Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 20198
Þrjú heima-
fyrirtæki buðu
í jarðvegsfram-
kvæmdir
SNÆFELLSBÆR: Hjá
Ríkiskaupum var í síðustu
viku opnuð tilboð í jarðvinnu
vegna fyrsta áfanga bygg-
ingar Þjóðgarðsmiðstöðvar
á Hellissandi í Snæfellsbæ.
Þrjú tilboð bárust í verkið,
öll frá fyrirtækjum úr sveit-
arfélaginu. Kostnaðaráætlun
hljóðar upp á 27,3 milljónir
króna og reyndust öll tilboð-
in undir henni. Langlægsta
boð átti Stafnafell ehf. eða
rétt tæpar 15 milljónir króna.
TS Vélaleiga ehf. bauð 23,5
milljónir og B.Vigfússon ehf.
25,5 milljónir. Samkvæmt út-
boðsgögnum er fyrirhug-
að að vinna við verkið hefjist
í byrjun mars og verði lokið
um miðjan maí.
-mm
Grunsamlegar
mannaferðir
SKORRADALUR: Lög-
reglunni á Vesturlandi barst
tilkynning um grunsamleg-
ar mannaferðir við sumar-
hús í Dagverðarnesi í Skorra-
dal í vikunni sem leið. Sást til
manna í eftirlitsmyndavéla-
kerfi. Lögregla fór á vett-
vang og stöðvaði bifreið. Þar
voru menn sem kváðust hafa
verið að skoða lóðir því þeir
væru að velta fyrir sér smíði
á sumarhúsi. Ferðir mann-
anna virðast því hafa átt sér
eðlilegar skýringar. Lögregla
segir engu að síður ágætt að
fólk fylgist með og hafi sam-
band ef það verður vart við
mannaferðir sem það telur
grunsamlegar.
-kgk
Heimila veru-
lega gjaldskrár-
hækkun
ÍSLANDSPÓSTUR: Póst-
og fjarskiptastofnun birti á
miðvikudaginn ákvörðun sína
þar sem samþykkt er erindi
Íslandspósts ohf. um 8-11%
hækkun á gjaldskrá félagsins
innan einkaréttar. „Ákvörð-
unin byggir á áætlun ÍSP um
umtalsverða magnminnkun
á pósti innan einkaréttar á
árinu 2019 eða allt að 17%.
Hækkunin mun hins vegar
ekki duga til að vega upp á
móti áætluðu tekjutapi fyrir-
tækisins vegna magnminnk-
unar innan einkaréttar án
frekari hagræðingaraðgerða,“
segir í tilkynningu frá PFS.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 23. febrúar - 1. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 51.675 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 29.240
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi: Engar landanir
skráðar á tímabilinu.
Grundarfjörður: 10 bátar.
Heildarlöndun: 501.828 kg.
Mestur afli: Kristín GK: 81.560
kg í einni löndun.
Ólafsvík: 21 bátur.
Heildarlöndun: 873.602 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
114.332 kg í tíu róðrum.
Rif: 16 bátar.
Heildarlöndun: 875.856 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
107.570 kg í fimm löndunum.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 8.863 kg.
Mestur afli: Sjöfn SH: 2.829
kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Tjaldur SH - RIF:
98.750 kg. 26. febrúar.
2. Kristín GK - GRU:
81.560 kg. 25. febrúar.
3. Páll Jónsson GK:
80.893 kg. 26. febrúar.
4. Örvar SH - RIF:
78.208 kg. 28. febrúar.
5. Sigurborg SH - GRU:
66.763 kg. 26. febrúar.
-kgk
Töluverður munur er á því eft-
ir lögregluumdæmum í landinu
hversu mörg mál eru enn til rann-
sóknar hjá þeim. Hjá Lögreglunni
á Vestfjörðum var elsta málið inn-
an við ársgamalt en tvö elstu málin
sem voru til rannsóknar hjá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
eru frá 2012. Í flestum lögreglu-
umdæmum landsins eru elstu ókl-
áruðu málin frá árunum 2016 eða
2017. Þetta kemur fram í úttekt
sem fréttastofu RÚV gerði og birti
fyrr í mánuðinum. Svör fengust
frá sjö af níu lögregluumdæmum
landsins.
