Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201928
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Við erum það sem við borðum.
Fyrir tíu árum gerðumst við að-
ilar að matvælalöggjöf EES. Til-
gangur matvælalöggjafar EES
snýr að því að auka gæði matvæla
og bæta stöðu neytenda. Við ger-
um miklar kröfur til innlendr-
ar matvælaframleiðslu og í þeirri
stöðu eiga neytendur rétt á því að
sambærilegar kröfur séu gerðar
til innfluttra matvæla.
Öryggi neytenda
tryggt
Atvinnuveganefnd hefur afgreitt
út úr nefnd frumvarp á reglum um
innflutning á ferskum matvælum.
Þingflokkur Framsóknarflokks-
ins setti fyrirvara við frumvarp-
ið í vetur um að sömu gæðakröf-
ur verði gerðar til innfluttra mat-
væla frá Evrópska efnahagssvæð-
inu og gerðar eru til íslenskrar
matvælaframleiðslu og enn frem-
ur að lýðheilsa beri ekki skaða af
innflutningi sýktra matvæla.
Framsóknarflokkurinn hefur
í vetur tekið sér stöðu og verið
óhræddur við að benda á þá ógn
sem við stöndum frammi fyrir
hvað varðar fjölónæmar bakteríur.
Þessar áhyggjur eru ekki gripn-
ar úr lausu lofti. Samkvæmt Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnuninni
er sýklyfjaónæmi einhver mesta
ógn við heilsufar manna í dag.
Undir þetta taka helstu sér-
fræðingar á sviði sýkla- og veiru-
fræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur
að verja þurfi þá sérstöðu sem við
búum við á Íslandi. Á grunni sér-
stöðunnar á Ísland að vera í farar-
broddi í aðgerðum til að draga úr
útbreiðslu sýklalyfjaónæmis með
banni á dreifingu matvæla sem í
greinist sýklalyfjaónæmar bakt-
eríur.
Sú samvinna sem var viðhöfð
inn í atvinnuveganefnd skilaði
niðurstöðu sem rímar vel við
landbúnaðarkafla í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar um að Ís-
land eigi að vera leiðandi í fram-
leiðslu á heilnæmum landbúnað-
arafurðum. Auk þess boðar ríkis-
stjórnin metnaðarfull áform í
loftlagsmálum.
Aðgerðaráætlun í 17
liðum
Afgreiðsla nefndarinnar skilaði
þingsályktunartillögu sem felur í
sér 17 aðgerðaráætlanir um mat-
vælaöryggi og vernd búfjárstofna
hér á landi. Þar kveður á um bann
við dreifingu kjöts sem inniheld-
ur kamfýlobakter og salmonellu
og átak til að draga úr útbreiðslu
sýklalyfjaónæmra baktería á Ís-
landi á grundvelli lýðheilsusjón-
armiða sem leiða mun til banns
á dreifingu matvæla sem inn-
héldi slíkt. Framsóknarflokkur-
inn hefur lagt áherslu á að end-
urskoða þurfi tollasamning land-
búnaðrafurða þar sem forsendu-
brestur verður við úrsögn Breta
úr ESB. Því hefur nefndin kom-
ið skýrt til skila við ríkisstjórnina
að vinna að greiningu að áhrifum
samningsins á íslenskan landbún-
að og neytendur. Komi í ljós að
forsendubrestur hafi orðið vegna
áðurnefndra atriða er því beint til
ríkisstjórnarinnar að endurskoða
tollasamninginn um landbúnað-
arvörur.
Liður í aðgerðum í
loftlagsmálum
Kolefnisfótspor og önnur um-
hverfisáhrif íslensks grænmetis
og annarra afurða garðyrkjunnar
eru miklu minni en þess innflutta.
Það á einnig við í innlendri fram-
leiðslu á kjöti. Því er í ljósi fæðu-
öryggis, umhverfisþátta og orku-
nýtingar skynsamlegt að hvetja til
meiri innlendrar framleiðslu.
Það er okkar hlutverk að hlúa
að því góða og verja það sem gott
er í samvinnu við alþjóðasamfé-
lagið. Leggjum okkar að mörkum
í átt að umhverfisvænu og heil-
brigðari lífi.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Höf. 7. þingmaður NV kjör-
dæmis.
Fersk og
örugg matvæli
Tveir nýir panna-vellir hafa ver-
ið teknir í notkun á Akranesi. Um
er að ræða litla átthyrnda fótbolta-
velli þar sem hægt er að spila hraða
og skemmtilega fótboltaleiki, einn
á móti einum. Akraneskauptaður
keypti fjóra slíka velli í samstarfi
við Íþróttabandalag Akraness og
Knattspyrnufélag ÍA. Fyrstu tveir
voru teknir í notkun síðastliðinn
miðvikudag, annar við Brekkubæj-
arskóla og hinn við Grundaskóla.
Til stendur að setja einn völl til
viðbótar á Merkurtún og annan við
ærslabelginn fyrir neðan Akranes-
höllina á jaðarsbökkum.
kgk Völlurinn við Brekkubæjarskóla prófaður. Ljósm. Akraneskaupstaður.
Tveir nýir panna-vellir á Akranesi
„Það er ekki nóg að þýða bæklinga
á erlend tungumál til að ná betur
til foreldra barna af erlendum upp-
runa. Betra er að hitta foreldrana,
afhenda þeim upplýsingar á máli
viðkomandi, ræða við þá um nauð-
syn þess að börnin þeirra stundi
íþróttir í skipulögðu starfi og fylgja
málinu eftir. Við gerðum meira og
fengum til liðs við okkur pólska
konu til að tala við fólk sem hefur
flutt hingað frá Póllandi. nú hef-
ur iðkendum fjölgað í okkar deild,“
sögðu þær Þórey Guðný Marinós-
dóttir og Margrét Sigurvinsdótt-
ir. Þessi orð létu þær falla á opn-
um fundi sem ÍSÍ og UMFÍ héldu
nýverið. Þar voru sagðar sögur af
því hvernig íþrótta- og ungmenna-
félögum hefur gengið að kynna
íþróttastarf fyrir fólki af erlendum
uppruna og ná betur til barna er-
lendra foreldra.
ÍSÍ og UMFÍ ýttu verkefninu
Vertu með! úr vör í fyrrahaust.
Þar voru kynntir bæklingar um
starfsemi íþrótta- og ungmenna-
félaga landsins, æfingagjöld, frí-
stundastyrkir og fleiri upplýsing-
ar. Fimm styrkir voru veittir til að
halda áfram með verkefnið. Á þess-
um fundi ÍSÍ og UMFÍ voru sagðar
sögur af því hvernig reynslan hefur
verið og hvað megi gera betur til að
ná til erlendra fjölskyldna.
Margrét Lilja Guðmundsdótt-
ir hjá Rannsóknum og greiningu
fjallaði um muninn á íþróttaiðkun
barna af erlendum uppruna og ís-
lenskra barna sem eiga íslenska for-
eldra. Hún sagði töluverðan mun
þar á, vísbendingar væru um að
hlutfallslega fleiri börn íslenskra
foreldra eða foreldra þar sem ís-
lenska er töluð á heimilinu stundi
íþróttir í skipulögðu starfi en barna
þar sem annað tungumál er talað.
Skoða verði málið betur.
juan Camilo, ráðgjafi í æskulýðs-
og fjölmenningarfærni hjá Ung-
lingasmiðju Reykjavíkurborgar,
sagði ekki nóg gert hér á landi til
að ná til fólks af erlendum uppruna
og kynna fyrir þeim það sem þeim
stendur til boða. Hann sagði m.a.
sögu af vini sínum frá öðru landi
sem hafi eignast barn. Sá hafi unn-
ið og unnið og enginn sagt honum
frá því að feður geti fengið fæðing-
arorlof!
Loks sagði Hildur Karen Að-
alsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Íþróttabandalags Akraness, reynslu-
sögu af þeirri leið sem hún notaði
til að ná betur til foreldra barna af
erlendum uppruna á Akranesi. Það
verði að gera í gegnum skólana og
fylgjast með því hvort börnin stundi
íþróttir eða ekki. mm
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA var meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn. Ljósm. umfí.
Mikilvægt að byggja brýr til að
ná betur til erlends fólks