Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell vann stórsigur á Breiða- bliki, 93-56, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik. Leikið var í Stykkis- hólmi á miðvikudagskvöld. Snæfellskonur voru sterkari frá fyrstu mínútu. Þær komust í 11-1 snemma í fyrsta leikhluta. Blik- ar minnkuðu muninn í fjögur stig áður en Snæfell tók góðan sprett og 14 stiga forystu áður en leik- hlutinn var úti, 28-14. Hægt en örugglega náðu Snæfellskonur að tvöfalda forskot sitt í 28 stig í öðr- um leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 58-30. Snæfellskonur slógu af í þriðja leikhluta þar sem þær skoruðu aðeins tíu stig gegn 16 stigum Breiðabliks. Það kom þó ekki að sök því staðan var 68-46 fyrir loka- fjórðunginn. Þar tóku Snæfells- konur við sér á ný. Þær voru mun betri allt til loka, skoruðu 25 stig gegn tíu og sigruðu að lokum með 37 stigum, 93-56. Kristen McCarthy setti upp þrennu í liðið Snæfells. Hún skor- aði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar, auk þess að stela fjórum boltum. Berglind Gunnars- dóttir var með 15 stig og Angelika Kowalska skoraði ellefu stig og tók sjö fráköst. Ivory Crawford var atkvæðamest í liði Blika með 19 stig og níu frá- köst, Sanja Orazovic skoraði tólf stig og tók fimm fráköst og Ragn- heiður Björk Einarsdóttir var með ellefu stig. Snæfell hefur 26 stig í fjórða sæti deildarinnar og háir harða baráttu við að tryggja sætið og þar með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan hefur jafn mörg stig í sætinu fyr- ir neðan en KR er fjórum stigum á undan í sætinu fyrir ofan. Næst leikur Snæfell í kvöld, miðviku- daginn 6. mars, þegar liðið mætir Keflavík suður með sjó. kgk Stórsigur Snæfellskvenna Kristen McCarthy átti afar góðan leik í stórsigri Snæfells. Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímur tapaði gegn Þór Þ. þegar liðin mættust í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á sunnu- dag. Leikið var í Borgarnesi. Eft- ir jafnan fyrri hálfleik voru gestirnir einfaldlega sterkari í þeim síðari og fóru að lokum með sigur af hólmi, 74-89. Borgnesingar höfðu yfirhöndina í framan af fyrsta leikhluta en Þórs- arar voru aldrei langt undan. Seint í leikhlutanum náðu Skallagríms- menn góðum spretti og sjö stiga for- ystu, en gestirnir svöruðu og kom- ust yfir áður en upphafsfjórðungur- inn var úti, 20-21. Mikið jafnræði var með liðunum næstu mínúturnar. Gestirnir náðu góðri rispu um miðj- an annnan leikhluta og átta stiga for- skoti. Þá svöruðu Skallagrímsmenn með góðum kafla þar sem þeir tóku forystuna og leiddu með þremur stigum í hléinu, 43-40. Þórsarar jöfnuðu metin þeg- ar þriðji leikhluti var hálfnaður og tóku síðan forystuna. Þeir höfðu yfirhöndina það sem eftir lifði leik- hlutans og leiddu með fimm stigum fyrir lokafjórðunginn, 65-60. Gest- irnir voru síðan einfaldlega sterkari það sem eftir lifði leiks. Þeir léku afar góða vörn og Skallagrímsmenn komust lítt áleiðis. Forysta Þórs jókst hægt en örugglega í lokafjórð- ungnum og þeir höfðu að lokum 15 stiga sigur, 74-89. Bjarni Guðmann Jónsson var at- kvæðamestur í liði Borgnesinga með 19 stig og níu fráköst. Aundre Jack- son var með 13 stig og níu fráköst og Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði tólf stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kinu Rochford var atkvæðamest- ur í liði gestanna með 23 stig og tólf fráköst, Nikolas Tomsick skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar, Hall- dór Garðar Hermannsson var með 16 stig og fimm stoðsendingar, Jaka Brodnik skoraði ellefu stig og tók sjö fráköst og Ragnar Örn Bragason var með tíu stig. Skallagrímur situr í ellefta sæti deildarinnar með átta stig í harðri fallbaráttu, fjórum stigum á eftir Val í sætinu fyrir ofan þegar þrír leikir eru eftir. Þessi tvö lið mætast í al- gjörum fallslag á morgun, fimmtu- daginn 7. mars. Leikið verður í Reykjavík. Þar verða Borgnesingar að krækja í sigur til að eiga mögu- leika á að halda sæti sínu í deildinni. kgk Að duga eða drepast hjá Borgnesingum Bjarni Guðmann Jónsson var at- kvæðamestur í liði Borgnesinga sem máttu sætta sig við tap gegn Þór Þ. