugmynd fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar á Akur-
eyri. Þá var umræða um að erfitt
væri að fá konur á framboðslista.
Við áttum erfitt með að trúa því og
datt í hug að kannski væri sniðugt
að halda námskeið fyrir konur með
áhuga á stjórnmálum. Fyrsta nám-
skeiðið var vel heppnað en það
komu bara menntaðar konur en
okkur fannst mikilvægt að höfða til
fjölbreyttari hóps kvenna og reyna
að fá ófaglærðar konur á sambæri-
legt námskeið,“ segir Kristín Heba
Gísladóttir, framkvæmdastjóri Ak-
ureyrarAkademíunnar. „Við höfð-
um samband við Drífu Snædal sem
þá var framkvæmdastjóri Starfs-
greinasambandsins og hún hjálp-
aði okkur að aðlaga námskeiðið að
verkakonum. Við fengum svo styrk
frá Jafnréttissjóði Íslands og höfum
síðan verið að túra um landið. Við
erum búin að vera með námskeið
á Akureyri, Ísafirði, Selfossi og í
Reykjavík og núna í Borgarnesi og
á Egilsstöðum,“ segir Kristín.
Markmið námskeiðsins er að
hvetja konur til að taka þátt og hafa
áhrif innan verkalýðshreyfingar-
innar. „Það hefur hallað á konur í
forystu verkalýðshreyfinga og við
förum vel yfir kynjakerfið á nám-
skeiðunum. Drífa er á öllum nám-
skeiðum og hún segir frá hvernig
verkalýðshreyfingin er uppbyggð
og fer yfir stöðuna í dag, sem reynd-
ar breytist dag frá degi í núverandi
umhverfi. Hún segir líka frá því
hvernig er að starfa innan verka-
lýðshreyfingarinnar sem kona,“
segir Kristín. Viktor Ómarsson frá
JCI Sprota hélt einnig fyrirlestur
á námskeiðinu þar sem hann fór í
leiðtogaþjálfun, fundarsköp, ræðu-
mennsku og markmiðasetningu.
„Viktor fer í skemmtilegar æfingar
til að læra að setja sér markmið og
hvernig eigi að ná þeim.“ Kristín
segir að þau námskeið sem þegar
er búið að halda hafi alltaf heppn-
ast vel og skemmtilegur og ólík-
ur hópur kvenna hafi mætt á þau
öll. „Námskeiðið er opið konum
sem eru félagar í Starfsgreinasam-
bandinu og í starfsmannafélögum
sveitafélaganna þeim að kostnað-
arlausu.“ Kristín segir námskeiðið
í Borgarnesi hafa gengið ótrúlega
vel þó hún hefði kannski viljað sjá
fleiri konur en aðeins þrjár mættu.
„ Við erum mjög ánægð með nám-
skeiðið. Þær konur sem mættu
voru mjög flottar og frambærileg-
ar og það kæmi mér ekki á óvart ef
þær ættu eftir að taka virkan þátt í
verkalýðsbaráttunni,“ segir Krist-
ín. arg
Konur taka af skarið í Borgarnesi
Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu með erindi á námskeiðinu „Konur taka af skarið“ sem haldið var í
Borgarnesi á sunnudaginn.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, flytur erindi.