Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Orsök og afleiðingar Sigríður Karlsdóttir lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérleg áhuga- manneskja um mannlegt eðli skrifaði mjög svo áhugaverðan pistil á Fa- cebook síðu sína í liðinni viku. Ég þekki konuna ekki, en pistill hennar vakti athygli mína. Í honum fjallar hún um kvíða og áhyggjur ungs fólks. Miklum kvíða fylgir jafnvel neysla af ýmsu tagi. nefnir hún að læknar hafi dælt út í samfélagið morfíni og öðrum ópíumskyldum lyfjum vegna alls konar ástæðna. Sumar ástæðurnar eru skiljanlegar, aðrar alls ekki. Þar við bætist svo smygl og sala á sambærilegum efnum og jafnvel enn hættulegri þar sem innihaldslýsingar vantar. Rifjar Sigríður upp að Ís- land er nú í öðru sæti yfir dauða af völdum ofneyslu lyfja. Þetta hefur reyndar komið oft fram í ræðu og riti á undanförnum misserum, ekki síst að frumkvæði baráttukonunnar Báru Tómasdóttur. Í pistlinum bendir Sigríður á að við verjum háum fjárhæðum í for- varnir. „Við tölum um vandamálið. Tökum andköf. Horfum með tárin í augunum á þetta fólk. Skiptum svo um stöð. Þetta er hræðilegt, segjum við. Yfirvöld herða reglur. Yfirvöld njósna um lækna. Setjum upp kerfi sem gerir það að verkum að þessar pillur fari ekki í umferð! útrýmum vandanum með því að taka dópið. Setjum unglinginn í straff!“ Hún seg- ir allt snúast um hvernig kerfið meðhöndlar afleiðingar vandamálsins en ekki orsakir þess. Vandamálið segir hún í flestum tilfellum áralanga vanlíðan ungmenna sem kunna ekki önnur ráð en að slökkva á þessari ógeðslegu tilfinningu sem herjar á þau, kvíðanum. „Ungmenni í vellíð- an og með rými til að vinna úr því sem lífið hendir til þeirra, er í miklu minni hættu að velja sér skaðlegar aðstæður.“ Sigríður vill þó ekki al- hæfa, enda þekkir hún mörg dæmi þar sem ungt fólk, ekki í neyslu, læt- ur undan þrýstingi og tekur inn, jafnvel bara eina töflu, veikist illa eða deyr. Slík dæmi þekkjum við. Hún vill að peningar séu lagðir í að vinna með kvíðann hjá ungmenn- um. Setja orkuna í heimilin og skólana sem hafa það hlutverk að halda utan um unga fólkið. „Leyfa nemendum að tjá sig, kenna þeim að tala um tilfinningar, kenna þeim að vinna úr þeim, kenna þeim að það sem þeir hugsa er eðlilegt og geta sagt upphátt með reisn: „Mér líður ekki vel ég þarf hjálp.“ Og það er í alvöru til hjálp sem lætur kvíðann fara, eða minnkar hann,“ skrifar Sigríður. Þarna skrifar heilsuráðgjafi og leiðbeinandi í lífsleikni um hvernig við berjumst sífellt við birtingarmyndir vandamáls, ekki vandamálið sjálft, eða orsakir þess. En auðvitað eru þær fjölmargar í samfélagi sem tek- ur hröðum breytingum. Það er mín skoðun að ef við eigum að greina af hverju þetta vandamál er stærra nú en það var fyrir nokkrum árum, þurfum við að skoða hvað hafi breyst. Þá kemur fyrst og fremst eitt upp í huga minn. Getur verið að ungu fólki vanti verkefni við eitthvað annað en tölvu- og/eða snjalltækjanotkun daginn út og inn? Má rekja félagsleg vandamál til ofnotkunar þessara tækja, sem vissulega eru almennings- eign í dag, en voru það ekki fyrir áratug? Má vera að þessar rafvæddu barnapíur og nánast uppalendur, og efni sem þær flytja, séu einfaldlega þær verstu sem í boði eru? Tæki sem sífellt kalla fram neikvæðan sam- anburð, eru jafnvel eineltistæki og þar að auki senda frá sér rafbylgjur sem engum eru hollar? Er þetta hugsanlega sami orsakavaldur og leiðir til kulnunar í starfi hjá fólki á öllum aldri. ja, það skyldi þó aldrei vera? Allavega þykist ég vita að til er fólk sem er svo háð þessum tækjum að það veldi frekar að missa fingur en vera án síma í mánuð. Skal því engan undra að unga fólkið sé ráðvillt og fyllist kvíða. Hér þarf því hugarfars- breytingu, jafnvel byltingu, sem felst í að við hættum að steikja í okkur heilann. Magnús Magnússon Hin blíða veðrátta í vor og í upp- hafi sumars hefur heldur bet- ur hleypt lífi í garðræktina hjá íbúum um vestanvert land- ið. Í gróðrarstöðinni Gleym mér ei við Sólbakka í Borgar- nesi hefur vorið verið ansi líf- legt að undanförnu, að sögn Sæ- dísar Guðlaugsdóttur SEM rek- ið hefur stöðina undanfarin 33 ár. Það sem af er sumri hefur