Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 13 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Riðið verður til hátíðarmessu; lagt af stað frá Gróf kl. 10:00, Kópareykjum kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hátíðarmessa hefst í Reykholti kl. 11:00. Hangikjötsveisla hefst í Logalandi kl. 13:00. Verð 3.000 kr. fyrir 14 ára og eldri, 1.500 kr. fyrir 6 - 13 ára og frítt fyrir yngri. Hátíðarræða, fjallkona, tónlistaratriði, hoppukastalar, hópakstur forntækja, hefðbundnir leikir og hin sívinsæla karamelluflugvél. Einnig verða veittar viðurkenningar til barna sem hafa stundað íþróttir á vegum UMFR. 17. júní nefnd Ungmennafélags Reykdæla 17. júní í Reykholtsdal S K E S S U H O R N 2 01 9 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Fjölmennur kynningarfundur um þangvinnslu var haldinn í Amts- bókasafninu í Stykkishólmi þriðju- daginn 28. maí síðastliðinn. Þar var kynnt skýrsla ráðgjafanefndar um rannsóknar-, vinnslu- og afurða- miðstöð þangs í Stykkishólmi. Ráð- gjafanefndin leggur til að hafnar verði viðræður við kanadíska fyrir- tækið Acadian Seaplants Ltd., hafi bæjaryfirvöld hug á að þangvinnsla hefjist í Stykkishólmi. Íslenska kalkþörungafélagið ehf. hafði einn- ig lýst yfir áhuga á vinnslu í bæn- um. Hugmyndir og áform um þang- vinnslu í Stykkishólmi hafa verið til umræðu og meðferðar hjá bæjar- yfirvöldum um nokkurra ára skeið. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, fjallaði á fundin- um um það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og jakob Björgvin jak- obsson bæjarstjóri fór yfir aðkomu bæjarins að þessum málum. Halldór Árnason, formaður ráð- gjafanefndarinnar, kynnti skýrsl- una og greindi frá niðurstöðum nefndarinnar. Í máli hans kom fram að margir fyrirvarar eru á því hvort vinnsla á þangi muni hefjast í Stykkishólmi, meðal annars á alveg eftir að semja við landeigendur um nýtingu á þangi á þeirra landareign, en þang er slegið innan netalaga. Styrkir búsetuskilyrði nefndin telur að þörungavinnsla í Stykkishólmi komi til með að styrkja búsetuskilyrði í bænum, auka fjölbreytni atvinnulífs og styrkja rekstrargrundvöll margra þjónustu- fyrirtækja. Þegar verksmiðjan verð- ur komin í full afköst gæti störfum fjölgað um 20, auk átta afleiddra starfa. Áætlað er að fjárhagslegur ávinningur Stykkishólmsbæjar geti numið um 30 milljónum króna auk afleiddra tekna. Þá telur nefndin sömuleiðis að þörungavinnsla í Stykkishólmi gæti orðið til þess að auka rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar og sjálfbæra nýtingu sjávarfangs úr firðinum. Grundvallaratriði sé að nýta allt hráefni vel og að öflun þess sé sjálf- bær. Stefna þurfi að því að hámarka virði hráefnisins og vinna stöðugt að þróun betri afurða og vinnslu efna úr því. nefndin telur það miklu skipta fyrir bæinn að fyrirtæki sem reisi þörungavinnslu í Stykkishólmi sé tilbúið að skuldbinda sig til að byggja upp vinnslu með vísinda- legri nálgun við hlið hinnar vinnsl- unnar. Æskilegt væri að fyrirtækið setti ákveðið hlutfall af tekjum sín- um í rannsóknir og þróun. Rætt verði við Kanadamennina Ef bæjaryfirvöld hyggjast halda áfram viðræðum um þangvinnslu í Stykkishólmi leggur nefndin til að samið verði við kanadíska fyrirtæk- ið Acadian Seaplants Ltd. Einnig hafði Íslenska kalkþörungafélagið, sem er í eigu Marigot á Írlandi, lýst yfir áhuga á þörungavinnslu í bæn- um. nefndin telur bæði fyrirtækin hafa burði og reynslu til að koma á vinnslu í Stykkishólmi. Var nið- urstaðan sú að nefndin telur kan- adíska fyrirtækið hafa meiri burði og vísindalega þekkingu og reynslu til að koma vinnslunni fót og styðja við rannsóknir á efnisinnihaldi þara og þangs með virðisaukandi fram- leiðslu að leiðarljósi. Því mælir nefndin með því að bæjaryfirvöld ræði fyrst við Acadian Seaplants Ltd., verði ákveðið að halda áfram með málið. Kanadíska fyrirtækið hefur lýst sig reiðubúið að greiða fyrir ferð bæjarfulltrúa til Kanada til að skoða þangverksmiðju í þeirra eigu þar. Einn fundargesta, Grétar Pálsson, hafði orð á því á fundinum að stíga ætti varlega til jarðar við að þiggja slík boð. sá/kgk/ Ljósm. sá. Talsverðar framkvæmdir eru nú í gangi í Þjóðgarðinum Snæfells- jökli. Vinna stendur yfir við stækk- un bílastæðisins á Malarrifi. Ekki liggur fyrir hvenær þeim lýkur en það ætti þó að vera innan tíð- ar. Það er B.Vigfússon ehf sem sér um framkvæmdirnar og á fyrir- tækið að skila bílastæðinu tilbúnu til malbikunar. Aðrar fyrirhugað- ar fræmkvæmdir í Þjóðgarðinum í sumar eru meðal annars að veg- urinn út að Skálasnaga verður lag- færður. Til stendur einnig í haust að flytja salernishúsin á Djúpalóns- sandi upp að afleggjaranum niður á sandinn. Í sumar starfa fjórir land- verðir hjá þjóðgarðinum en 1. maí síðastliðinn hóf heilsárslandvörður störf við þjóðgarðinn og heilsárs- starfsmenn því orðnir þrír af þess- um fjórum. Einnig koma sjálfboða- liðar Umhverfisstofnunar og verða með nokkra hópa að störfum nú í byrjun júní. þa Ýmsar framkvæmdir í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Vel sóttur kynningarfundur um þangvinnslu Helgi Árnason, formaður ráðgjafanefndarinnar, í ræðustól. Fundurinn var þétt setinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.