Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201914 Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, lögðu fram bók- un á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem þeir fagna ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að heim- ila áframhaldandi veiðar á lang- reyði og hrefnu árin 2019-2023. Segja þeir þá ákvörðunin ráð- herrans samhljóma umsögn bæj- arráðs Akraness frá 7. janúar sl. til atvinnuveganefndar vegna þings- ályktunartillögu um endurmat á hvalveiðistefnu Íslands. Meirihluti bæjarstjórnar tók á síðasta fundi ekki undir ályktun minnihlutans í ljósi þess að hún barst ekki meiri- hlutaflokkunum fyrr en 22 mínút- um fyrir bæjarstjórnarfund og því gafst ekki ráðrúm til að bera hana efnislega undir flokksfélaga á bæj- armálafundum Samfylkingar og Framsóknarflokks. „Í ljósi ofan- greinds munu bæjarfulltrúar meiri- hlutans ekki taka þátt í þeirri álykt- un sem hér er lögð fram,“ segir í bókun meirihlutans. Í bókun Sjálfstæðismanna, þar sem ákvörðun um hvalveiðar er fagnað, segir að hvalveiðar við Ís- land fari fram með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegra rannsókna og að ekki verði eingöngu litið til þjóðhagslegra hagsmuna heldur einnig til áhrifa innan tiltekinna at- vinnusvæða. „Bein og afleidd störf sem skapast í kringum hvalveiðar og -vinnslu skipta miklu máli á at- vinnusvæði Akurnesinga og þessi störf snerta framfærslu margra fjöl- skyldna á þessu svæði ásamt því að skapa sveitarfélögum mikilvæg- ar tekjur. Einnig er mikilvægt að skapa þeim fyrirtækjum sem stunda hvalveiðar og -vinnslu stöðugt laga og rekstrarumhverfi svo hægt sé að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar og endurnýjun búnaðar til aukinnar verðmætasköpunar,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks. mm Bæjarfulltrúar fagna ákvörðun um hvalveiðar Hvalskurður í Hvalstöðinni síðastliðið sumar. Nokkrir sjúkdómar herja nú á hross í nágrannalöndum okkar og hafa ráðamenn áhyggjur af að þeir geti borist hingað til lands. Eiga þess- ir sjúkdómar það sammerkt að hafa aldrei borist til Íslands og gætu hver um sig skapað alvarlega ógn við íslenska hrossastofninn og alla hestatengda starfsemi hér á landi. Dýravelferðarsvið Matvæla- stofnunar hefur gert samantekt á þeim sjúkdómum sem í hlut eiga. „Fyrst ber að nefna hesta-herpes týpu 1 (EHV-1) sem hefur nú mik- il áhrif á stórum svæðum í Svíþjóð auk þess sem grunur er um tilfelli í Noregi. Bæði er um að ræða fóst- urlát af völdum sýkingarinnar en einnig hafa verið tilfelli þar sem sýkingin leggst á miðtaugakerfið og veldur alvarlegum einkennum, í versta falli lömun og dauða.“ Þá hefur tiltekinn stofn hesta- inflúensu (Florida Clade 1 H3N8) valdið miklum usla á Bretlands- eyjum og á meginlandi Evrópu. Sá stofn virðist nú einnig vera að breiðast út um Skandinavíu. „Síð- ast en ekki síst er nýgengi kver- keitlabólgu (Streptococcus equi) nokkuð hátt um þessar mundir í mörgum nágranna- og viðskipta- löndum okkar. Faraldur smitandi hósta (Streptococcus zooepidem- icus ST209) árið 2010 var alvarleg áminning um að sérhæfðir sjúk- dómsvaldandi streptókokkar geta borist í hrossastofninn hér á landi með smygli á notuðum búnaði, óhreinum fatnaði eða með öðrum óbeinum hætti.