Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201910 Um eitt hundrað manns sóttu fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, á Hótel Hamri á mánudagskvöld. Til- efni fundarins var frumvarp sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og varðar m.a. innflutning á ófrystu kjöti. Bændur alls staðar að úr lands- hlutanum lögðu leið sína á fund- inn, frá Hvalfirði norður í Dali og alls staðar þaðan á milli, enda málið þeim nátengt. Munum alltaf tapa dómsmálum Kristján Þór byrjaði á því að rekja stuttlega sögu málsins. Hann rifjaði upp lög sem tóku gildi árið 2002, eftir að Frakkar höfðu lokað á inn- flutning á íslenskum sjávarafurð- um. „Þá var það þrautalending að taka upp matvælalöggjöf Evrópu- sambandsins, með því skilyrði að aldrei yrði heimilaður flutningur á lifandi búfénaði til landsins,“ sagði Kristján Þór. Alþingi fjallaði um það árið 2008 en hafnaði því tvisv- ar sama ár. Ráðherra segir að á þeim tímapunkti hafi stjórnvöldum ver- ið í lófa lagið að fara aftur til fund- ar við Evrópusambandið og reyna að finna lausn í málinu. „En þess í stað var breytt frumvarp lagt fram og samþykkt 2009. Þá byrjuðu þeir 18 mánuðir sem löndum eru gefnir til að innleiða reglur að tikka niður og þar með rann tækifærið okkur úr greipum,“ sagði Kristján Þór. Síðan þá hafa dómar fallið í Héraðsdómi, Hæstarétti og hjá EFTA dómstóln- um þar sem íslenska ríkið er dæmt fyrir að standa ekki við gerða samn- inga. „Nú er þetta hafið aftur. Við fengum áminningu frá ESA, eftir- litsstofnun EFTA í júlí og rökstutt álit frá þeim um miðjan febrúar í samningsbrotamáli. Og við höfum engin ný rök en erum að reyna að leita leiða til að stöðva samnings- brotamálið með þessu frumvarpi,“ sagði ráðherra. Þá sagði hann að svar fulltrúa Evrópusambands- ins væri skýrt. Þeir minntu á að Ís- lendingar hefðu gengist undir þetta samkomulag og bæri að hlíta nið- urstöðum dómstóla. Íslenska ríkið hefði haft tíma frá árinu 2009 til að bregðast við og lítill vilji til að gefa rúmari tíma til þess. Engu að síður væru fulltrúar sambandsins jákvæð- ir til óska Íslendinga um að taka upp vinnu til að byggja upp varnir á sviði salmónellu og kompýlóbak- ter. „Svona er staðan í dag. Búið er að baka íslenska ríkinu ótakmarkaða skaðabótaskyldu vegna innflutnings á ófrystu kjöti. Þrisvar sinnum hef- ur verið höfðað mál vegna þessa og alltaf munum við tapa. Við eigum þann kost einan að svara rökstuddu áliti ESA frá því í febrúar og ég tel að það gerum við með þessu frum- varpi sem komið er fram.“ Aðgerðaráætlun í tólf liðum Næst vék ráðherra að frystiskyld- unni og sagði að hún hefði óum- deilanlega sína kosti. Til að mynda minnkaði hún magn kampýlóbak- ters í kjöti, en aftur á móti hefði hún ekkert að segja þegar kemur að sýklalyfjaónæmum bakteríum. „Af því leiðir að ef við eigum að breyta frystiskyldunni, eins og samið var um á sínum tíma, þá þarf að grípa til aðgerða. Við verðum að leita leiða til að byggja upp varnir og aftengja þetta dómsmál,“ sagði Kristján Þór. Til þess kynnti hann aðgerðaáætl- un í tólf liðum til að efla matvæla- öryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendr- ar framleiðslu. Komið verði á við- bótartryggingum gagnvart innfluttu alifuglakjöti og eggjum, að óheim- ilt verði að dreifa alifuglakjöti nema sýnt hafi verið fram á það sé ekki sýkt kampýlóbakter, að áhættunefnd verði sett á fót og hrundið af stað átaki til að draga úr útbreiðslu sýkla- lyfjaónæmra baktería á Íslandi. Þá verði skjótari innleiðing reglugerða ESB þegar stöðva þarf innflutning á tilteknum vörum með skömm- um fyrirvara og að tekin verði upp reglugerð nr. 206/2009 um inn- flutning dýraafurða til einkaneyslu. Að lokum verði heimild til að leggja stjórnvaldssektir á þau matvælafyrir- tæki sem brjóta gegn banni á dreif- ingu alifuglakjöts án vottorðs og að heimilt verði að innkalla umrætt kjöt. Fræðsla verði aukin, einkum til ferðamanna um innflutning afurða úr dýraríkinu, matvælasjóður verði settur á fót með áherslu á að efla ný- sköpun í innlendri framleiðslu, unn- ið verði að mótun matvælastefnu fyr- ir Ísland og gert átak um betri merk- ingar matvæla, m.a. bættar uppruna- merkingar. Þá mun starfshópur um gerð innkaupastefnu opinberra að- ila á matvælum skila niðurstöðum 1. apríl. „Afnám frystiskildunnar hefur lítil áhrif á veiru- eða bakteríusmit í dýrum, en getur haft áhrif á snýku- dýrasmit. Afnámið mun hafa lítil áhrif á dýrasjúkdóma og þær mót- vægisaðgerðir sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu munu draga verulega úr þeim áhrifum. Þetta er ekki bara mín trú eða skoðun, heldur álit yf- irdýralæknis og sóttvarnalæknis,“ sagði Kristján Þór. Neytendur treysta innlendri framleiðslu Ráðherra sagði næst að ákveð- ins misskilnings gætti í umræðunni um frumvarpið. Stundum væri lát- ið í veðri vaka að ekkert kjöt væri flutt til landsins. Það væri alrangt, nú þegar væru flutt inn mörg þús- und tonn á ári. „Í aðdraganda tolla- samningsins sem tók gildi 1. maí 2018 var umræða um að innflutn- ingur á kjöti myndi stóraukast. En hann drógst saman á árinu. Mark- aðshlutdeild innflutts kjöts var milli 25 og 30% árið 2017, en datt niður í 16% árið 2018. