Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 21
www.skessuhorn.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að
mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að
hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina
útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
mánudaginn 11. mars kl. 20:00.
Framsókn og frjálsir í Stúkuhúsinu, •
mánudaginn 11. mars kl. 20:00.
Sjálfstæðisflokkurinn á Gamla Kaupfélaginu að •
Kirkjubraut 11, laugardaginn 9. mars kl. 11:00.
Bæjarstjórnarfundur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Bæjarráð Akraness samþykkti nýverið
tillögu um breytingu á opnunartíma
þjónustuvers Akraneskaupstaðar.
Um verður að ræða tilraunaverkefni
til eins árs og tekur breytingin gildi
mánudaginn 18. mars næstkomandi.
Opnunartími verður sem hér segir:
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-15:00.
Föstudaga frá kl. 09:00-14:00.
Opið í hádeginu alla virka daga.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is.
Opnunartími þjónustuvers
bæjarskrifstofunnar
Kynningarfundur vegna Fíflholta
Þriðjudagskvöldið 12. mars nk. klukkan 20:30 verður í
félagsheimilinu Lyngbrekku haldinn kynningarfundur
um nýtt starfsleyfi vegna sorpurðunar í Fíflholtum.
Þar kynnir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur
nýtt mat á umhverfisáhrifum í Fíflholtum sem miðast við
urðun í sömu urðunarrein og er í notkun í dag.
Allir velkomnir.
Sorpurðun Vesturlands
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Aukið sýklalyfjaónæmi mælist í
bakteríum sem smitast á milli dýra
og manna í Evrópu, eins og til
dæmis salmónellu og kampýlóbak-
ter. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Matvælastofnun, en þar seg-
ir frá sameiginlegri skýrslu Mat-
vælastofnunar Evrópu og Sótt-
varnarstofnun Evrópu sem kom út
á þriðjudaginn í síðustu viku. Um
er að ræða samantekt á niðurstöð-
um ársins 2017. Lögð var áhersla
á vöktun sýklalyfjaónæmis í bakt-
eríum úr svínum og nautgripum
með sýnatöku við slátrun og síðan
í kjöti á markaði. „Skýrslan sýnir
að það er mikið verk fyrir höndum
í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi
og nauðsynlegt að vinna að því
með þverfaglegu samstarfi,“ segir
í tilkynningunni.
Matvælastofnun lýsir í tilkynn-
ingunni áhyggjum á auknu sýkla-
lyfjaónæmi salmónellustofna gegn
flúórókínólónum, sem eru mik-
ilvæg sýklalyf sem gefin eru við
salmónellusmiti ef lyfjagjöf er
nauðsynleg. Í flestum löndum
mældist aukið ónæmi Salmonella
Tyhimurium gegn flúórókínó-
lónum, sem eru mikilvæg sýkla-
lyf sem gefin eru við salmónellus-
miti ef lyfjagjöf er talin nauðsyn-
leg. Hérlendist voru hins vegar all-
ir 14 stofnarnir sem prófaðir voru
næmir fyrir umræddum lyfjaflokki.
Um 40% þessarra stofna í Evrópu
reyndust aftur á móti fjölónæmir
og yfir 64% þessarra stofna á svína-
skrokkum voru fjölónæmir, en hér-
lendist hefur þessi tegund salmó-
nellu ekki fundist á svínaskrokkum
eftir árið 2014. Einfasa stofn þess-
arrar gerðar salmónellu hefur á
skömmum tíma orðið ein algeng-
asta sermisgerð í mörgum dýra-
tegundum og í sýkingum í fólki.
Sá stofn var oft fjölónæmur, eða
í u.þ.b. 80% tilvika í fólki og um
77% tilvika á svínaskrokkum við
slátrum. Einn einfasa stofn þess-
arrar gerðar salmónellu greindist
í svínaskrokki hér á landi sem var
ónæmur fyrir tveimur sýklalyfja-
flokkum, að því er fram kemur í
tilkynningu MAST.
