Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201920 Það er ekki sama hvar ekið og gengið er um jökla landsins. Þekking á hvar öruggt er að fara er á fárra færi, sérstaklega vegna þess að sprungur koma og fara. Mikil þekking hefur orðið til um sprungur í jöklum og hægt er að fá nokkuð nákvæm kort sem sýna hvar staðsetningar þeirra eru. Ávallt þarf samt að hafa í huga að jöklarnir breytast hrað- ar en hægt er að uppfæra kortin. Einn af reyndari jöklaförum er Davíð Ólafsson, verktaki og fé- lagi í björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði. „Ég hef tekið eftir breyttri ferðahegðun á Langjökli undan- farið. Eftir sprunguslysið 2010 lögðust ferðalög á Langjökli nán- ast af. Það varð eðlilega mikil um- fjöllun um hætturnar sem staf- aði af jökulsprungum. Allir urðu mjög meðvitaðir um þessa hættu og þeir sem lögðu á jökul voru mjög reyndir einstaklingar með öruggar leiðir inn í GPS tækj- um. Menn lögðu það jafnvel á sig að fljúga yfir jökulinn seinnipart sumars þegar sprungurnar voru komnar í ljós og kortlögðu örugg- ar leiðir,“ segir Davíð. „Við félag- arnir áttum leið um austanverð- an Langjökul í vetur. Þar sáum við för eftir jeppa, fjórhjól, buggy bíla og vélsleða inn á mjög hættu- leg sprungusvæði. Eitthvað sem okkur hefði aldrei dottið í hug að keyra inná. Í mínum huga er ekki spurning um að það þarf að koma á miklu betri fræðslu til þeirra sem eru að stunda ferðalög þarna uppeftir núna. Manni hrýs hugur við tilhugsunina um hvað getur gerst eftir þá reynslu sem ég og fleiri hafa að alvarlegum slysum þarna uppfrá. Eiginlega er bara tímaspursmál hvenær eitthvað gerist þarna. Eitthvað sem okkur í björgunarsveitunum langar ekk- ert sérstaklega mikið til að takast á við en erum samt alltaf að æfa okkur fyrir,“ segir Davíð Ólafsson í samtali við Skessuhorn. ák/mm Björgunarsveitarmennirnir Davíð Ólafsson (t.h.) og Rolando Díaz. Ferðir um sprungna jökla eru hættuspil Björgunarfélag Akraness var stofn- að í desember 1999 við sameiningu Björgunarsveitarinar Hjálparinn- ar og Hjálparsveitar skáta á Akra- nesi. Í þau tuttugu ár sem Björgun- arfélagið hefur starfað hefur verið lögð mikil áhersla á að félagar þess gætu sinnt björgunarstörfum jafnt til sjós og lands. Geta til sjóbjarg- ana hefur verið mikil til fjölda ára og tók skref uppá við með tilkomu björgunarskipsins jóns Gunnlaugs- sonar sem gerir alla aðstöðu og getu til sjóbjargana miklu betri. Rík áhersla hefur verið lögð á fjallamennsku innan raða Björgun- arfélagsins. Margir félagsmenn hafa gengið og skíðað víðsvegar á há- lendi Íslands. Einnig farið til ann- arra landa til að skoða sig um og klífa erfiðari fjöll. Alparnir, nepal, Klettafjöllin í Bandaríkjunum og Mount McKinley í Kanada hafa verið stærstu áskoranirnar. Einnig hefur félagið sent einstaklinga til Ouray í Bandaríkjunum í þjálfunar- búðir. Þetta allt hefur skilað Björg- unarfélaginu fjallabjörgunarmönn- um í fremstu röð. Innan raða þess er einnig starfandi undanfarahóp- ur sem er sérþjálfaður til að takast á við erfiðustu aðstæður sem upp geta komið í okkar óblíða landi. Sérhæfing í sprungubjörgun Fyrir þremur árum var tekin sú stefnumarkandi ákvörðun að sér- hæfa félagið enn frekar í jökul- sprungubjörgun. Ýmiss búnaður keyptur, bæði til flutninga á björg- unarmönnum en líka sérhæfður búnaður til vinnu við jökulsprung- ur. Margir hafa lagt hönd á plóg við að afla alls þessa. