Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201914 Veiga Grétarsdóttir, transkona frá Ísafirði, er um þessar mundir að róa á móti straumnum í kringum Ísland á kajak og safnar um leið áheitum fyrir Píeta samtökin. Veiga er fyrsta íslenska konan til að róa kringum Ísland á kajak auk þess sem hún er fyrst allra til að fara hringinn rang- sælis. „Ég held að ég sé líka fyrsti trans einkstalingurinn til að ráð- ast í svona stórt verkefni yfir höf- uð,“ segir Veiga þegar Skessuhorn ræddi við hana á mánudaginn. „Þetta er gamall draumur hjá mér, að fara í kringum landið á kajak. Ég ákvað svo að prófa að safna áheitum í leiðinni og valdi að styrkja Píeta samtökin. Þeirra málstaður snert- ir mig djúpt því ég hef sjálf reynt að taka mitt eigið líf tvisvar sinn- um,“ segir Veiga. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfs- vígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. En af hverju að róa rangsælis? „Það má segja að ég hafi farið á móti straumnum allt mitt líf, svo mér þótti táknrænt að róa líka á móti straumnum núna,“ segir hún og brosir. Fordómar koma af fáfræði Veiga lagði af stað í ferðalagið þriðjudaginn 14. maí frá Ísafirði og er nú búin að róa til Reykja- víkur. Átti hún viðkomu á Akra- nesi á föstudagskvöld. „Ég geri ráð fyrir að vera tvo til fjóra mánuði að fara hringinn, það fer allt eft- ir veðri og aðstæðum hversu lengi ég verð,“ segir Veiga. „núna er ég stopp í Reykjavík því veðurspáin er ekki góð og ég bíð bara þar til spáin lagast og fer þá aftur af stað,“ bætir hún við. Stoppið nýtti Veiga til að halda fyrirlestur á Akranesi í gær- kvöldi, mánudag, þar sem hún tal- aði um kynleiðréttingarferlið sitt, sjálfsvígstilraunirnar og hvern- ig lífið hefur breyst eftir kynleið- réttinguna. „Ég er búin að halda tvo aðra fyrirlestra á viðkomustöð- um mínum á leiðinni og mun halda fleiri allan hringinn. Á fyrirlestrin- um tala ég í rauninni um allt ferl- ið. Ég tala til dæmis um það hvern- ig tungumálið okkar er erfitt fyrir þá sem eru trans, það er allt kynjað. Svo tala ég líka um alla þessa litlu hluti sem breytast, eins og áður en ég byrjaði ferlið var mér aldrei boðin aðstoð við að athuga olíu eða skipta um peru í bílnum en núna er mér boðin aðstoð. Það eru svo margir svona litlir hlutir sem breyt- ast. Eftir fyrirlesturinn svara ég svo spurningum og það er engin spurn- ing of persónuleg því mér þyk- ir mikilvægt að vera opin um þetta málefni. Fordómar koma af fáfræði og það er okkar transfólks að út- skýra og fræða fólk því hvernig eig- um við annars að koma í veg fyr- ir fáfræði og fordóma? Ég fæddist með fæðingargalla og þarf ekkert að skammast mín fyrir að tala opið um það,“ segir hún. „Rannsóknir hafa sýnt að heilar kvenna og karla eru ekki eins og að heili trans konu sé eins og heili annarra kvenna og heili transmanns eins og heili ann- arra karla. Þetta er því ekkert öðru- vísi en aðrir fæðingagallar,“ bætir hún við. Bara tveir kostir Veiga ákvað að halda fyrirlestr- ana frekar í minni bæjarfélögum en þeim stærstu; „því þar er oft erfiðast fyrir þá sem eru í mínum sporum að koma út úr skápnum. Það eru að meðaltali tveir sem byrja kynleið- réttingarferlið í hverjum mánuði á Íslandi og ég held að það sé mun erfiðara að hefja ferlið ef þú býrð í litlu samfélagi og ert kannski eina trans manneskjan þar,“ segir Veiga. Sjálf lifði hún sem karlmaður í 38 ár áður en hún áttaði sig á að það gæti hún ekki gert lengur og hefur nú