Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201922
„Það er svo gott veður að maður
vill helst ekki fara inn,“ segir Erling
Markús Andersen þegar blaðamað-
ur kíkti á verkstæðið til hans fyrir
helgi við Ægisbraut á Akranesi. Er-
ling Markús smíðar á verkstæðinu
líkön af ýmsum skipum og bátum
sem hafa vakið áhuga hans í gegn-
um tíðina. Hann bauð blaðamanni
að kíkja inn fyrir þar sem fallegt lík-
an af Sæbóli IS var það fyrsta sem
greip augað. Erling Markús byrj-
aði að smíða skipslíkön fyrir nærri
17 árum og hefur síðan þá varið frí-
tíma sínum að mestu í það, en hann
á ekki langt að sækja áhugann fyrir
bátasmíðinni. Pabbi hans var skipa-
smiður og afi hans var einnig lið-
tækur í skipasmíðum. „Ætli þetta sé
ekki bara í genunum,“ segir Erling
Markús og brosir um leið og hann
dregur fram líkan af litlum árabáti.
„Þetta er fyrsti báturinn sem ég
gerði en þetta hefur nú þróast mik-
ið síðan og bátarnir eru öllu flottari
hjá mér núna,“ segir hann.
Líkar vel á Akranesi
Erling Markús hafði búið í Hafn-
arfirði í 46 ár áður en hann flutti á
Akranes fyrir nærri þremur árum.
Hann er bifvélavirki að mennt en
fann fljótt að það starf átti ekki við
hann svo hann snéri sér að öðru.
Hann var í ellefu ár á sjó og vann
svo lengi sem sölumaður þar sem
hann seldi bændum dráttarvél-
ar og önnur tæki fyrir búskapinn.
Áður en hann hætti að vinna var
hann húsvörður í verslunarmið-
stöðinni Firði í Hafnarfirði. En af
hverju flutti hann á Akranes? „Erla,
barnabarn okkar hjónanna og Gísli
jónsson maðurinn hennar, búa hér
á Akranesi. Þau vildu endilega fá
okkur nær og fundu fyrir okkur
flotta íbúð á áttundu hæð í blokk-
inni við Stillholt. Þar erum við með
útsýni yfir allan Faxaflóann. Gísli
útvegaði mér líka þetta verkstæði,
sem er um helmingi stærra en það
sem ég var með í Hafnarfirði, svo
hér erum við með allt sem við þurf-
um og líkar vel,“ svarar hann.
Myndi vilja getað boðið
fólki að sigla
Það vekur athygli blaðamanns að
á verkstæðinu eru fjarstýringar og
Erling Markús útskýrir að sum
skipana hafi mótor. „Það er hægt að
sigla þessum skipum,“ segir hann
og brosir. „Þegar ég bjó í Hafnar-
firði fór ég oft með skipin að tjörn-
inni að sigla. Svo komu oft krakkar
og aðrir að fylgjast með og prófa,“
bætir hann við. Spurður hvort hann
sé þá ekki rosalega vinsæll meðal
barnabarnanna hlær hann og seg-
ist vera mjög vinsæll afi. „Það er
dálítið leiðinlegt að hér á Akranesi
er engin aðstaða fyrir mig að sigla
skipunum og bjóða fólki að prófa.
Það væri hægt að gera fína aðstöðu
í tjörninni í Skógræktinni en það
þyrfti að hreinsa hana fyrst. Skóg-
ræktin er skjólsæl og það væri upp-
lagður staður til að bjóða fólki að
prófa skipin,“ segir Erling Markús.
Sjálfur fær hann að fara með skipin
í tjörn rétt við Akrafjall. „Ég samdi
við bóndann sem á landið um að
ég mætti koma þangað að sigla. En
ég get ekki boðið öllum með mér
þangað til að prófa,“ segir hann.