“ Helstu varnir Íslands gegn þess- um sjúkdómum liggja í banni við innflutningi á hrossum, sæði og fósturvísum. „Einnig er bannað að flytja inn hvers konar búnað sem notaður hefur verið í umhverfi hrossa erlendis. Í þriðja lagi ber að þvo og eftir atvikum sótthreinsa fatnað og skófatnað sem notað- ur hefur verið í umhverfi hrossa erlendis. Þeir sem hafa atvinnu af hestatengdri starfsemi og hafa mestra hagsmuna að gæta, þurfa að vera forgöngumenn í nauðsynleg- um smitvörnum og sýna gott for- dæmi. Þeim ber auk þess að upp- fræða erlenda viðskiptavini sem koma til landsins og hvetja þá til að fylgja reglum um smitvarnir í hví- vetna. Mikilvægt er að reglur um smitvarnir berist erlendum hesta- ferðamönnum áður en lagt er í ferð til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. mm Óvenju mikið er um smitsjúk- dóma í hrossum erlendis Herpessjúkdómur hefur valdið miklum usla í sænska hrossastofninum að undanförnu auk þess sem grunur er um nokkur tilfelli í Noregi. Hestainflúensa er einnig í breska stofninum. Þessir sjúkdómar gætu reynst íslenskum hrossum stórhættulegir. Kosningu sauðfjárbænda um end- urskoðun á samningi um starfs- skilyrði sauðfjárræktarinnar lauk á mánudaginn. Kosningin var raf- ræn og tóku 45% bænda þátt; 1.035 greiddu atkvæði af 2.297 sem voru á kjörskrá. Þrátt fyrir andstöðu í röð- um bænda við væntanlegar breyt- ingar var mikill meirihluti sem samþykkti endurskoðun samnings- ins, eða rúmlega 68%. Um 30% höfnuðu samkomulaginu og rúm- lega eitt prósent tók ekki afstöðu. Fyrirhuguð endurskoðun sauð- fjársamnings felur meðal annars í sér að greiðslum ríkisins er breytt til að draga úr framleiðsluhvata og bændum er gefinn kostur á að draga úr eða hætta framleiðslu og snúa sér að annarri vinnu á jörðum sínum með samningi um búhátta- breytingu. Gagnrýni við breytingu hefur einkum snúið að því að breyt- ingar á greiðslum koma misjafnlega við sauðfjárbúin. Eftir þessa niður- stöðu er búist við að landbúnaðar- ráðherra muni leggja fram frum- varp á Alþingi á næstunni til breyt- ingar á búvörulögum, en það er skilyrði til lögfestingar breytinga á núverandi sauðfjársamningi milli ríkis og bænda. mm Sauðfjárbændur samþykktu endurskoðun á samningi Föstudaginn 1. mars hófst sala á nýj- um Mottumars-sokkum í verslunum um land allt og í vefverslun Krabba- meinsfélagsins; krabb.is. Þá opn- aði félagið nýtt vefsvæði fyrir karla, karlaklefinn.is og ljósmyndasýning- in Meiri menn verður opnuð á sex stöðum á landinu, þó hvergi á Vest- urlandi. Mottumarssokkarnir nú eru hannaðir af Önnu Pálínu Baldurs- dóttur, nemanda í grafískri hönn- un í Listaháskóla Íslands. Hún bar sigur úr býtum í hönnnunarsam- keppni Krabbameinsfélagsins og Listaháskólans síðastliðið haust. Á vefsvæðinu Karlaklefanum er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönn- um. „Karlmenn leita sér upplýs- inga í minna mæli en konur varð- andi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karla- klefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og upplýsingum um heil- brigðan lífsstíl. Einnig um krabba- mein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu frá félaginu. mm Krabbameinsfélagið selur sokka í mars Þessir glaðlegu Mottumars-sokkar verða seldir 1.-15. mars til styrktar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Skúla Mogensen eiganda, WOW air, tókst ekki að ljúka samningi við Indigo Partners um endurfjár- mögnun félagsins, en til stóð að ljúka þeim viðræðum eigi síðar en um síðustu mánaðamót. Í tilkynn- ingu frá WOW á fimmtudagskvöld kemur fram að viðræður muni engu að síður halda áfram. Vonast er til að þeim ljúki eigi síðar en 29. mars nk. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Markaðurinn tók þessum tíð- indum með þeim hætti að hlutabréf í Icelandair þokuðust lítið eitt upp í viðskiptum síðustu daga. Á föstu- daginn var gengi í félaginu komið yfir 8 krónur á hlut, en það er þó einungis helmingur af verði bréfa í félaginu fyrir réttu ári síðan. mm Basl í íslenskum flugrekstri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.