lifað sem kona í rúm fjögur ár. Hún áttaði sig á því sem ungling- ur að það væri eitthvað ekki eins og það ætti að vera og hún hafði mikla þörf fyrir að klæðast stelpu- fötum en reyndi að bæla þá þörf niður. Það var svo þegar hún var 38 ára, gift annarri konu, sem hún átt- aði sig á og viðurkenndi hvað það væri sem hún þyrfti að gera. „Þarna voru í rauninni bara tveir kostir fyr- ir mig, að fara í kynleiðréttingu eða taka eigið líf, sem ég hafði tvisvar reynt,“ segir Veiga. „Þetta var auð- vitað mikið áfall fyrir konuna mína. Hún horfði í rauninni upp á mann- inn sinn deyja. En við eigum saman eina stelpu og í samskipin eru mjög góð, hún er í rauninni einn af mín- um bestu vinum í dag og hefur allt- af stutt mig, þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana,“ segir hún. Aðspurð segir hún fjölskylduna hafa tekið því mjög vel þegar hún kom út. „Foreldrar mínir og systkini hafa alltaf sýnt mér mikinn stuðn- ing og staðið þétt við bakið á mér. Það sem ég finn fyrst og fremst eftir að ég fór í þetta ferli er mikill innri friður. Ég hafði barist í svo mörg ár gegn eitthverju innra með mér en núna þarf ég þess ekki lengur. Þetta er mikið frelsi og mér hefur aldrei fundist ég jafn rík, þó ég hafi í raun- inni aldrei átt minna af veraldlegum eignum,“ segir Veiga og brosir. Ekkert pláss fyrir hræðslu „Það sem af er ferðalaginu var erf- iðast að róa Patreksfjörðinn og Borgarfjörðinn, þar var frekar leið- inlegt veður. En í heildina hefur þetta verið svipað erfitt og ég bjóst við en hefur samt gengið mun bet- ur en ég hafði búið mig undir,“ seg- ir Veiga og brosir. Spurð hvort hún hafi eitthvað orðið hrædd á leiðinni hlær hún smávegis og segist einu sinni hafa orðið það. „Þegar ég var að róa við Svörtuloft, þá varð ég smá hrædd en það er ekkert pláss fyrir hræðslu í svona ferð svo ég ýtti þeim tilfinningum til hliðar,“ svarar hún. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu mikið ég þarf að borða og ég hef dálítið lent á vegg með að borða ekki nóg. Ég þarf að borða um 7.000 hitaeiningar á dag, sem þýðir þykkt lag af smjöri á flat- kökuna mína, rjómi og smjör í hafra- grautinn og svoleiðis,“ segir hún og hlær. Aðspurð segist hún hafa lagt upp í þessa ferð ein en fólki er vel- komið að slást í för með henni og róa einhverja daga. „Það kom einn og fylgdi mér í Stykkishólm, svo kom annar og fylgdi mér frá Búð- um til Reykjavíkur. En það er ekk- ert plan að hafa neinn með mér svo ég geri ekki ráð fyrir neinum en allir eru velkomnir. Þetta er bara ég ein úti á sjó og í tjaldi þess á milli,“ seg- ir hún og brosir. Veiga hvetur alla til að styrkja Píeta samtökin og mæta á fyrirlestrana til að fræðast betur um hvernig það er að vera trans. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um Veigu og ferðina kring- um Ísland á www.veiga.is. arg/ Ljósm. úr ferðinni eru úr einkasafni. Styrkir Píeta samtökin með að róa í kringum Ísland: Hefur róið á móti straumnum allt sitt líf Veiga Grétarsdóttir rær á móti straumnum kringum Ísland til styrktar Píeta sam- tökunum. Hún kom við á Akranesi á föstudaginn og hélt svo fyrirlestur í Þorpinu á mánudagskvöld. Ljósm. arg. Veiga að róa á kajak móti straumnum við strendur Íslands. Drungalegt útsýni úr kajaknum. „Þetta er bara ég ein úti á sjó og í tjaldi þess á milli,“ segir Veiga sem þó tekur vel á móti öllum sem vilja róa smá spöl með henni kringum Ísland.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.