Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201916 Séra Eðvarð Ingólfsson sóknar- prestur á Akranesi lætur af störf- um um næstu mánaðamót. Um sama leyti flytur hann til Hvera- gerðis ásamt Bryndísi Sigurjóns- dóttur eiginkonu sinni og yngsta syni þeirra en tvö eldri börn þeirra, Elísa og Ingólfur, eru bú- sett í London. Eftir tæp 22 ár í prestskap á Akranesi tekur Eðvarð við embætti sérþjónustuprests en það starf heyrir beint undir biskup Íslands og felst í ýmsum verkefn- um sem biskup lætur honum í té. „Hér er um tilfærslu að ræða. Mér er gefinn kostur á að draga mig út úr miklu annríki en sinna engu að síður áfram kirkjulegri þjónustu af ýmsu tagi,“ segir Eðvarð. Blaða- maður Skessuhorns settist niður með séra Eðvarði á fimmtudag- inn í prestsbústaðnum við Laugar- braut 3. Bústaður prests hefur nú verið boðinn til sölu. Miðað við markaðinn í dag má fastlega bú- ast við að húsið verði selt áður en þessi orð komast á prent. Í spjalli er rætt um æskuna, skólgönguna og störfin til dagsins í dag. Veikindi setja strik í reikninginn Núverandi kirkja á Akranesi var byggð árið 1896 en tíu árum fyrr, 1886, hafði séra Jón A. Sveinsson tekið við embætti sóknarprests en þá stóð kirkja Akurnesinga í Görð- um þar sem minningarturn stend- ur nú. Séra Eðvarð er því fimmti sóknarpresturinn sem þjónar prestakallinu, þannig að segja má að þeir hafi enst vel. Sóknarbörn- in voru orðin tæplega sjö þúsund þegar annað prestsembætti var stofnað 2015 við Akraneskirkju og séra Þráinn Haraldsson var ráðinn í starfið. Eðvarð dregur ekki dul á að veikindi hans eru orsök tilvonandi vistaskipta þeirra hjóna. Hann greindist með Parkinsonsjúkdóm- inn fyrir tíu árum. Hægfara tauga- hrörnun, eins og sú sem kennd er við Parkinson, tekur sinn toll, kraftur og þrek dvínar. Mikillar nákvæmni þarf að gæta í lyfjagjöf til að vinna á áhrifum sjúkdóms- ins. Heilsa hans nú krefst þess að dregið verði úr vinnutengdu álagi en Eðvarð hefur að mestu verið í veikindaleyfi í tæplega hálft ár. „Á þeim tíma hef ég grennst um jafn mörg kíló, sem er bara til bóta. Einhverjir kynnu að halda að það væri vegna veikindanna, en ástæð- an er allt önnur. Ég hef náttúrlega ekki verið í hinum fjölmörgu erfi- drykkjum og veislum sem fylgja prestsstarfnu, en þar er eins og allir þekkja afar sætinda- og kol- vetnaríkt fæði uppistaðan í veislu- föngunum,“ segir Eðvarð léttur í bragði. Á leið austur fyrir fjall Þau hjón Eðvarð og Bryndís keyptu parhús í byggingu í Hvera- gerði á síðasta ári og var hús- ið í fyrstu hugsað sem „sumarbú- staður.“ „Svo breytast aðstæður. Við ákváðum því að selja íbúð sem við áttum í Kópavogi og höfum að undanförnu lokið við að inn- rétta húsið í Hveragerði og flytj- um fljótlega austur.“ Þau segjast bæði hlakka til flutnings á æsku- slóðir Bryndísar og sóknarprestur- inn tekur það fram að það hafi ver- ið hann sem hafi átt frumkvæðið í þessu efni. Þar eigi Bryndís stóra fjölskyldu og gott bakland. Örlagaár Eðvarð er fæddur 25. apríl 1960. „Þetta var mikið örlagaár. Sem dæmi var þetta árið sem John F. Kennedy var kosinn Bandaríkja- forseti, P-pillan var tekin í notkun og lazergeislar voru fyrst notað- ir til lækninga. Raggi Bjarna gaf í sama mánuði og ég fæddist út lag- ið „Vertu ekki að horfa svona allt- af á mig.“ Þannig að það geta all- ir séð að þetta var tímamótaár á mörgum sviðum. „Sjálfum lá mér alveg lifandis ósköp á að komast í heiminn. Móðir mín hafði hugsað sér að hafa það náðugt á fæðinga- deild Landspítalans en mér lá hví- líkt á að mér héldu engin bönd. Ég fæðist því á gólfinu heima hjá afa mínum og ömmu. Afi, sem þá var á leiðinni í vinnuna, mátti leggja frá sér malinn og kaffibrúsann og grípa mig í fangið svo ekki færi illa.