Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 23. árg. 5. júní 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Laxveiðitímabil sumarsins hófst að venju í Norðurá í Borgarfirði. Það var Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, formaður Veiðifélags Norðurár, sem setti í gærmorgun í fyrsta lax sumarsins, 74 cm nýgengna hrygnu. Var þetta jafn- framt Maríulax Guðrúnar. Fleiri fiskar komu síðan á land í kjölfarið. Guðrún veiddi laxinn neðan við Laxfoss. Vegna vatnsleysis í ánni eru nokkrir veiðistaðir hins vegar á þurru. Vatnrennsli í ánni var í gær einungis 3,7 rúmmetrar á sekúndu, eða ellefti partur af því sem það var fyrir réttu ári síðan þegar Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti setti í fyrsta lax sumarsins á sama stað. Ljósm. María Björg Gunnarsdóttir. Sjómannadagurinn var síðastlið- inn sunnudag og var víða haldið upp á hann í sjávarbyggðum, með- al annars á Akranesi, í Snæfellsbæ og Grundarfirði þar sem meðfylgj- andi mynd var tekin. Sjómenn í Grundarfirði mættu á Leikskólann Sólvelli á föstudaginn og komu þá með kar fullt af hafsins gæðum til að sýna börnunum. Þetta er árlegur viðburður á leikskólanum og vekur alltaf jafn mikla lukku. Hann Ísleif- ur var óhræddur við að handleika krabbann, enda fróðleiksfús með eindæmum. Ljósm. tfk. Sjá nánar bls. 18-19. Á sex mánaða tímabili, frá 1. des- ember til 1. júní, fjölgaði íbú- um á Vesturlandi um þrjá, eru nú 16.550 talsins. Hlutfallsleg mest fjölgun íbúa varð á Suðurlandi og Suðurnesjum en í engum lands- hluta fækkaði íbúum á tímabilinu. Landsmenn eru nú 359.634 talsins og fjölgaði um 0,8% á síðustu sex mánuðum. Töluverð breyting er innbyrð- is milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Mest munar um 40 íbúa fjölgun á Akranesi, en auk þess fjölgaði um þrettán manns í Borgarbyggð, sex í Grundarfirði, fjóra í Skorradals- hreppi og einn í Helgafellssveit. Hlutfallslega fækkar íbúum mest í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eru nú 110 en voru 117 í byrjun aðventu. Íbúum í Hvalfjarðarsveit fækk- aði um 21, í Stykkishólmi um 13, í Snæfellsbæ um átta og um 12 í Dalabyggð. mm Íbúafjöldi stendur í stað Sjómannadagurinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.