Alls voru 62 mál til rannsókn-
ar hjá Lögreglunni á Vesturlandi
í byrjun desembermánaðar. Þá
höfðu 210 mál verið rannsökuð á
árinu, þar af 104 mál sem fóru til
rannsóknar í þriggja manna rann-
sóknadeild umdæmisins. „Í rann-
sóknadeild fara öll kynferðisbrot,
alvarlegar líkamsárásir, manndráp
og tilraunir til manndráps, brot
gegn börnum, heimilisofbeldi, al-
varleg slys, stórfelld fíkniefna-
brot, rannsóknir flóknari mála og
fleira,“ segir í svari Lögreglunnar
á Vesturlandi við fyrirspurn RÚV.
Í desember síðastliðnum var
elsta málið til rannsóknar hjá Lög-
reglunni á Vesturlandi frá því um
mitt ár 2017. Sömu sögu var að
segja frá elsta málinu sem var til
afgreiðslu á ákærusviði. Lögregla
segir bæði þessi mál teljast til und-
antekninga vegna mikillar utanað-
komandi gagnaöflunar og erfið-
leika við tjónamat og mat á refsi-
hæfi. „Öll önnur mál eru frá síðari
helmingi ársins 2018 og flest enn
innan settra markmiða um tíma-
lengd rannsókna.“
kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk.
Elsta ókláraða málið er frá 2017
Lögreglan á Vesturlandi kemur vel út
í samanburði umdæmanna
Íslenska ríkið var í Landsrétti á
föstudag dæmt til að greiða manni
samtals fjórar og hálfa milljón króna
í bætur vegna fjártjóns sem hann
varð fyrir í kjölfar ólögmætrar upp-
sagnar úr starfi aðstoðarskólameist-
ara Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Héraðsdómur hafði áður
fallist á að ákvæði ráðningarsamn-
ings um eins mánaðar uppsagn-
arfrest á reynslutíma ætti ekki við
um tímabundna ráðningu manns-
ins. Landsréttur féllst á að uppsögn
mannsins sem aðstoðarskólameist-
ari hefði verið ólögmæt, þar sem
ekki hafi verið gætt ákvæða laga um
skriflega áminningu. Landsrétt-
ur taldi það sama eiga við um fyr-
irvaralausa brottvikningu úr starfi
kennara við sama skóla. Dómstóll-
inn komst því að þeirri niðurstöðu
að hann ætti rétt á bótum fyrir fjár-
tjón og miska að álitum. Voru hon-
um dæmdar fjórar milljónir króna í
skaðabætur, auk 500 þúsund króna
í miskabætur.
kgk
Milljónir í bætur vegna
ólögmætrar uppsagnar
Maðurinn fékk dæmdar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi við Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ljósm. úr safni.
Kirkjuþing samþykkti um síðustu
helgi að leggja niður Saurbæjar-
prestakall í Vesturlandsprófasts-
dæmi. Breytingunni fylgir að fram-
vegis eigi að vera þrír prestar í
Garðaprestakalli á Akranesi. Eins og
áður hefur verið rakið í Skessuhorni
er meginástæða þess að prestakallið
í Saurbæ er lagt niður kostnaður við
viðgerðir á prestsbústaðnum. Ný-
verið var Hitaveitufélagi Hvalfjarð-
ar og Kirkjumálasjóði gert að greiða
2,4 milljónir króna vegna leka á
heitavatnslögn fyrir fimm árum síð-
an, en eftir lekann þurfti að ráðast í
töluvert miklar viðgerðir á húsinu.
Þá var sömuleiðis ákveðið á
kirkjuþingi að sameina allnokkur
prestaköll í Vestfjarða- og Austur-
landsprófastsdæmum. Reykhóla-
prestakall í Vestfjarðaprófastsdæmi
verður sameinað Hólmavíkurpresta-
kalli undir heitinu Breiðafjarðar- og
Strandaprestakall.
Þar að auki má geta
þess að Djúpavogs-,
Heydala-, Kolfreyju-
staðar-, Eskifjarð-
ar- og Norðfjarðar-
prestakall í Austur-
lansprófas t sdæmi
verða sameinuð í
Austfjarðaprestakall.
Á vef Þjóðkirkjunn-
ar segir að tillögurn-
ar séu hluti af stefnu
biskupafundar um
nýskipan prestakalla
á landsvísu sem unnið
hefur verið að. Í þeirri
stefnu felst að horfið
verði frá einmenn-
ingsprestaköllum þar
sem því verður við
komið.
kgk
Saurbæjarprestakall lagt niður
Reykhóla- og Hólmavíkurprestakall sameinað
Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði. Ljósm. úr safni.