Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 06.03.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig rjómabollur velur þú? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Guðbjörg Ingólfsdóttir Vatnsdeigsbollur með rabbar- barasultu, rjóma og súkkulaði. Dóra Indriðadóttir Gerbollur með Baleys-rjóma. Inga Dóra Halldórsdóttir Vatnsdeigsbollur með súkkulaði og rjóma með Nóa kroppi. Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Vatnsdeigsbollur með rabbar- barasultu og rjóma og svo súkk- ulaði ofaná. Guðlaug Steingrímsdóttir Heimabakaðar bollur með súkk- ulaðikremi og rjóma. Skallagrímskonur þurftu að játa sig sigraðar gegn Val þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudags- kvöld. Leikið var í Borgarnesi. Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en Skallagrímsliðið fylgdi þeim eins og skugginn. Skalla- grímskonur voru fáliðaðar, með aðenis sjö leikmenn á skýrslu og á endanum kom það í bakið á þeim. Þær höfðu ekki orku til að halda í við Valsliðið. Gestirnir stungu af eftir hléið og unnu að lokum öruggan sigur, 59-89. Valur byrjaði betur og komst í 12-4 snemma leiks. Þá tóku Skallagrímskonur aðeins við sér og staðan eftir fyrsta leikhluta var 15-21. Borgnesingar fylgdu gest- unum hvert fótmál í öðrum fjórð- ungi og náðu að minnka muninn í þrjú stig skömmu fyrir hléið. Val- ur átti hins vegar lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddi með sex stigum þegar hálfleiksflautan gall, 34-40. Það var síðan í þriðja leikhluta sem Valskonur stungu af. Þær skoruðu hvorki fleiri né færri en 27 stig í leikhlutanum gegn 17 stigum Skallagríms. Staðan fyr- ir lokafjórðunginn var 51-67 fyr- ir Val. Skallagrímskonur náðu sér engan veginn á strik í fjórða leik- hluta og skoruðu aðeins átta stig. Á meðan skoruðu gestirnir 22 stig og juku forskot sitt enn frekar. Lokatölur urðu 59-89 fyrir Val. Shequila Joseph var atkvæða- mest í liði Skallagríms með 25 stig og ellefu fráköst. Árnína Lena Rúnarsdóttir skoraði 13 stig og tók fimm fráköst og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með ellefu stig, 14 fráköst og fimm stoðsending- ar. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði 22 stig og tók fimm fráköst í liði Vals. Heather Butler skoraði 18 stig og gaf sjö stoðsendingar og Guðbjörg Sverrisdóttir var með 18 stig einnig. Skallagrímur hefur 12 stig í sjö- unda sæti deildarinnar, fjórum stigum minna en Haukar í sætinu fyrir ofan en tíu stigum á undan botnliði Breiðabliks. Neðstu liðin tvö, Skallagrímur og Breiðablik, mætast í Kópavogi í kvöld, mið- vikudaginn 6. mars. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skalla- grímur. Voru stungnar af í síðari hálfleik Körfuknattleiksdeild Skallagríms og Límtré Vírnet skrifuðu á dög- unum undir nýjan styrktarsamn- ing. Það voru Kristinn Óskar Sig- mundsson, formaður yngri flokka ráðs f.h. Skallagríms og Andri Daði Aðalsteinsson, markaðsstjóri Límt- rés Vírnets, sem undirrituðu samn- inginn að viðstöddum þeim Krist- ínu Jónsdóttur frá meistaraflokks- ráði kvenna og Arnari Víði Jóns- syni frá meistaraflokksráði karla. „Rekstur deildarinnar væri ekki mögulegur nema með dyggum stuðningi fyrirtækja í heimabyggð,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Skallagríms. kgk Endurnýja styrktarsamning Vesturlandslið öttu kappi í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina. ÍA vann öruggan sig- ur á Þór Akureyri í Lengjubikar karla í knattspyrnu á laugardaginn. Skagamenn mættu vel stemmdir til leiks og skoruðu snemma, þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson hélt upp á endurkomu sína til ÍA með góðu marki eftir sendingu frá Viktori Jónssyni. Skagamenn voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og sköpuðu sér ágætis færi. Þeir bættu öðru marki við um miðjan hálf- leikinn þegar Viktor skoraði eftir sendingu Steinars Þorsteinssonar og staðan 2-0 í hléinu. Meira jafn- ræði var með liðunum í síðari hálf- leik. Þórsarar komust betur inn í leikinn og sköpuðu sér ágætis tæki- færi. ÍA fékk sömuleiðis ágæt færi sem fóru forgörðum. Þegar stutt var eftir af leiknum náðu gestirnir að minnka muninn með marki frá Jónasi Björgvini Sigurbergssyni. En skömmu síðar skoraði Albert Hafsteinsson með skalla. Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson innsiglaði síðan 4-1 sigur ÍA með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins. Skagamenn hafa þrjú stig eftir þrjá leiki á toppi riðils 1 í A deild- inni. Næst leika þeir í Lengjubik- arnum á laugardaginn þegar þeir mæta Grindvíkingum í Akranes- höllinni. Fyrsti leikur ársins á gervigrasinu í Ólafsvík Víkingur Ó. mætti Þrótti R. í Lengjubikar karla í knattspyrnu á gervigrasinu á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Var þetta fyrsti leik- ur ársins í Ólafsvík, en gervigrasið var formlega tekið í notkun þegar Víkingur Ó. sigraði Leikni R. í 1. deild karla 13. júní síðasta sumar. Gervigrasið í Ólafsvík hefur komið að góðum notum í vetur. Í bæjarblaðinu Jökli í síðustu viku var sagt frá því að hægt hafi ver- ið að æfa á vellinum fram í miðj- an janúarmánuð, þegar láta varð af æfingum vegna snjóa. Eftir rign- ingaveður undanfarið hefur snjó- inn hins vegar leyst og hægt að hefja æfingar á vellinum að nýju. Í Jökli segir enn fremur að nýting vallarins undanfarinn vetur hafi farið fram úr væntingum bjart- sýnustu manna og að gervigrasinu fylgi þannig verulega bætt aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Snæ- fellsbæ. En leikur Víkings og Þróttar á laugardaginn var bráðfjörugur og endaði með 3-3 jafntefli. Þar með var fyrsta stig Víkings komið í hús. Mörk heimamanna gerðu þeir Ibrahim Sorie Barrie, Grétar Snær Gunnarsson og Kristinn Magnús Pétursson. Mörk Þróttar skoruðu Hreinn Ingi Örnólfsson, Gústaf Kári Óskarsson og Aron Þórður Albertsson. Ólafsvíkingar hafa eitt stig eftir tvo leiki í riðli 2 í A deild Lengju- bikarsins. Næst mæta þeir KR á útivelli föstudagin 8. mars næst- komandi. Borgnesingar stálu sigrinum Skallagrímur sigraði Víði með þremur mörkum gegn tveim- ur þegar liðin mættust í Lengju- bikarnum á laugardaginn. Leik- ið var á Leiknisvelli í Reykjavík. Víðir komst yfir á 28. mínútu með marki Atla Freys Ottesen Pálsson- ar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 í hléinu. En síðari hálfleikur var fjörugur. Víðismenn fengu óska- byrjun því Mehdi Hadraoui kom þeim í 2-0 á 48. mínútu. Skömmu síðar varð Stefan Spasic hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark og minnka þar með metin fyr- ir Borgnesinga. Þannig var staðan þar til innan við tíu mínútur voru eftir. Ísak Máni Sævarsson náði að jafna fyrir Skallagrím á 82. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Helgi Hrafn Rafnkelsson og stal þar með sigrinum fyrir Skallagrím. Lokatölur urðu 2-3, Borgnesing- um í vil. Skallagrímur situr í þriðja sæti riðils 1 í B deild Lengjubikarsins með þrjú stig eftir tvo leiki. Næst mæta þeir Tindastóli í Akranes- höllinni föstudaginn 8. mars næst- komandi. Skagakonur töpuðu Skagakonur máttu játa sig sigrað- ar í Lengjubikar kvenna þegar þær mættu KR í Egilshöllinni á sunnu- dag. KR komst yfir á 31. mínútu leiksins þegar Tijana Krstic skor- aði og þannig var staðan í hálfleik. Guðmunda Brynja Óladóttir bætti öðru marki við fyrir KR á 56. mín- útu en aðeins mínútu síðar náði Védís Agla Reynisdóttir að minnka muninn fyrir Skagakonur. Nær komust þær hins vegar ekki, því á 70. mínútu skoraði Tijana Krstic sitt annað mark og þriðja mark KR og þar við sat. Vesturbæjarliðið fór með 3-1 sigur af hólmi. ÍA situr í sjötta og neðsta sæti B deildar kvenna, án stiga eftir tvo leiki. Næst leika Skagakonur á laugardaginn, 9. mars, þegar þær mæta Keflvíkingum í Reykjanes- höllinni. kgk/mm Leikið í Lengjubikarnum Hér er Grétar Snær Gunnarsson að skora annað mark Víkings Ó. í jafnteflinu gegn Þrótti R. á laugardaginn var. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.