Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201916 Gítarleikarinn Eðvarð Lárusson frá Akranesi hefur fyrir löngu síð- an skapað sér nafn sem einn fremsti gítarleikari landsins. Eðvarð, eða Eddi Lár, eins og hann er jafnan kallaður, hefur leikið í fjölmörg- um hljómsveitum í gegnum tíð- ina og komið fram með ótal tón- listarmönnum við hin ýmsu tæki- færi. Auk þess hefur hann um árabil kennt ungum og upprennandi tón- listarmönnum í Tónlistarskólan- um á Akranesi, til að mynda Dav- íð Þór jónssyni, Kristjáni Grétars- syni og Þorleifi Gauki Davíðssyni svo aðeins örfáir séu nefndir. Það er því óhætt að segja að Eddi hafi sett mark sitt á tónlistarlíf Akra- ness og landsins alls frá því hann sló fyrstu hljómana á gítarinn sem barn. Hann var á síðasta ári valinn bæjarlistamaður Akraness og ætlar að þakka fyrir sig með tónleikum á Gamla Kaupfélaginu sunnudaginn 16. júní næstkomandi, síðasta dag- inn sem hann ber þessa heiðurs- nafnbót. Tónleikarnir bera einfald- lega yfirskriftina Kvöldstund með bæjarlistamanni. Eddi Lár segir frá gítarnum, tónlistinni og tónleikun- um sem framundan eru í Skessu- horni vikunnar. Langaði bara að spila „Ég var átta eða níu ára þegar ég byrjaði að spila. Bróðir minn kom svífandi heim með einhvern gít- ar og nokkur grip í farteskinu sem hann kenndi mér,“ segir Eddi. Blaðamaður hafði heyrt því fleygt að Eddi hefði verið orðinn betri en bróðir sinn nánast um leið og hann snerti strengina. „Ég varð húkkt al- veg um leið, gat ekki hætt að spila og fór hratt fram. næstu árin spil- aði ég mikið og sem unglingur gerði ég fátt annað en að spila, lok- aði mig bara inni í herbergi, spilaði með plötum og lærði lög eftir eyr- anu,“ segir hann. „Ég fór ekki í tón- listarskóla fyrr en seinna. Þegar ég var unglingur var ekki kennt á gítar í tónlistarskóla. Það var bara norm- ið þá og sá hugsunarháttur enn við lýði í tónlistarskólum að ákveðin músík þótti merkileg og önnur var bara ekki kennd. Það var bara kennt á ákveðin hljóðfæri og þegar loksins var byrjað að kenna á gítar var það að sjálfsögðu bara klassískur gítar- leikur,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en töluvert seinna að yfirleitt var farið að kenna rytmíska músík í tónlistarskólanum. Ég fór því ekki í skólann fyrr en ́ 78 eða ́ 79, var í tvö ár og hætti svo. Fór bara að spila á böllum og svona og fór ekki aftur í tónlistarskólann fyrr en ég byrjaði að kenna þar sjálfur um miðjan ní- unda áratuginn. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði nú að læra eitthvað,“ segir hann og hlær við. „Ég er bú- inn að kenna við Tónlistarskólann á Akranesi meira og minna allar götur síðan. Ég tók mér fimm ára pásu eftir aldamótin en byrjaði síð- an aftur hrunárið mikla 2008,“ bæt- ir hann við. Aðspurður segir Eddi að hann hafi ekki tekið upp gítarinn vegna töfra hljóðfærisins sjálfs. Hann hafi fyrst og fremst haft þörf fyrir að spila tónlist. „Það var ekkert sér- stakt sem heillaði mig við gítar- inn, nema bara að hann er hljóð- færi og mig langaði bara að spila. Mig langaði reyndar alltaf að læra á píanó, miklu meira en á gítar. En ég hafði ekki kost á því, það var ekki til píanó heima og þess vegna fór ég að spila á gítar. Ég vildi bara spila á hljóðfæri,“ segir hann. „En ég spila á píanó og hef gert í og með lengi, en mest bara fyrir sjálfan mig. Ég reikna þó með að spila aðeins á píanóið á tónleikunum 16. júní,“ segir hann. Njálssaga og Skagalög Þeir tónleikar verða haldnir á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi og þar kemur Eddi fram ásamt tveim- ur hljómsveitum. Fyrir hlé stíg- ur hljómsveitin njálssaga á svið og flytur svokallaða njálssögu, úrval af lögum neil Yong. „neil Young hef- ur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var krakki. Ég hef reyndar ekki mikið spilað músíkina hans í gegn- um tíðina en alltaf hlustað mikið á hann. Fyrsta platan sem ég keypti mér var After the Gold Rush. Pró- grammið mun mikið til saman- standa af lögum af þeirri plötu, sem og af næstu plötu hans, Har- vest. Lögin verða þarna sett í svolít- ið annan búning, í grunninn útsett fyrir gítartríó,“ segir Eddi. njáls- sögu flytja með Edda þeir Pét- ur Sigurðsson bassaleikari og Karl Peter Smith trymbill, auk þess sem Þorleifur Gaukur Davíðsson munn- hörpuleikari verður sérstakur gest- ur. „Eftir hlé verða síðan Skagalög á dagskránni og þá tekur við hljóm- sveitin Sementsstromparnir. Þá leika með mér Birgir Baldursson á trommur, Valdimar Olgeirsson á kontrabassa og Þorleifur Gaukur á munnhörpu og kjöltugítar,“ seg- ir Eddi. „Skagalögin eru allt dæg- urlög frá Akranesi. Á dagskránni er allt frá Dumbó og Steina og Tedda Einars til Tíbrár, Orra Harðar, Ska- gakvartettsins og svo mætti lengi telja,“ bætir hann við. Alltaf heillaður af spuna Í gegnum tíðina hefur gítarleik- ur Edda þróast sem og tónlistar- smekkurinn hans sjálfs. