Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 20192
Töluvert mikið hefur borið á hrað-
akstri í umdæmi Lögreglunnar á
Vesturlandi undanfarin misseri. Með
hækkandi sólu virðist sem bensín-
fótar þyngist og þolinmæði öku-
manna þverri. Förum varlega í um-
ferðinni og ökum á skikkanlegum
hraða.
Norðan og norðaustlægar áttir frá
fimmtudegi til laugardags, 5-13 m/s.
Skýjað og jafnvel dálítil úrkoma fyr-
ir austan á morgun og laugardag,
en bjartara og þurrt á Vesturlandi.
Norðanstrekkingur á hvítasunnu-
dag, bjart með köflum sunnan heiða
en smá rigning fyrir norðan. Annars
skýjað víðast hvar. Dregur úr vindi
á mánudag. Skýjað með köflum og
smá væta, en bjart á suðvesturhorn-
inu. Hiti að jafnaði 3 til 14 gráður
fram yfir helgi, hlýjast syðst.
Á vef Skessuhorns voru lesendur
spurðir að því í vikunni hvort þeir
vissu hvers vegna uppstigningar-
dagur væri frídagur. Rétta svarið er
að þá steig Jesú upp til himna til
Guðs föðurs síns. Langflestir, eða
82%, svöruðu rétt. Næstflestir, 5%,
viðurkenndi að þeir vissu svarið
ekki, en væru engu að síður fegn-
ir að fá frí.
Í næstu viku er spurt: Ætlarðu að
ferðast um Vesturland
í sumarfríinu þínu?
Eðvarð Lárusson gítarleikari var val-
inn bæjarlistamaður Akraness á síð-
asta ári og ætlar að þakka fyrir sig
með tónleikum á Akranesi 16. júní.
Eddi Lár er Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Skipverjarnir
látnir taka poka
sinn
SnÆF: Óhugnanlegt mynd-
band sem sýnt var á DV.is á
mánudaginn í liðinni viku fór
eins og eldur í sinu um net-
heima. Á því sést þegar skip-
verjar á báti gerðu það að leik
sínum að skera sporð af lifandi
hákarli sem komið hafði í veið-
arfæri þeirra og sleppa honum
síðan lifandi í sjóinn. Slíkt er
að sjálfsögðu brot á lögum um
meðferð dýra og hreinn og klár
níðingsháttur. Báturinn sem
mennirnir voru á er gerður út
frá Stykkishólmi. Í kjölfar þess
að myndbandinu var deilt var
samstundis tekin ákvörðun um
það hjá útgerð bátsins að segja
mönnunum upp skipsplássi sínu
og þeir látnir taka poka sinn.
Lögreglan á Vesturlandi hefur
nú lokið rannsókn á máli þeirra.
Eftir samtal lögreglu og MAST
var ákveðið að MAST tæki við
málinu og myndi ljúka því með
stjórnvaldssekt.
-kgk
Kannabis gert
upptækt
REYKH.SV: Um næstsíðustu
helgi framkvæmdi lögreglan á
Vestfjörðum húsleit á heimili
í Reykhólasveit. Grunur hafði
vaknað um að þar væru fíkni-
efni. Sá grunur reyndist á rök-
um reistur. Þar fundust kanna-
bisefni og áhöld til meðhöndl-
unar þeirra. Á facebooksíðu
lögreglunnar á Vestfjörðum
kemur fram að fíkniefnaleitar-
hundurinn Tindur hafi tekið
þátt í leitinni.
-mm
Margrét Katrín Guðnadóttir, versl-
unarstjóri og dýralæknir, tók á
föstudaginn við sem kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Borgfirðinga.
„Fráfarandi kaupfélagsstjóra, Guð-
steini Einarssyni, þakkar kaup-
félagið fyrir langt og gæfuríkt starf
undanfarin 21 ár í þágu félagsins.
