Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 20198
Ekki alltaf leyfi
til staðar
VESTURLAND: Eins og áður
hefur verið greint frá í Skessu-
horni hefur Lögreglan á Vestur-
landi haft uppi eftirlit með gisti-
stöðum og veitingahúsum í um-
dæminu undanfarið. Þá er kannað
hvort tilskilin leyfi séu til staðar.
Að sögn lögreglu eru dæmi um að
þurft hafi að loka stöðum í lands-
hlutanum vegna þess að þeir hafi
ekki tilskilin leyfi. -kgk
Stoppað á
útskotum
VESTURLAND: Lögregla segir
töluvert hafa borið á því að öku-
menn staðnæmi bifreiðar sínar á
útskotum sem eru ætlaðar til þess
að aka framhjá bílum sem eru að
beygja. Merkingar vantar á þessi
útskot í umdæminu. Vill lög-
regla því minna á að óheimilt er
að stöðva bifreiðar á útskotunum,
enda eru þau skilgreind sem ak-
brautir. -kgk
Hugi að farmi og
kerrum
VESTURLAND: Lögregla seg-
ir töluvert um að ekið sé með
ótryggan farm á kerrum og eftir-
vögnum. Þegar lögregla verður
vör við slíkt þá hefur hún afskipti
af ökumönnum og sektar þá eft-
ir atvikum. Til dæmis var tilkynnt
um bláa tunnu sem fauk af vöru-
bifreið á veginum við Hafnarfjall í
vikunni sem leið. Lögregla minn-
ir ökumenn því á að tryggja farm
sinn og jafnframt gæta að því að
kerrur og eftirvagnar séu löglegir.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
25.-31. maí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 20 bátar.
Heildarlöndun: 18.435 kg.
Mestur afli: Flugaldan ST: 2.387
kg í tveimur róðrum.
Arnarstapi: 21 bátur.
Heildarlöndun: 74.591 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 41.820
kg í sex róðrum.
Grundarfjörður: 19 bátar.
Heildarlöndun: 344.979 kg.
Mestur afli: Helgi SH: 81.628 kg
í tveimur löndunum.
Ólafsvík: 37 bátar.
Heildarlöndun: 149.216 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 22.402 kg í tveimur róðrum.
Rif: 24 bátar.
Heildarlöndun: 374.461 kg.
Mestur afli: Örvar SH: 82.066 kg
í tveimur löndunum.
Stykkishólmur: 27 bátar.
Heildarlöndun: 90.066 kg.
Mestur afli: Hafsvala BA: 5.718
kg í þremur róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Rifsnes SH - RIF:
68.534 kg. 28. maí.
2. Steinunn SF - GRU:
67.024 kg. 25. maí.
3. Hringur SH - GRU:
66.743 kg. 28. maí.
4. Sigurborg SH - GRU:
63.698 kg. 28. maí.
5. Farsæll SH - GRU: 47.010 kg.
29. maí. -kgk
Fékk ofbirtu
í augun
HVALFJ.SV: Lögreglan á Vest-
urlandi fékk tilkynningu um
grunsamlegt aksturslag ökumanns
þegar hann ók upp úr Hvalfjarðar-
göngum í vikunni sem leið. Lög-
regla kannaði málið og stöðvaði
för ökumannsins. Hann reyndist
vera í lagi og sagðist hafa fengið
ofbirtu í augun þegar hann ók bif-
reið sinni upp úr göngunum.
-kgk
Kappakstur á
heiðinni
HOLTAV.H: Í hádeginu á sunnu-
dag barst lögreglu ábending um
að ökumenn tveggja bifreiða væru
í kappakstri á Holtavörðuheiði.
Fóru þeir fram úr öðrum öku-
manni á óbrotinni línu á miklum
hraða og sá gerði lögreglu viðvart.
Lögregla hafði samband við koll-
ega sína á norðurlandi vestra og
lét þá vita af för mannanna. -kgk
Gatnaframkvæmdir við Esjubraut á
Akranesi hófust að nýju mánudag-
inn 27. maí. Skipt verður um und-
irlag götunnar og yfirborð henn-
ar endurnýjað frá nýju Kalman-
storgi að Esjutorgi, sem stendur
á gatnamótunum við Þjóðbraut.
nýr göngu- og hjólastígur verður
gerður norðan við Esjubraut og þá
munu Veitur endurnýja allar lagnir
samhliða gatnaframkvæmdum.
Verkinu verður skipt í tvo hlu-
ta. Fyrst verður framkvæmt á kaf-
lanum frá Kalmanstorgi að gat-
namótum Esjubrautar, Smiðjuvalla
og Dalbrautar. Gatnamótum Esju-
valla og Kalmannsvalla verður lo-
kað en hjáleið að Esjuvöllum ver-
ður um botnlanga frá Dalbraut.
Einnig verður gerð hjáleið fyrir
Kalmansvelli út á Akranesveg. Áæt-
laður framkvæmdatími fyrri hluta
er til septemberloka 2019.
Seinni hluti framkvæmda nær frá
gatnamótum Esjubrautar, Smið-
juvalla og Dalbrautar að Esjutor-
gi, sem stendur á gatnamótunum
við Þjóðbraut. Áætluð verklok þess
hluta eru í nóvember. Gatnamót
Smiðjuvalla og Dalbrautar verða
lokuð á meðan framkvæmdir við
seinni hluta standa yfir.
„Ljóst er að þessar framkvæmdir
valda töluverðu raski fyrir íbúa og
vegfarendur á þessu svæði. Mikil-
vægt er að sýna þessum aðstæðum
skilning og fara með gát um svæðið.