Ákveðin gerð kampýlóbakter-
stofna úr fólki reyndust með háa
eða mjög háa tíðni ónæmis gegn
ákveðinni gerð sýklalyfja í öll-
um löndum nema á Íslandi, Dan-
mörku, Írlandi, Noregi og Bret-
landi. Í öðrum löndum er ekki
lengur hægt að nota þessi sýklalyf
ef kemur til nauðsynlegrar sýkla-
lyfjameðferðar. Ónæmi þessarra
kampýlóbakterstofna hefur aukist
hér á landi undanfarin ár og sama
þróun sást í sjö öðrum löndum.
„Mikil vitundarvakning hefur orð-
ið á þessu mikilvæga málefni og
hafa sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra og heilbrigðisráðherra
skrifað undir yfirlýsingu um sam-
eiginlegt átak til að draga úr út-
breiðslu sýklalyfjaónæmra baktería
á Íslandi en skynsamleg notkun
sýklalyfja er lykilatriði í þeim efn-
um,“ segir í tilkynningu MAST.
kgk
Sýklalyfjaónæmi ekki á niðurleið
Aðalfundur Kúabændafélagsins
Baulu á Vesturlandi var haldinn
í Borgarnesi á þriðjudag í liðinni
viku. Á dagskrá voru almenn að-
alfundarstörf auk erinda frá gest-
um. Gestir voru Margrét Gísla-
dóttir framkvæmdastjóri Lands-
sambands kúabænda og Baldur
Samúelsson ráðunautur hjá RML,
sem jafnframt veitti verðlaun fyrir
góðan árangur í ræktun og nyt kúa
á starfssvæðinu. Að sögn Jóhönnu
Maríu Sigmundsdóttur formanns
Kúbændafélagsins Baulu var margt
rætt á fundinum. „Hæst bar nýaf-
staðin kosning bænda um fram-
tíð kvótamarkaðar, tollar og frum-
varp sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra um afnám frystiskyldu
á kjöti og innflutning eggja,“ segir
Jóhanna María.
Fundurinn samþykkti eftirfar-
andi ályktun: „Aðalfundur Kúa-
bændafélagsins Baulu á Vestur-
landi haldinn á Hótel B59, Borg-
arnesi 26.2. 2019, harmar að
stjórnvöld hafi nú lagt árar í bát
við að verja einstaka stöðu Ís-
lands varðandi heilbrigði og fram-
leiðsluhætti íslenskra búfjárafurða
og þar með heilbrigði búfjár og
lýðheilsu. Fundurinn skorar á Al-
þingi að hafna frumvarpi sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
sem snýr að innflutningi á fersku
kjöti og eggjum og fari fram á
fundi með æðstu leiðtogum ESB
ásamt fremstu vísindamönnum, til
að sýna fram á að þessu máli fylgi
full alvara og krefjist þess að fá að
viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi.“
Ásamt Jóhönnu Maríu formanni
eru nú í stjórn Baulu: Laufey
Bjarnadóttir varaformaður, Sigur-
jón Helgason ritari, Gunnar Guð-
bjartsson meðstjórnandi og Krist-
ján Þórðarson meðstjórnandi.
Verðlaun og viðurkenningar
Hæst dæmdu kvígurnar í kvígu-
skoðun 2018 voru:
1. Sylla frá Hvanneyri, 91,1 stig fyrir
útlit, 115 stig í afurðamati og heild-
arstig 297,2
2. Kusamín frá Skálpastöðum, 85,8
stig fyrir útlit, 123 stig fyrir afurða-
mat og heildarstig 294,6
3. Skessa frá Stakkhamri II, 88,8 stig
fyrir útlit, 116 stig fyrir afurðamat
og heildarstig 293,6.
Afurðahæstu kýrnar árið 2018:
1. Sól frá Ásgarði, 12.205 lítrar
2. Aþena frá Laxárholti II, 11.893
lítrar
3. Valdís frá Hvanneyri, 11.350 lítr-
ar.
Afurðahæstu kúabúin árið 2018:
1. Hvanneyrarbúið, 8.289 lítra með-
alnyt.
2. Ásgarður, 7.911 lítra meðalnyt.
3. Furubrekka, 7.634 lítra meðal-
nyt.
mm
Héldu aðalfund Kúabænda-
félagsins Baulu
Verðlaunahafar fyrir bestu kvígur, kýr og nythæstu búin á starfssvæði Kúabændafélagsins Baulu.
Ljósm. Jóhanna María Sigmundsdóttir.