Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201912
Sjóminjasafnið á Hellissandi fékk
glæsilega gjöf afhenta á sjómanna-
daginn. Það var Þór Magnússon og
fjölskyldufyrirtæki hans Summit
Adventure Guides sem gaf safn-
inu listaverk sem nú prýðir fram-
hlið afgreiðsluborðsins á safninu.
Listaverkið er unnið af Þór, en
verkið er úr stáli og sýnir strönd-
ina og Snæfellsjökul. Aðspurður
um af hverju hann hafi valið þetta
myndefni, svarar Þór að jökullinn
spili svo stórt hlutverk bæði í vinnu
hans og fyrirtækisins og sé einfald-
lega stór hluti af honum. Að gera
svona verk úr stáli er ekki létt verk
enda erfitt að skera járnið til þann-
ig að vel fari. Sagði Þór að aðal-
málið hefði verið að gera jökulinn
fallegan og láta hann skera sig úr
myndinni. Tókst það vel hjá hon-
um eins og sjá má.
Ástæðuna fyrir gjöfinni seg-
ir Þór vera þá að Þóra Olsen hafi
einhvern tímann ámálgað við hann
hvort hann gæti hugsað sér að gera
eitthvað fyrir afgreiðsluborðið og
hann svarað því til að hann hlyti að
geta gert það og þetta hefði orðið
útkoman. Þá kveðst hann dást að
starfi þeirra hjóna Þóru og Óskars
við að endurbæta Sjóminjasafnið
og gera það að því sem það er orð-
ið með samvinnu við marga. Vildi
Þór leggja sitt af mörkum í því
verkefni. Þetta glæsilega listaverk
tekur nú á mót gestum safnsins um
leið og þeir ganga inn.
þa
Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumar-
húsaeigendur, fögnuðu í bliðviðr-
inu á uppstigningardag að vera
komnir með ljósleiðara í sveit-
ina. Við það tækifæri kynntu fjar-
skiptafyrirtækin Hringdu, Síminn
og Vodafone íbúum tilboð í þjón-
ustu.
„Mikill kraftur er í Kjósinni.
Einungis eru þrjú ár síðan tekin
var fyrsta skóflustungan að stöðv-
arhúsi nýrrar hitaveitu. Samhliða
lagningu hitaveitunnar voru sett
ídráttarrör fyrir ljósleiðara og nú
er búið að blása ljósleiðaraþræði í
rörin,“ segir í tilkynningu og það
áréttað að Kjósin er komin í nú-
tímann. mm/ Ljósm. Jón Bjarnason.
Laugardaginn 1. júní buðu eigend-
ur Guðmundar Runólfssonar hf. í
Grundarfirði til veislu í nýrri fisk-
vinnslu fyrirtækisins og var húsið
formlega tekið í notkun. Séra Aðal-
steinn Þorvaldsson vígði húsið áður
en Guðmundur Smári Guðmunds-
son tók til máls og sagði stuttlega
frá þessari mögnuðu framkvæmd.
Sama dag voru slétt tvö ár síð-
an fyrsta skóflustungan var tekin
og fyrstu samningar undirritaðir
vegna fjárfetingarinnar. Karlakór-
inn Kári söng svo nokkur lög fyrir
gesti áður en fólki gafst kostur á að
skoða vinnsluna sjálfa.
Líkara
hátæknisjúkrahúsi
Ingi Hans jónsson, lífskúnstner í
Grundarfirði,\ var meðal gesta við
opnun hússins. Hann lýsir vinnsl-
unni með ljóðrænum hætti eins og
honum einum er lagið:
„Stundum verða dagarnir svo
æðislegir að maður verður orðlaus.
Og það jafnvel hendir mig. Fyrir
viku hittumst við fermingarsystk-
inin í tilefni þess að 50 ár voru lið-
in frá því við fermdumst. Það var
stórkostlegur dagur sem seint mun
gleymast. En dagurinn í gær verð-
ur líka minnisstæður,“ skrifaði Ingi
á sunnudaginn. „Að vera við form-
lega opnun og blessun á nýjum
vinnustað er líka stórt. Svo svaka-
lega stórt. já, nýja fiskvinnsla Guð-
mundar Runólfssonar hf. er ævin-
týri og vitnisburður um áræðni,
hugvit og þrek. Maður á ekki orð
til að lýsa þessu. Þegar maður veltir
fyrir sér skilningi á orðinu „frysti-
hús“ kemur upp ákveðin mynd;
vélarniður, fisklykt og ammoníak,
hvítir trékollar, hávaði frá pönnu-
slætti og allskonar sem minnið
geymir. En þetta fyrirtæki minnir
einhvern veginn meira á skynjun
manns á fyrirbærið „hátæknisjúkra-
hús.“ Og hrifningunni verður lík-
lega best lýst, eins og þegar maður
stendur frammi fyrir fegurð lands
og himins. Engin ljósmynd getur
fangað þetta. Kæru vinir innilega
til hamingju með þetta stórkostlega
fyrirtæki,“ skrifaði Ingi Hans jóns-
son.
tfk
Ljósleiðari kominn
í Kjósina
Þór Magnússon og Þóra Olsen þegar Þór afhenti listaverkið.
Færði Sjóminjasafninu listaverk
sem mætir gestum
Hjálmar Gunnarsson sést hér virða
fyrir sér fiskvinnsluna.
Ný fiskvinnsla G.Run vígð við hátíðlega athöfn
Eigendur Guðmundar Runólfssonar hf. buðu fólk velkomið.
Ingi Þór Guðmundsson leiðbeinir gestum um fiskvinnsluna
Móses Geirmundsson og Jóna Björk Ragnarsdóttir hlýða á ræðu Guðmundar
Smára.
Karlakórinn Kári söng nokkur lög en hér má sjá Runólf Guðmundsson ásamt
félögum sínum í kórnum.