Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig kaffi drekkur þú helst? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Davíð Guðmundsson „Ég drekk ekki kaffi.“ Magda Skrodzka „Latte.“ Sylvía Björk Aðalsteinsdóttir „Cappuccino.“ Andie Sosa „Latte með karamellusýrópi.“ 5. Eiríkur Þór Theodórsson „Svart kaffi með mikilli mjólk og svo með rjóma til hátíðartil- brigða.“ Um nýliðna helgi var hið árlega sjómannadagsmót G.Run haldið á Bárarvelli í Grundarfirði. Um 50 manns mættu til leiks í blíðskap- arveðri. Leikið var fjögurra manna Texas scrambel, þar sem allir slógu af teig og sá sem lengsta höggið átti sló hann ekki, svo koll af kolli. Hjartastuðtæki á völlinn Kvenfélagið Gleym mér ei og Lionsklúbbur Grundarfjarð- ar færðu Golfklúbbnum Vestarr hjartastuðtæki að gjöf á golfmóti G.Run. Tækið verður staðsett á Bárarvelli, en þar sem völlurinn er nokkra kílómetra frá þéttbýlinu er mikið öryggi fólgið í að hafa slíkt tæki staðsett á vellinum. tfk Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr Umf. Borgfirðingi setti nýtt Borg- arfjarðarmet í sleggjukasti með 4 kg sleggju á kastmóti UMSB sem haldið var í Borgarnesi 16. maí síð- astliðinn. Kastaði Guðrún 48,28 metra og bætti met í 18-19 ára flokki, 20-22 ára flokki og í kvenna- flokki. Guðrún er fædd árið 2002 og verður 17 ára á árinu. Eldra met átti Hallbera Eiríksdóttir úr Umf. Skallagrími, 35,97 metra sem hún setti árið 2003 þá 19 ára gömul. Á kastmótinu var bætt Íslandsmet í þessum sömu aldursflokkum. Það gerði Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR, sem einnig er 17 ára á árinu. Hún kastaði 62,16 metra og sló þar með met Vigdísar jónsdóttur upp á 61,77 metra frá árinu 2007. kgk/rm Akranesleikarnir í sundi fóru fram í jaðarsbakkalaug á Akranesi um liðna helgi, dagana 31. maí - 2. júní. Tólf sundfélög tóku þátt í mótinu að þessu sinni og sendu alls 286 keppendur til keppni. Akranesleikarnir eru stigakep- pni milli félaga þar sem fimm fyrstu keppendur í hverri grein safna stigum fyrir sitt félag. úrslit urðu þannig að Sundfélag Hafnar- fjarðar sigraði, eins og á síðasta ári, en heimamenn í Sundfélagi Akra- ness höfnuðu í öðru sæti. Sundfé- lagið Óðinn var þriðja stigahæsta félagið. Stigahæsta sundið átti Ágúst júlíusson úr Sundfélagi Akraness. Daniel Hannes Pálsson úr Umf. Aftureldingu átti næststigahæsta sundið og Rebekka Sif Ómarsdót- tir úr Sundfélaginu Óðni það þriðja stigahæsta. kgk/ Ljósm. Sundfélag Akraness. Káramenn gerðu 1-1 jafntefli við ÍR á útivelli þegar liðin mættust í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöld. Stefán Ómar Magnússon kom Kára yfir á 17. mínútu leiksins og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafn- aði Ágúst Freyr Hallsson fyrir ÍR. Fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Kári hefur fimm stig í níunda sæti deildarinnar, jafn mörg og Þróttur V. í sætinu fyrir neðan en stigi á eft- ir næstu tveimur liðum fyrir ofan. næsti leikur Kára er gegn Víði föstudaginn 7. júní. Hann verður leikinn í Akraneshöllinni. kgk/ Ljósm. Knattsyrnufélag Kára. Sundkonurnar Brynhildur Trausta- dóttir og Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir frá Akranesi unnu báðar til bronsverðlauna á sundmóti í Prag um liðna helgi. Brynhildur hafnaði í þriðja sæti í 1500 m skriðsundi og hlaut brons- verðlaun fyrir vikið. Hún keppti einnig í 200 m skriðsundi þar sem hún hafnaði í sjötta sæti og þá varð hún sjöunda í 400 m skriðsundi. Ragnheiður vann til bronsverð- launa í 50 m bringusundu. Hún varð ellefta í 200 m bringusundi, áttunda í 100 m bringu, 25. í 200 m fjórsundi og 32. í 50 m skrið- sundi. kgk Snæfell vann góðan sigur á KB í þriðju umferð 4. deildar karla í knattspyrnu á miðvikudagskvöld. Leikið var á Leiknisvelli í Reykja- vík. Eina mark leiksins kom strax á 3. mínútu, þegar Viktor Freyr Sigurðsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Snæfell- ingum yfir. Á 74. mínútu var Mar- ius Ganusauskas vikið af velli með sitt annað gula spjald, en fyrra gula hafði hann fengið aðeins mínútu áður. Snæfellingar léku því manni færri síðasta korterið. En það kom ekki að sök. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Hólmarar höfðu því sigur með einu marki gegn engu. Snæfell situr í öðru sæti B rið- ils með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar, jafn mörg og topplið Hvíta riddarans en þrem- ur stigum á undan næstu liðum. næst leikur Snæfell sunnudaginn 9. júní næstkomandi, þegar liðið mætir Kormáki/Hvöt í Stykkis- hólmi. kgk/ Ljósm. Snæfell. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Brynhildur Traustadóttir. Ljósm. Sundfélag Akraness. Ragnheiður og Brynhildur með brons í Prag Útisigur Snæfells Árlegt sjómannadagsmót í golfi Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir formaður Kvenfélagsins, Garðar Svansson frá Vestarr og María Ósk Ólafsdóttir formaður Lions við afhendingu hjarta- stuðtækisins. Hlutskarpastir á G.Run mótinu voru: Hlynur Sigurðsson, Konráð Hinriksson, Sverrir Karlsson og Svanur Tryggvason. Akranesleikarnir fóru fram í blíðskaparveðri um helgina. Hafnfirðingar efstir á Akranesleikunum Kári og ÍR skildu jöfn Borgarfjarðar- og Íslandsmet á kastmóti UMSB Elísabet Rut Rúnarsdóttir bætti Ís- landsmetið í sleggjukasti með 4 kg sleggju. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir setti nýtt Borgarfjarðarmet í sleggjukasti með 4 kg sleggju.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.