Kunnum við honum bestu þakk-
ir fyrir samstarfið,“ segir í tilkynn-
ingu frá KB.
mm
Í fjölda ára hefur dósasöfnun ver-
ið ein af fjáröflunarleiðum Björg-
unarfélags Akraness. Á fyrstu árum
Hjálparsveitar skáta á Akranesi var
gengið skipulega í hús, dósum og
flöskum með skilagjaldi safnað og
þær flokkaðar. Á seinni árum hef-
ur þessi söfnun færst yfir í að íbúar
koma með dósir til félagsins. Dós-
irnar eru ýmist settar í gám sem er
staðsettur við hús Björgunarfélags-
ins eða þeim er komið til skila með
öðrum leiðum. „Á vormánuðum
2018 settust fulltrúar Endurvinnsl-
unnar hf., sem hefur yfirumsjón
TENGDU ÍSLENSKA
NÁTTÚRU OG
MENNINGU INN Á
GISTISTAÐINN ÞINN
Erum með íslensku mynstrin í rúmfötum,
koddaverum, púðum, dúkum, svuntum ,
handklæðum og blóðbergs ilmvörur.
Nánari upplýsingar á sala@lindesign.is.
Skoðaðu úrvalið á www.lindesign.is
GLERÁRTORGI | SMÁRATORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
Sérmerktir dósasöfnunargámar
Björgunarfélags Akraness
með söfnun skilaskyldra umbúða
á Íslandi, Fjöliðjunnar á Akranesi,
Grænna skáta og Björgunarfélags
Akraness niður og skoðuðu leið-
ir til að ná betur til útlendinga sem
eru á ferð um landið og vilja koma
af sér skilagjaldskyldum umbúðum
til flokkunar. niðurstaðan af þess-
um fundi varð sú að Endurvinnsl-
an hf. lét framleiða gáma til þessa
verkefnis. Gámarnir eru sérmerkt-
ir þannig að ekki á að fara á milli
mála hvert verkefnið er. Enn frem-
ur eru á þeim merkingar sem segja
til um hvert afraksturinn rennur; til
sjálfboðaliðastarfs björgunarsveit-
anna. Björgunarfélag Akraness fékk
tvo slíka gáma til prufu,“ segir Ás-
geir Örn Kristinsson hjá Björgun-
arfélagi Akraness.
Annar þessara gáma fer á bíla-
stæðið við gönguleiðina upp að
fossinum Glym í Hvalfirði, en það
er orðinn mjög vinsæll viðkomu-
staður ferðafólks. Staðsetning hans
var valin í samstarfi við landeigend-
ur Stóra Botns, þar sem fossinn er,
en einnig kemur Hvalfjarðarsveit
að verkefninu. Hinn var settur á
bílastæðið við Langasand á Akra-
nesi í samstarfi við Akraneskaup-
stað. „Bæjarfélagið er að stíga inn
í fremstu röð sveitarfélaga á Ís-
landi í að auka aðgengi ferðamanna
að flokkun á úrgangi en búið er að
setja upp flokkunartunnur á nokkra
staði. Ánægjuleg þróun á sama tíma
og Björgunarfélagið og Fjöliðjan
taka saman höndum til að auka skil.
Það er okkur í Björgunarfélaginu
mjög kært að geta gert dósina eða
flöskuna að margnota vöru með
því að gefa fólki kost á að endur-
vinna, skila endurvinnslugjaldinu
inn í björgunarsveitastarfið og öðl-
ast framhaldslíf þar. Enda svo sína
tilveru í endurvinnslu þar sem nýrri
vöru er skilað út í formi nýrrar dós-
ar eða öðru sem nýtist,“ segir Ás-
geir Örn.
mm
Akraneskaupstaður er að bæta mögu-
leika ferðafólks til að henda flokkuðu
rusli til endurvinnslu. Þessir kassar eru
við þjónustuhús við hlið Guðlaugar.
Björgunarfélagsmennirnir Ásgeir Örn Kristinsson og Jóhann Pétursson við nýju
dósakistuna sem sett hefur verið upp við bílastæðið að Langasandi.
Guðsteinn afhendir Margréti Katrínu
lyklavöldin.
Margrét Katrín tekin við sem kaupfélagsstjóri
Starfsfólk KB. F.v. Orri, Margrét Katrín, Guðsteinn, Baldur, Vilborg, Erna og Fúsi.