Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 21 Framkvæmdir við Lýsuhólslaug eru nú á lokametrunum eftir mikl- ar endurbætur. Að sögn Sigrúnar H Guðmundsdóttur frá Kálfárvöllum er stefnt að opnun laugarinnar um næstu helgi. „Það er í sjálfu sér allt klárt fyrir utan smávegis frágang og fínpússun. Vonandi verður hægt að opna um helgina en það er ekki al- veg öruggt, annars opnum við bara í næstu viku,“ segir hún. „Þetta er í rauninni núna undir smiðun- um komið hversu lengi þeir eru að klára. En það eina sem er eftir er að klára veggina í kringum laugina og smávegis frágangur á lóðinni,“ seg- ir Sigrún. Aðspurð segir hún ekki enn vera komið vatn í laugina. „Við ætlum að enda á að fylla laugina, þegar það er búið að þrífa allt vel eftir framkvæmdirnar,“ segir hún. arg Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt uppskeruhátíð á þriðjudaginn í liðinni viku í Íþróttahúsi Grund- arfjarðar. Þá voru hoppukastalar settir upp þar sem krakkarnir gátu ærslast og svo var vatnsbyssustríð í sundlauginni. Eftir öll ærslalæt- in voru grillaðar pylsur fyrir gesti sem var vel þegið. Uppskeruhátíðin heppnaðist frábærlega og voru iðk- endur félagsins leystir út með veg- legri gjöf frá Ungmennafélaginu. Ungmennafélagið stóð fyr- ir vinnudegi á fimmtudaginn. Þá voru félagsmenn hvattir til að mæta á íþróttavöllinn og hjálpa til en næg voru verkefnin sem þurfti að inna af hendi. Varamannaskýl- in voru máluð, lappað upp á grind- verkið, stökkgryfjur hreinsaðar ásamt því að völlurinn var merktur og gerður tilbúinn fyrir sumarið. Góð mæting var og sást það ber- lega á íþróttavellinum eftir að góð- um degi lauk. tfk Ærslabelgir verða settir upp í Ólafs- vík og Hellissandi í vikunni. Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun Snæ- fellsbæjar að fjárfesta í tveimur slík- um og nú hefur verið ákveðið hvar þeir eiga að vera. Ærslabelgurinn í Ólafsvík verður á opna svæðinu fyrir neðan heilsugæslustöðina og belgurinn á Hellissandi verður við Munaðarhöllina. Uppsetning á belgnum í Ólafsvík hófst á mánudaginn og þegar hon- um hefur verið komið fyrir verður farið í þann á Hellissandi. Vonast er til þess að uppsetningu þeirra beggja verði lokið í næstu viku, að því er fram kemur á heimasíðu Snæfellsbæjar. kgk Björg Ágústsdóttir er hér að mála grindverkið ásamt Dagnýu Ósk Guðlaugsdóttur og Maríu Ósk Ólafsdóttur. Uppskeruhátíð og vinnudagur UMFG Þessar ungu dömur tíndu rusl og snyrtu umhverfið á vinnudeginum. Lýshólslaug verður opnuð á allra næstu dögum. Ljósm. aðsend. Lýsuhólslaug á lokametrunum Ærslabelgir settir upp í Snæfellsbæ Ærslabelgur er uppblásinn belgur sem börn á öllum aldri geta skemmt sér við að hoppa á. Ljósm. úr safni/ gbh. Kaffihúsastemning í Brákarhlíð Í gær, þriðjudaginn 4. júní, var opn- að kaffihús á hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Íbúum Brákarhlíðar ásamt gest- um og gangandi bauðst að koma á kaffihúsið og eiga huggulega stund í góðum félagsskap og gæða sér á nýuppáhelltu kaffi og dýrindis kræsingum. Í boði voru rjómatert- ur, bollakökur og vöfflur með sultu og rjóma og var ekki annað að sjá en að gestir væru hæstánægðir með framtakið. Var þetta fyrsta opnun og stefnt á að hafa svona kaffihúsa stemn- ingu fyrir framan Tjörn í Brákar- hlíð vikulega fram til 2. júlí næst- komandi frá 14:00-16:00. Vel var mætt á fyrstu opnun kaffihússins og lá vel á gestum sem allir voru hæst- ánægðir. glh Gestir ánægðir með kaffihúsastemninguna í Brákarhlíð. Halla Magnúsdóttir passaði vel upp á að allir hefðu nóg kaffi. Vaffla með sultu og rjóma var vinsæl með kaffinu. Lifandi tónlist fyrir kaffihúsagesti á opnunardegi. Hér spilar Vignir Sigurþórsson. Nóg úrval af allskyns kræsingum. Hér er Aldís Eiríksdóttir að njóta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.