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Snæfellingar heimsóttu Selfyssinga í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn að síga fram úr í þeim síðari og unnu að lokum örugglega, 73-55. Jafnt var á með liðunum í upp- hafi leiks. Um miðjan fyrsta leik- hluta, í stöðunni 8-6, tóku Selfyss- ingar góða rispu þar sem þeir skor- uðu sjö stig í röð. Þá var komið að Snæfellingum, sem minnkuðu muninn í tvö stig með góðum kafla áður en leikhlutinn var úti, 19-17. Snæfellingar jöfnuðu í 26-26 eftir fjórar mínútur í öðrum fjórðungi en eftir það misstu þeir flugið. Þeir skoruðu ekki stig það sem eftir lifði leikhlutans. En heimamenn áttu sömuleiðis frekar erfitt uppdráttar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Þeir skoruðu ekki nema sjö stig og staðan því 33-26 í hálfleik. Selfyssingar voru öflugri í þriðja leikhluta og bættu jafnt og þétt við forskot sitt. Þegar leikhlutinn var úti voru þeir komnir með þægi- lega 17 stiga forystu, 53-36 og með pálmann í höndunum. Snæfellingar náðu aðeins að spyrna við fótum í lokafjórðungnum. Þeir minnkuðu muninn í tólf stig en nær komust þeir ekki. Með fínum lokaspretti tryggðu Selfyssingar sér 18 stiga sigur, 73-55. Jón Páll Gunnarsson var stiga- hæstur í liði Snæfells með 23 stig, auk þess að taka sex fráköst og stela fimm boltum. Darrel Flake var með ellefu stig og átta fráköst og Andri Þór Hinriksson var með ellefu stig einnig. Marvin Smith Jr. var atkvæða- mestur í liði Selfyssinga með 21 stig og 14 fráköst. Hlynur Hreins- son var með 13 stig en aðrir höfðu minna. Snæfell situr á botni deildarinn- ar með tvö stig þegar tveir leik- ir eru eftir af mótinu, jafn mörg og lið Sindra í sætinu fyrir ofan. Næst leika Snæfellingar gegn topp- liði Þórs frá Akureyri. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi á föstudaginn, 8. mars. kgk Misstu heimamenn fram úr sér eftir hléið Jón Páll Gunnarsson var atkvæða- mestur í liði Snæfellinga. Ljósm. sá. Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari kom og hélt fyrirlestur í sal Fjöl- brautaskóla Snæfellinga síðasta mánudag. Alda Karen er þekkt fyrir fyrirlestra sína en þessi unga kona hefur talað fyrir fullu húsi í Hörpu og Laugardalshöll nýverið. Tíundabekkjar nemendum af Snæ- fellsnesi var einnig boðið á fyrir- lesturinn með Öldu Karen og var þétt setið í salnum. Alda Karen náði vel til ungmennana og var vel látið af þessum skemmtilega viðburði. tfk Alda Karen með fyrirlestur í FSN Guðjón Gunnarsson og Ágústa K. Jónsdóttir úr ÍA urðu í síðustu viku Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf. Sigurður B. Bjarka- son úr ÍR hafnaði í öðru sæti í karla flokki og Svavar Þór Einarsson, einnig úr ÍR, varð þriðji. Í kvenna- flokki varð Geirdís H. Kristjáns- dóttir úr ÍR önnur og Jóna Gunn- arsdóttir úr KFR hreppti bronsið. Alls tóku 23 karlar og 28 konur þátt í Íslandsmeistaramóti einstak- linga með forgjöf sem fram fór á þriðjudaginn í liðinni viku og hef- ur þátttaka kvenna í mótinu sjaldan verið betri, að því er fram kemur á vef Keilusambands Íslands. kgk Guðjón og Ágústa Íslandsmeistarar í keilu Guðjón Gunnarsson og Ágústa K. Jónsdóttir, Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf. Ljósm. Keilusamband Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.