Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 17 AFLEYSINGAKENNARI Í BÚFRÆDI Um er að ræða fullt starf sem felur í sér m.a. bóklega og verklega kennslu, samskipti við nemendur og samstarfsaðila. Viðkomandi þarf því að hafa víðtæka þekkingu á landbúnaði. Viðkomandi þarf að hafa búfræðimenntun og háskólagráðu í búvísindum eða sambærilega menntun, auk reynslu af landbúnaðarstörfum og kennslu. Starfsstöð kennara í búfræði er á Hvanneyri. m.a. frumkvæði, faglegur metnaður, hæfni, auk ríks vilja til að vinna með Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. - Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Búfræði er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi með námslok á hæfniþrepi 3. Þungamiðja námsins er á sviði búfjárræktar, jarðræktar og búrekstrar. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf. Áhersla er einnig lögð á hvers kyns nýsköpun í búrekstri og nýtingu landsins gæða með sjálfbærni að leiðarljósi. ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is SK ES SU H O R N 2 01 9 20982 - Skólaakstur fyrir Dalabyggð Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Dalabyggðar, kt. 510694-2019, óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur með grunn- og leikskólanemendur milli skóla og heimilis að morgni og aftur heim síðdegis alla skóladaga. Útboðið skiptist í 7 leiðir. Stysta leiðin er um 13 km og sú lengsta um 50 km. Óskað er eftir tilboðum í skólaakstur í þrjú skólaár þ.e. frá hausti 2019 til loka skólaárs 2022. Möguleiki er á framlengingu tvisvar sinnum eitt ár, að hámarki 5 ár. Nánari upplýsingar er að finna í útboðslýsingu í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign, á slóðinni: http://utbodsvefur.is/skolaakstur- fyrir-dalabyggd/ Borgarbyggð boðaði til íbúafund- ar í Hjálmakletti á mánudagskvöld- ið þar sem fundarefnið var; „Í hvað fara peningarnir okkar? – Í hvað ættu þeir að fara?“ Þetta var fyrsti af þremur fundum sem boðað hef- ur verið til en annar fundurinn var í gærkvöldi, þriðjudag, í Logalandi og sá þriðji verður á miðvikudags- kvöld í Lindartungu. Fulltrúar úr sveitarstjórn, sveitarstjóri og sviðs- stjórar fóru yfir fyrsta ár nýrrar sveitarstjórnar og greindu m.a. frá framkvæmdum, áherslum sveitar- stjórnar, framtíðarsýn, ársreikningi og gjaldskrám sveitarfélagsins. Að því loknu sátu þeir hinir sömu und- ir svörum og mynduðust þá nokkuð líflegar umræður. Kristján Gísla- son sá um fundarstjórn. Fundinum var streymt og einnig gátu nær- og fjarstaddir borið fram spurningar á fundaforritinu Slido.com. Framkvæmdir við Grunnskóla Borgarness og Hnoðraból Lilja Björg Ágústsdóttir, for- seti sveitarstjórnar, átti fyrst orð- ið og stiklaði hún á stóru yfir sam- setningu sveitarstjórnar, hlut- verk hverrar nefndar, framkvæmd- ir sveitarfélagsins og framtíðarsýn. Hún fór yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskóla Borgarness en eins og Skessuhorn hefur áður greint frá standa þar yfir framkvæmdir þar sem m.a. er verið að byggja matsal við skólann en fram til þessa hafa nemendur þurft að fara úr húsi í mat. Að sögn Lilju ganga fram- kvæmdir vel og stefnt er á að fram- kvæmdum við matsal og kennslu- stofur ljúki í ágúst á þessu ári. Þá fór hún einnig yfir fyrirhugaða bygg- ingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum. Eiríkur j Ingólfsson ehf átti lægsta tilboð í verkið. Um þessar mund- ir er verið að semja um verkið og stefnt á að hægt verði að flytja inn í nýtt húsnæði í ágúst 2020. Úrbótatillögur Ljósleiðaravæðing í Borgarfirði gengur að sögn Lilju vel og tók hún fram að Borgarbyggð hafi farið í samstarf við ýmsa aðila varðandi lagningu ljósleiðara og nefndi þar m.a. samstarf við Rarik um lagningu þriggja fasa rafmagns samhliða ljós- leiðara á Mýrum. Þá sagði hún frá verkefni þar sem Borgarbyggð fékk Capacent og sérfræðinga þaðan til að taka út ákveðna þætti í stjórn- sýslunni og útfæra tillögur og hug- myndir til úrbóta. Sagði hún þetta meðal þess sem sveitarstjórn er að gera til að bæta þjónustu í sveitar- félaginu. Útboð vegna fram- kvæmda í Bjargslandi Á fundinum minntist Lilja lauslega á að töluverðum fjármunum eigi að verja í gatnagerð í Bjargslandinu. Spurningar bárust um þær fram- kvæmdir þar sem spurt var hvers vegna verkið hafi ekki verið boð- ið út. Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulags- sviðs, útskýrði að ákveðið hafi ver- ið að byrja á jarðvegsskiptum til að flýta fyrir framkvæmdum svo hægt væri að úthluta lóðum en að stærsti hluti verksins muni fara í útboð. Orkuveitan og Borgarbyggð Þegar Lilja hafði lokið máli sínu tók Halldóra Lóa Þorvaldsdótt- ir til máls og fór yfir stöðu Borg- arbyggðar í sambandi við Orku- veitu Reykjavíkur. Halldóra Lóa fór inn í stjórn OR síðastliðið haust og hefur síðan þá skoðað samninga sveitarfélagsins og OR í þeim til- gangi að lækka gjaldskrár í Borgar- byggð. Gjaldskrár Borgarbyggðar eru töluvert hærri en hjá nágranna- sveitarfélögum. Borgarbyggð er með 32,5% hærri fráveitugjöld, 42% hærra fastagjald neysluvatns og 62% hærra fermetraverð og út- skýrði Halldóra Lóa ástæður fyr- ir því. Borgarbyggð kom inn í OR árið 2004 og var þá gerður ótíma- bundinn samningur. útséð var að ráðast þyrfti í framkvæmdir í sveit- arfélaginu varðandi viðhald á vatns- málum svo gerð var kostnaðaráætl- un sem hljóðaði upp á 530 milljón- ir. Þurfti þáverandi sveitarstjórn að taka ákvörðun um hvort ætti að gefa eftir hlut Borgarbyggðar í OR, sem er um 0,92%, upp í þennan kostn- að eða taka á sig hækkaða gjald- skrá. Ákveðið var að hækka gjald- skrá og er staðan sú í dag að enn er gjaldskrá í Borgarbyggð mun hærri en annars staðar á veitusvæð- inu. nú er ljóst að kostnaðurinn við framkvæmdirnar var töluvert meiri en búið var að gera ráð fyrir og er kostnaðurinn í dag kominn upp í 4,2 milljarða og er framkvæmdum þó ekki enn lokið. Halldóra Lóa sagði OR líta svo á að Borgarbyggð hafi gert góðan samning en að Borgarbyggð sé á öðru máli. Hún hefur nú falast eftir upplýsingum, gögnum og útreikningum til að fá staðfestingu á því í hvað pening- urinn hefur farið og hefur sveitar- stjórn fengið til liðs við sig aðila til að skoða þetta mál fyrir hönd Borg- arbyggðar og sjá hvort hægt sé að gera eitthvað í þessari stöðu í þágu íbúa. Halldóra Lóa sagðist bjartsýn fyrir að hægt verði að lækka gjald- skránna en ítrekaði að það þyrfti þó alltaf að vera réttlátt fyrir alla aðila. „Orkuveitan ætlar náttúrulega ekki að gefa okkur neitt, eða öllu held- ur hinir eigendur Orkuveitunnar, eðlilega. Við myndum ekki heldur vilja gefa okkar hlut,“ sagði Hall- dóra Lóa. Þurfum að meta hvers virði OR er nokkur umræða myndaðist um gjaldskrá OR. „Þetta er flókin staða og við þurfum að finna bestu lausnina fyrir okkur og ég er til í að skoða allar leiðir. Ég persónulega er til í að skoða að selja orkuveit- una en ég veit að það eru ekki allir sammála mér um það, innan míns flokks eða annars,“ sagði Halldóra Lóa. Magnús Smári Snorrason tók því næst orðið og sagði að þetta væri mál sem þurfi nú að skoða og finna út hver beri ábyrgð á að kostnaður hafi farið svo langt fram úr áætlun. Þá sagði hann það ljóst að Orku- veitan myndi helst vilja losna við Borgarbyggð ef sveitarfélagið myndi borga með sínum eignar- hlut upp í topp. „En við þurfum að meta hvers virði er þetta félag fyr- ir okkur? Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við eigum ekki að eiga í orkufyrirtækjum,“ sagði Magnús og Lilja ítrekaði þá að verið væri skoða réttarstöðu sveitarfélagsins í sambandi við OR. Gunnlaugur A júlíusson fór yfir ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2018. Skessuhorn hefur þeg- ar greint frá ársreikningi Borgar- byggðar fyrir síðasta ár og kom þar m.a. fram að rekstrarniður- staða ársins fyrir samstæðu A og B hluta var jákvæð um 502 milljónir króna. arg Líflegar umræður á íbúafundi í Hjálmakletti Fulltrúar í sveitarstjórn, sveitarstjóri og sviðsstjórar sátu fyrir svörum í lok fundar. Gestir á íbúafundi í Hjálmakletti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.