“ Lífsbaráttan Aðspurður um hvort Eðvarð hafi snemma snúist til kristinnar trú- ar sem leiddi hann út í guðfræði- nám, svarar hann því til að líklega hafi ýmsir samverkandi þættir ráð- ið þeirri ákvörðun. „Kannski hafði það áhrif að ég missi föður minn þegar ég var sjö ára gamall. Hann veikist og deyr úr krabbameini 44 ára að aldri. Eftir stóð móðir mín með okkur sjö börnin, mig og sex systur mínar vestur á Hellissandi þar sem ég ólst upp. Ég hef því stundum sagt í hálfkæringi að ég hafi alist upp í kvennabúri! Kannski má segja að ýmsar áleitnar spurningar hafi komið upp í huga lítils drengs við ótímabæran föðurmissi og harða lífsbaráttu sem móðir mín þurfti að heyja til að sjá fjölskyldunni farborða. Spurning- ar á borð við; „hvers vegna“ eða; „fæ ég að sjá föður minn aftur,“ og; „hvaða merkingu hefur dauð- inn?“ Þessar spurningar og hug- leiðingar frá bernsku hafa hjálpað mér í seinni tíð þegar ég hef komið til aðstoðar fólki í svipuðum spor- um. Fólk sem skyndilega miss- ir einhvern sér nákominn. Þessar hugsanir kveiktu spurningar sem vafalítið urðu til þess að ég leitaði svara. Ég varð snemma læs og gerð- ist mikill lestrarhestur, las nokkrar bækur á dag. Við strákarnir lékum okkur öll- um stundum þegar vel viðraði í fótbolta eða í fjörunni og stundum tókum við þátt í grjótkasti. Tvisvar fékk ég gat á hausinn og þurfti til læknis. Það var annars gott að alast þarna upp í frjálsræði bernskuár- anna og fallegri náttúru. Eins og þá tíðkaðist í sjávarplássum fór ungur drengurinn snemma að afla tekna í saltfiskverkun eða uppskipun sam- hliða námi og um leið var sjálfstæð- ið eflt. Það átti eftir að koma sér vel og móta einstaklinginn.“ Fyrstu sporin á sviði fjölmiðlunar og skrifa Eftir grunnskóla lá leið Eðvarðs í Héraðsskólann í Reykholti en stúdent varð hann frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Var einn af tíu nemendum Vilhjálms Ein- arssonar sem fylgdu honum úr Reykholti og hófu nám í nýjum menntaskóla undir hans stjórn á Egilsstöðum. En áhugi Eðvarðs hneigðist snemma til skrifta. Barn að aldri eignaðist hann sína fyrstu ritvél, ellefu ára birtist fyrsta smá- sagan eftir hann í Þjóðviljanum og tólf ára var hann staðráðinn í að verða rithöfundur. Krókurinn beygðist því snemma. „Það hefur alla tíð búið í mér rík sköpunarþrá til skrifa. Í seinni tíð hefur það reynst notadrjúgt við ræðuskrif í starfi prests. En ég var hins vegar orðinn 29 ára þeg- ar ég innritaðist í guðfræðideildina og hafði þá þegar samið allmarg- ar bækur og starfað við blaða- mennsku og í útvarpi. Aflaði þar reynslu sem átti eftir að koma sér vel síðar á lífsleiðinni. Ég var til að mynda blaðamaður hjá barna- blaðinu Æskunni og síðar rit- stjóri. Það var hentugt því útgáf- an gaf einnig út bækurnar mínar. Sem ritstjóri Æskunnar fékk ég mikið sjálfstæði og skrifaði mest af því sem í blaðinu kom. Þá starfaði ég við útvarp í ein sex ár. Var fyrst dagskrárgerðarmaður á Rás 1, síð- an Rás 2 sem þá þá var að stíga sín Kveður söfnuð sinn eftir 22 ára þjónustu Spjallað við séra Eðvarð Ingólfsson fráfarandi sóknarprest á Akranesi Á göngu í Garðalundi. Ljósm. Elísa Eðvarðsdóttir. Eðvarð nýkominn til starfa á Akranesi. Bryndís og Eðvarð saman í London fyrir tveimur árum. Ljósm. ee.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.