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands, taldi þetta til vitn- is um styrk innlendrar framleiðslu. Ég held að það sé margt til í því. Það er óumdeilt að traust íslenskra neyt- enda á íslenskri framleiðslu er mjög mikið. Nýtum okkur það traust og stöndum undir þeim vænting- um,“ sagði Kristján Þór. Sömuleiðis minnti hann á að Íslendingum væri óheimilt samkvæmt skuldbindinum EES samningsins að reisa hindr- anir við flæði vöru á landamærum, eins og öðrum þjóðum sem eiga að- ild að samningnum. „Íslendingar flytja um 98% af öllum sjávarafurð- um úr landi, þar af milli 75 og 80% til Evrópu. Þá fluttum við milli 1300 og 1400 tonn af lambakjöti til Bret- lands árin 2016 og 2017 og milli 700 og 800 tonn af skyri. Það eru hags- munir þarna líka,“ sagði ráðherra. Draga fram kosti íslenskrar vöru Að svo búnu opnaði ráðherra fyr- ir spurningar og umræður. Meðal annars var skorað á ráðherra að sjá til þess að varnargirðingar lands- ins verði lagaðar, til að hægt verði að hólfa landið niður ef vart verð- ur við smit. Þá var ráðherra spurð- ur hvort settar yrðu sömu kröfur á erlenda framleiðendur og innlendra hvað varðar hluti eins og lyfjalög- gjöfina, dýravelferð, náttúruvernd, vinnuvernd og fleira slíkt. Ráðherra svaraði því til að Íslendingar væru ekki í stöðu til að véfengja reglur og eftirlitskerfi landa Evrópusam- bandsins. Samið hefði verið um að þjóðir treysti hverri annarri til að hafa sín mál í lagi. Við gætum að- eins sjálf dregið fram kosti íslenskr- ar vöru umfram erlendrar, t.d. með upprunamerkingum og slíku. Þar væru tækifæri til að gera betur en gert hefði verið hingað til. Ætla ekki að setja EES samninginn í uppnám Ráðherra var spurður hvort ís- lensk stjórnvöld gætu reynt að fara til Brussel og fá undanþágur frá samningnum vegna sérstöðu lands- ins. Ráðherra svaraði því til að það hefði verið gert, hann hefði til dæm- is tvisvar farið sjálfur. En þá væri minnt á að Ísland hafi gengist undir þessar skuldbindingar á sínum tíma, fengið á sig dóma og þeim þyrft- um við að hlíta. Ráðherra ítrekaði í þessu samhengi að það væri ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar að setja EES samninginn í uppnám. Ráðherra var einnig spurður hvort hægt væri að setja upp tækni- legar hindranir, til dæmis að heim- ila innflutning á milli kl. 14:30 og 15:00 á föstudögum á Þórshöfn á Langanesi. Ráðherra sagði að litið yrði á slíkt sem brot á samningnum. Hann sagði enn fremur að hluti af þeim vörnum sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu væri nú þegar á gráu svæði m.t.t. skuldbindinga Íslands, en hann teldi þess virði að láta reyna á það. Kallar eftir athugasemdum Einn fundarmanna vakti máls á því að bændur hefðu fjárfest mikið í fyr- irtækjum sínum, einkum kúabænd- ur, vegna reglugerða og dýrra fram- leiðslutækja meðal annars. Marg- ir skulduðu því mikið. Íslenskur ör- markaður væri viðkvæmur og mætti ekki við miklum skakkaföllum. Ef illa færi væri útséð að gjaldþrot blasti við mörgum bændum. Hann spurði ráðherra hvað Alþingi hygðist gera ef hrun yrði í greininni. Kristján Þór svaraði því til að ef hrun yrði í atvinnugrein væri vandséð hvern- ig Alþingi ætti að grípa inn í það. Hann sagði að Alþingi takist á við þá stöðu sem uppi er hverju sinni, en gæti ekki svarað hvernig brugð- ist verði við stöðu sem kannski kem- ur upp í framtíðinni, enda viti menn ekki hvernig málin komi til með að þróast. Að endingu hvatti ráðherra alla sem telja sig eiga hagsmuna að gæta að gera athugasemdir við frum- varpið í samráðsgátt stjórnvalda. Sagðist hann hafa fundið það á ferð sinni um landið að fólkið sem mætti á fundina bæri hag íslensks land- búnaðar fyrir brjósti. Það sama gilti um stjórnvöld. „Enginn, sama hvar hann stendur í pólitík, hefur vilja til að skaða íslenska hagsmuni. Við eigum kost á að gera gott úr þeirri stöðu sem við erum í. Ég sé og trúi að við höfum tækifæri til þess að gera það og gott betur, með því að draga fram kosti innlendrar fram- leiðslu umfram innflutta þannig að íslenskar vörur verði áfram og alltaf fyrsti kostur neytenda,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. kgk Fjölmennur fundur með landbúnaðarráðherra Fjölmenni var á fundi ráðherra á Hótel Hamri, en nálægt eitt hundrað bændur af Vesturlandi öllu lögðu leið sína á fundinn. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í miðri framsögu. Hluti fundarmanna á Hótel Hamri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.