Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201912 „Stjórn Höfða, hjúkrunar- og dval- arheimilis, lýsir yfir miklum von- brigðum með svör heilbrigðisráðu- neytisins á erindi Höfða frá 28. desember 2016 um fjölgun varan- legra hjúkrunarrýma og telur þau í miklu ósamræmi við þá hróp- andi þörf á fjölgun hjúkrunarrýma í landinu öllu,“ segir í ályktun sem stjórn samþykkti nýverið. „Fyrir liggur að þegar heimild Höfða til reksturs svokallaðra biðhjúkrunar- rýma í tengslum við fráflæðisvanda Landspítala rennur út í lok sept- ember mánaðar 2019 munu standa auð og ónotuð fjögur íbúðarými á Höfða. Vert er að geta þess að sam- kvæmt útreikningi heilbrigðisráðu- neytis kostar 36,5 milljónir króna að byggja nýtt hjúkrunarrými með búnaði. Því munu standa ónotuð íbúðarými á Höfða sem kostar 146 m kr. að byggja.“ Þá segir í ályktun stjórnarinnar varðandi rök ráðneytisins um að heilbrigðisumdæmi Vesturlands sé eitt best setta heilbrigðisumdæmi landsins m.t.t. fjölda hjúkrunar- rýma, þá vill stjórn Höfða taka eft- irfarandi fram: Í sveitarfélögunum Borgar-• byggð, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað, sem eru í suðurhluta umdæmisins og liggur að heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins, eru um 65% af íbúafjölda umdæmisins en einungis 50% af varanleg- um hjúkrunarrýmum umdæm- isins og því mikil þörf á nýjum hjúkrunarrýmum. Í dag eru 28 einstaklingar á biðl-• ista eftir hjúkrunar- og dvalar- rýmum á Höfða og á biðlista eftir hvíldarinnlögn í hjúkrun- arrými eru 20 einstaklingar. Reiknuð vistunarþörf í hjúkr-• unarrými fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit er langt um- fram þau 61 hjúkrunarrými sem eru á Höfða í dag. Með tilkomu færni- og heilsu-• matsnefnda er vistun í hjúkr- unarrými ekki bundin við íbúa hvers umdæmis fyrir sig. Í dag eru um 8,5% af íbúum • Höfða með færnismat úr öðr- um heilbrigðisumdæmum og um 11% af einstaklingum á biðlista eftir dvöl. „Stjórn Höfða skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína til er- indis Höfða um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma og felur formanni stjórnar og framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með heilbrigðis- ráðherra sem allra fyrst um mál- ið.“ mm Stefnir í ónotuð hjúkrunarrými á Höfða fyrir 146 milljónir króna Stjórn Höfða mótmælir andstöðu heilbrigðisráðherra við varanleg hjúkrunarrými Í byrjun febrúar síðastliðins var staða svæðislandvarðar Vesturlands gerð að heilsársstöðu og Þórhildur María Kristinsdóttir ráðin í starfið. Að- sókn ferðamanna á Vesturland hef- ur aukist verulega undanfarin ár og full þörf var talin á að sinna svæðinu allt árið. Störf landvarða heyra und- ir Umhverfisstofnun og eru þau mik- ilvægur þáttur í því að fylgjast með breytingum sem verða á náttúrunni og að grípa inni þegar þörf er á hvort sem er vegna ágangs ferðamanna eða vegna náttúrlegra breytinga. Starf landvarðar á Vesturlandi felst því í að hafa eftirlit og umsjón með friðlýst- um svæðum á starfssvæði sínu sem nær frá minni Hvalfjarðar að sunn- anverðu og að Snæfellsnesi að norð- anverðu, ásamt hálendinu ofan Borg- arfjarðar. Til þessa hefur landvörður sinnt svæðinu hluta úr ári og þá fyrst og fremst yfir sumartímann. „Starfssvæðið er fjölbreytt og um- fangsmikið, sem gerir starfið bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Þórhildur. Hún mun hafa aðsetur í Reykholti í húsnæði Borgarbyggðar sem sambyggt er slökkvistöðinni. Til hennar eru gestir velkomnir til spjalls og ráðagerða um hag og framtíð frið- lýstra svæða á starfssvæðinu. mm/borgarbyggd.is Ráðin svæðislandvörður á Vesturlandi Á fundi bæjarstjórnar Akranes- kaupstaðar síðastliðinn þriðjudag var samþykkt ályktun í ljósi stöðu umferðaröryggismála í Hvalfjarð- argöngum. Vísað er til umferð- arslyss sem varð í göngunum 12. febrúar síðastliðinn og ítarlega var fjallað um í Skessuhorni 20. febrúar sl. Með vísan til þessa at- viks og brests sem komið hefur í ljós í viðbúnaðaráætlun vegna óhappa í göngunum krefst bæj- arstjórn Akraness þess að sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra setji umferðaröryggi í Hvalfjarð- argöngum í forgang. „Tekið verði að nýju upp mannað eftirlit við Hvalfjarðargöng og að viðbragð- sáætlun vegna slysa verði tekin til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta,“ segir í ályktun sem bæjar- stjórn sendir samgönguráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis, þingmönnum Norðvestur- kjördæmis og Vegagerðinni. mm Krefjast þess að umferðaröryggi í göngunum verði bætt Frá vettvangi bílslyss í Hvalfjarðargöngunum 12. febrúar síðastliðinn. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um verkfallsboð- un meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem fé- lagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga- og gistiþjónustu og greiðasölustaða, afþreyingar- fyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Eins og kunnugt er á félagið sam- flot með þremur öðrum verkalýðs- félögum; VLFG, Eflingu og VR í kjaraviðræðum við atvinnurek- endur, en deilan hefur um nokk- urra vikna skeið verið inni á borði ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðsla félagsmanna VLFA er fyrirhugað að hefjist 29. mars og á að standa til 5. apríl. Ef kosning um verk- fall verður samþykkt mun allsherj- arverkfall þeirra sem heyra und- ir áðurnefndan kjarasamning hefj- ast 12. apríl. Umrædd kosning um verkfallsboðun er hluti af aðgerða- plani sem stéttarfélögin fjögur standa sameiginlega að. mm VLFA samþykkir að kjósa um verkfall Í ár eru 23 ár síðan byrjað var að bjóða upp á hjóna- og sambúðar- námskeið í Hafnarfjarðarkirkju. Á þessum árum hafa námskeiðin verið haldin margsinnis um allt land og á Norðurlöndum. Aðsóknin hefur ver- ið jöfn og mikil allan tímann, að sögn Þórhallar Heimissonar sem stendur fyrir námskeiðunum. Nú í byrjun árs höfðu tíu þúsund pör sótt þau. „Til að halda upp á þessi tímamót er nú í undirbúningi að fara á ný í hringferð um landið með Hjóna- námskeiðin, eins og gert var fyrstu tíu árin. Ætlunin er að bjóða upp á námskeiðin í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Ak- ureyri og á Ísafirði. Námskeiðin verða skipulögð í sam- vinnu við heima- menn. Öll sam- tök eða félög sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvött til að hafa samband við undirritað- ann sem hefur annast námskeiðin frá upphafi. Hægt er að bjóða upp á námskeiðin víðar um land ef aðstæð- ur leyfa,“ segir í tilkynningu frá Þór- halli. Einnig verður áfram boðið upp á námskeiðin í Reykjavík. mm Hjónanámskeið á hringferð um landið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.