óvenju mikið verið að gera í sölu sumarblóma en einnig í mat- jurta- og trjáplöntusölu. „Sal- an fór snemma í gang og hefur verið óvenju lífleg í góða veðr- inu. Margir sem eru snemma á ferðinni að kaupa blóm og ann- an gróður og gera fallegt í kring- um sig. Þá merki ég mikla fjölg- un viðskiptavina af Akranesi enda hætti þar verslunin Gróska rekstri á árinu. Ég vona þó að eiga nóg af plöntum fyrir mína föstu viðskiptavini, sem marg- ir sýndu mér ótrúlega tryggð í fyrrasumar, þegar veðráttan gaf sjaldnast tilefni til garðyrkj- ustarfa,“ sagði Sædís þegar rætt var við hana fyrir helgi. Opið er í Gleym mér ei alla daga frá klukk- an 10 til 18. mm Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðsfélags Akraness lýsir þungum áhyggjum af hækkun raf- orkuverðs til íslenskrar stóriðju. Vísar hann í hækkun Landsvirkj- unar á rafmagni til Elkem Ísland á Grundartanga í kjölfar gerðardóms sem nýlega féll og greint er frá í frétt hér að ofan. „Ég skal fúslega viðurkenna að ég óttast innilega um atvinnuöryggi minna félagsmanna á Grundartanga eftir að í ljós kom að umtalsverð hækkun mun verða á raforku til Elkem, enda hefur fyr- irtækið í gegnum árin og áratugina verið að berjast fyrir tilveru sinni,“ skrifar Vilhjálmur á bloggsíðu sinni. „Það liggur fyrir að ef aug- lýst raforkuverð sem Landsvirkj- un vill fá fyrir raforkuna hefði orð- ið að veruleika þá má segja að nán- ast öruggt hefði verið að fyrirtæk- inu hefði verðið lokað og hundr- uð starfsmanna misst lífsviðurværi sitt. Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki náð í gegn sínu auglýsta raf- orkuverði sem þeir vilja fá, þá mun þessi umtalsverða hækkun ógna rekstararforsendum Elkem gríðar- lega að mínu mati og um leið ógna öryggi þeirra sem þar starfa.“ Með tilliti til umræðunnar um áhrif vegna innleiðingar þriðja orkupakka ESB sem nú er deilt um á Alþingi segir Vilhjálmur: „Ég velti því fyrir mér hvort það sé stefna Landsvirkjunar að slátra rekstarf- orsendum fyrirtækja í orkufrekum iðnaði hægt og bítandi og segja svo þegar búið verður að slátra þess- um fyrirtækjum, og svipta þúsundir starfsmanna lífsviðurværi sínu, að núna sé svo mikil umframorka til að við verðum að samþykkja að leggja sæstreng til Íslands.“ Segir hann með ólíkindum að Landsvirkjun hafi verið að krefja fyrirtæki í orku- frekum iðnaði um raforkuverð sem er það hátt að þau myndi kippa allri framlegð þeirra í burtu. mm Gerðardómur hefur komist að nið- urstöðu um raforkuverð í fram- lengdum rafmagnssamningi Lands- virkjunar og Elkem Ísland ehf., vegna reksturs kísiljárnverksmiðju Elkem á Grundartanga. Kjarninn hefur eftir Herði Arnarsyni, for- stjóra Landsvirkjunar, að í niður- stöðum dómsins felist umtalsverð hækkun frá því verði sem Elkem greiddi áður. nýtt verð verður hins vegar ekki gefið upp. Upphaflegur rafmagnssamning- ur Elkem og Landsvirkjunar er frá 1975. Hefur honum verið breytt alls sex sinnum, en rekstur verk- smiðjunnar hófst sem kunnugt er árið 1979. Samningurinn gilti til ársins 2019. Í honum var kveðið á um heimild Elkem til að framlengja gildistímann um tíu ár, eða til 2029. Elkem ákvað að framlengja samn- inginn um þessi tíu ár og vísa jafn- framt ákvörðun um rafmagns- verðið til gerðardóms. Dómnum bar að taka ákvörðun um nýtt raf- magnsverð með hliðsjón af sam- bærilegum sambærilegum við stór- notendur rafmagns í málmfram- leiðslu á Íslandi. Elkem er fjórði stærsti viðskiptavinur Landsvirkj- unar og kveður samningurinn á um 127 megawött og 1.035 gígawatt- stundir. „Gott er að niðurstaða gerðar- dómsins skuli nú liggja fyrir enda hefur ferlið um nýtt rafmagnsverð verið langt og umfangsmikið. Við höfum átt farsæl viðskipti við El- kem og forvera þess í rúm 40 ár og lítum björtum augum til áfram- haldandi samstarfs við fyrirtækið,“ segir Hörður Árnason í tilkynningu á vef Landsvirkjunar. kgk Ofngæslumenn ræða saman í töppunarsal verksmiðju Elkem á Grundartanga. Deigla með kísiljárni í baksýn. Ljósm. úr safni/ Elkem Ísland. Raforkuverð til Elkem hækkar Óttast að Landsvirkjun sé vísvitandi að svæla stórfyrirtæki út Mikið að gera í Gleym mér ei

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.