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref kveðst hann, eins og fleiri gítarleikar- ar, hafa haldið mikið upp á bresku blúsrokkarana, Eric Clapton, jimmy Page og fleiri. „Það þróað- ist síðan yfir í meira progg þegar ég var unglingur. Ég hlustaði mik- ið á Yes og hélt upp á gítarleikara þeirrar sveitar, Steve Howe,“ segir hann. „Í seinni tíð tók síðan djass- deildin við og þar er af nógu að taka. joe Pass er í miklu uppáhaldi hjá mér, sem og Wes Montgomery og síðan meira módern djassgítar- leikarar eins og Bill Frisell. Hann spilar eiginlega blöndu af djassi og öllum fjandanum. Hugmyndin að njálssögu er nú eiginlega stolin frá honum. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér plötu þar sem hann setur tónlist john Lennon í eigin búning,“ segir Eddi. „Djassinn hefur verið að þróast svolítið í þá áttina undanfarin 20 ár kannski. Áður var mjög algengt að menn byggðu prógrammið sitt upp á standördum, sem allir þurftu að kunna og svo var spunnið inn- an þess ramma sem veittist hverju sinni. En í seinni tíð hafa djasstón- listarmenn gert töluvert af því að taka önnur dægulög og setja þau í djassbúning. Djassinn hefur þann- ig opnast mikið undanfarna ára- tugi og mörkin eru alltaf að verða óljósari,“ segir hann. „neil Yo- ung prógrammið verður til dæmis þannig að áhorfendur munu ekk- ert endilega upplifa að þeir séu að hlusta á djass. En lögin verða samt flutt með djass attitjúti og eru útsett með impróvíseringar í huga,“ segir hann og brosir. „Spuninn er lykil- atriði í þessari músík. Það er allt- af gert ráð fyrir spuna og ég hugsa að hann sé það sem ég heillaðist af við djassinn. Ég hef alltaf verið gef- inn fyrir spuna frá því ég byrjaði að spila. Hann á sér vissulega sinn stað í blúsnum og rokkinu en það er að- eins meira tjalleins að takast á við hann í djassinum,“ segir Eddi sem kveðst alltaf hafa fengið frelsi til að spinna í öllum þeim hljómsveitum sem hann hefur spilað með. „Og ég hef líka bara veitt mér það frelsi,“ segir hann og hlær við. Stefnir á upptökur Eddi hefur spilað með ótal tónlist- armönnum í gegnum tíðina. Hann var í Tíbrá í gamla daga og seinna í Strax með Pétri Kristjánssyni og Kombóinu með Ellen Kristjáns. Lengi vel hefur hann leikið með Stórsveit Reykjavíkur, um ára- bil með Andreu Gylfadóttur og þá hefur hann komið fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands,. Svo mætti lengi telja og tónlistarmennirnir sem Eddi hefur komið fram með skipta hundruðum. „Heilt yfir hef- ur þetta allt saman bara verið mjög skemmtilegt og fjölbreytt, alls kon- ar músík sem ég hef fengist við í gegnum tíðina. Mörg fjölbreytt og skemmtileg gigg hef ég spilað til dæmis með Stórsveit Reykjavík- ur og þá hefur mér alltaf fundist gaman að spila með sinfóníuhljóm- sveitinni þegar ég hef fengið tæki- færi til þess. Mörg minni atriði hafa líka verið einstaklega vel heppnuð. Það er alltaf skemmtilegast þegar kemistrían á milli spilaranna er góð og þarf ekki mikið að vera að orða hlutina heldur er bara talið í og spilað og allt smellur,“ segir Eddi. En hvað er næst á dagskrá hjá gítarleikaranum, að loknum tón- leikunum 16. júní? „Ég ætla bara að halda áfram að spila og reyna líka að taka upp. Stefnan er að fara í stúdíó, taka upp njálssöguna og gefa hana út helst í haust. Það er kannski það sem ég á helst eftir að gera sem tónlistarmaður. Ég hef alltaf verið á hliðarlínunni í gegn- um tíðina, í hljómsveitum eða hluti af hóp. Ef til vill á ég eftir að gefa meira út í framtíðinni undir eigin nafni ef þetta kemur vel út,“ segir Eddi Lár að endingu. kgk Eddi æfir hér með þeim Flosa, Eiríki og Sigurþóri Þorgilssyni bassaleikara fyrir tónleikana Ungir/gamlir árið 2015. „Mig langaði alltaf að læra á píanó“ - segir Eðvarð Lárusson gítarleikari og bæjarlistamaður sem undirbýr nú tónleika Eddi Lár leikur hér ásamt Andreu Gylfadóttur á 17. júní á Akranesi síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni. Eddi sló að sjálfsögðu nokkra vel valda hljóma fyrir blaðamann þar sem þeir ræddu saman í gítarstofunni í Tónlistarskólanum á Akranesi. Ljósm. kgk. Eddi hefur spilað með fjölmörgum hljómsveitum og tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Hér er hann ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Tíbrá frá Akranesi á gullaldarárum sveitarinnar um miðjan níunda áratuginn. F.v. Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trymbill, Eddi Lár gítarleikari, Kári Waage söngvari og Jakob R. Garðarsson bassaleikari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.