Tímabundin óþægindi munu ski-
la betra og öruggara umhverfi fy-
rir alla vegfarendur að loknum
framkvæmdum,“ segir í tilkynnin-
gu á vef Akraneskaupstaðar. kgk
Áunninn fjöltaugakvilli í hross-
um (acquired equine polyneuro-
pathy, AEP) sem þekktur er í nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi, hef-
ur nú greinst í fyrsta sinn hér á
landi. Sjúkdómurinn uppgötvaðist
í Skandinavíu fyrir aldarfjórðungi
en þrátt fyrir víðtækar rannsókn-
ir er orsökin ekki þekkt. Í tilkynn-
ingu frá Matvælastofnun kem-
ur fram að ekki er um smitsjúk-
dóm að ræða og ekkert bendir til
að hann sé arfgengur. „Sjúkdóm-
urinn tengist líklega rúlluheyi, því
hrossin sem veikjast hafa alla jafn-
an verið fóðruð á rúlluheyi af sama
slætti á sama túni. Þó veikjast ekki
öll hrossin sem fengið hafa sama
hey og því kemur líklega fleira til.
Sjúkdómurinn kemur yfirleitt upp
seinni hluta vetrar og fram í maí
en fá tilfelli eru skráð utan þess
tíma. Reynslan frá nágrannalönd-
unum sýnir að oftast eru mörg til-
felli á hverjum bæ og tilfellin svæð-
isbundin. Yfirleitt er um ung hross
að ræða en þó ekki folöld,“ segir í
tilkynningu Matvælastofnunar.
Fjöltaugakvilli vísar til sjúkdóms
í mörgum taugum líkamans, ein-
kum í úttaugum sem leiða niður
í fætur hestsins. Helsta einkennið
er vöðvaslappleiki í afturhluta líka-
mans sem leiðir til þess að hestar-
nir missa öðru hverju undan sér
afturfæturna, niður á afturfótakjú-
kurnar. Hestarnir eru með fullri
meðvitund, hafa góða matarlist og
sýna eðlilegt atferli að mestu ley-
ti. Í alvarlegum tilfellum leggjast
hrossin fyrir og nauðsynlegt getur
verið að aflífa þau. Meirihluti þeir-
ra hrossa sem fá einkenni sjúkdóm-
sins læknast af sjálfu sér með hvíld
og nýju fóðri en samkvæmt tölum
frá noregi og Svíþjóð þarf að aflífa
hross í allt að 30% tilfella.
Fyrstu staðfestu tilfellin hér á
landi greindust í útigangshrossum
á stóru hrossabúi á norðurlandi
vestra. Greinileg einkenni hafa ko-
mið fram í 22 hrossum á aldrinum
2-7 vetra. Þar af hafa sjö verið felld
og eitt fundist dautt. Mögulega
eru fleiri trippi á bænum með væg
einkenni. „Ekki hefur frést af því
að sjúkdómurinn hafi komið upp á
fleiri stöðum og ætla má að hæt-
tan sé að mestu gengin yfir á þessu
ári þar sem flest unghross eru nú
komin á beit. Til framtíðar litið er
þó hætta á að sjúkdómurinn komi
upp víðar, enda hafa þær aðstæður
sem valda honum augljóslega ska-
past hér á landi. Þar sem um ný-
jan sjúkdóm er að ræða, sem mikil-
vægt er að fá yfirlit yfir, óskar Mat-
vælastofnun eftir upplýsingum um
öll tilfelli þar sem grunur leikur á
sjúkdómnum eða hann er staðfe-
stur.“
mm
Stykkishólmsbær hefur verið val-
inn til að taka þátt í íbúasam-
ráðsverkefni Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Akureyrarkaup-
staðar. Þrjú sveitarfélög voru val-
in til þátttöku í verkefninu, auk
Akureyrar. Verkefnið snýst um
að aðstoða þátttökusveitarfélögin
við að beita þeim samráðsaðferð-
um sem kynntar eru í handbók
SÍS um íbúasamráð frá 2017. Öll-
um sveitarfélögum á landinu gafst
kostur á að sækja um þátttöku í
verkefninu, en gert hafði verið
ráð fyrir því að velja þrjú til við-
bótar við Akureyrarkaupstað, sem
átti frumkvæðið að þessu verk-
efni. Stykkishólmsbær sótti um og
var valinn.
„Umsókn Stykkishólmsbæjar
snýr í megindráttum að því að fá
íbúa til samráðs um skipulag og
útfærslu leikvalla og göngustíga.
Ljóst er að með samráði við íbúa
getur náðst aukin sátt um stef-
numótun sem skapar stöðugleika,
samheldni og ýtir undir almen-
na hagsæld. Stykkishólmsbær vill
gefa íbúum raunveruleg tækifæri
á að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri og nýta krafta þeirra til
þess að gera breytingar sem hen-
ta íbúum og hæfa verkefninu sem
um ræðir. Í krafti fjöldans er þan-
nig möguleiki að finna einfaldar
og notadrjúgar útfærslur í mála-
flokknum,“ segir á vef Stykk-
ishólmsbæjar.
Þar segir enn fremur að verkefni
muni fara af stað af fullum krafti í
haust. Sveitarfélögin sem taka
þátt fá stuðning til að undirbúa og
framkvæma samráð í raunverule-
gum aðstæðum innan síns sveit-
arfélags. Hugmyndin er að þan-
nig megi afla þekkingar og reyns-
lu sem nýst geti öðrum sveitarfé-
lögum í framhaldinu. kgk
Nýr taugasjúkdómur greinist í hrossum
á Norðvesturlandi
Frá Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá.
Stykkishólmur tekur þátt
í íbúasamráðsverkefni
Horft upp Esjubraut í átt að framkvæmdasvæðinu.
Framkvæmdir við
Esjubraut hafnar á ný