Fríða Aðalvík í
miklu uppáhaldi
Meðal þeirra skipa sem standa í hill-
unum á verkstæði Erlings Markús-
ar eru northwestern, Sæfari II AK,
Fríða Aðalvík, Sæból IS, Darri EM
og fleiri. „Ég stalst nú eiginlega til
að gera líkan af Sæfara. Ég sá þetta
fallega skip við höfnina á Akureyri
og stóðst ekki að taka myndir og mál
af því,“ segir hann og brosir. „Fríða
Aðalvík er skip afa míns og það skip
er því í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo held ég mikið upp á Darrann
líka, það er svo gaman að sigla hon-
um.“ Skipin smíðar Erling Markús
að mestu úr ösp sem hann fær úr
Skorradalnum og þurrkar sjálfur og
sagar niður. „Öspin er svo meðfæri-
leg og sveigjanleg, lang besta efn-
ið í svona smíði. Svo nota ég líka
stundum furu, eik og mahony. Það
er mikilvægt að hafa meðfærileg-
an við, þetta er nákvæmnisvinna og
hver millimeter skiptir máli og svo
er mikilvægt að hafa nóg af þolin-
mæði,“ segir hann og hlær.
Bátarnir hjarta Akraness
Á verkstæðinu má sjá ýmislegt ann-
að en báta sem Erling Markús hef-
ur smíðað en hann segist stundum
taka sér pásur frá bátunum og smíð-
ar þá eitthvað allt annað. „Ég hef
smíðað ýmsilegt í gegnum tíðina og
hef til dæmis gert líkön að brúm,“
segir hann og bendir á ljósmyndir
sem hanga uppi á vegg. Þar er m.a.
mynd af líkani af Hvítárbrú í Borg-
arfirði. „Þessa brú tók mig um fjóra
til fimm mánuði að gera, en þetta
var mjög skemmtilegt verkefni.
Brúin er nú til sýnis á Fornbílasafn-
inu í Brákarey.“ Aðspurður segist
hann ekki hafa haldið sýningu með
bátunum en að hægt sé að koma á
verkstæðið og fá að skoða ef fólk
vill. „Þegar ég vann í Firði gat ég
stundum sett upp nokkur skip þar
til sýnis en það er hvergi hægt hér
á Akranesi. Það er synd að hér sé
hvergi aðstaða fyrir svona sýningu
og bara sýningu á öllum gömlu bát-
unum. Bátarnir eru hjarta Akra-
ness og það má ekki glata því,“ seg-
ir Erling Markús. „Fólk hefur alveg
komið hingað til mín að skoða en
þetta er bara verkstæði og hér fyll-
ist allt af ryki þegar ég er að vinna.
Það er því kannski ekkert skemmti-
legt að skoða skipin við þær að-
stæður,“ bætir hann við. Aðspurður
segir hann allt sem hann smíði sé til
sölu ef fólk hefur áhuga. arg
„Bátarnir eru hjarta Akraness og það má ekki glata því“
segir Erling Markús Andersen sem hefur bátasmíðina í genunum
Erling Markús hefur í nærri 17 ár smíðað líkön af skipum og bátum sem vakið hafa áhuga hans. Hér er hann að prófa
mótorinn í bát sem hann er að smíða.
Þessi árabátur var fyrsta bátslíkanið sem Erling Markús smíðaði.
Í efra horninu hægra megin má sjá mynd af afa Erlings Markúsar og frænda við
smíðar. Stóra myndin er af Fríðu Aðalvík, bátnum sem afi hans átti.
Ljósm. úr einkaeigu.
Hér er dráttarbátur kominn til að
bjarga Ljósfara í land.
Ljósm. úr einkaeigu.
Erling Markús hefur einnig smíðað
líkan af Hvítárbrú í Borgarfirði.
Ljósm. úr einkaeigu.
Hér er Fríða Aðalvík, bátur sem afi Erlings Markúsar átti, og seglskúta.
Bátarnir sem Erling Markús hefur smíðað geymir hann í hillu á verkstæðinu sínu
og þangað geta gestir komið og fengið að skoða þá.
Tveir á siglingu.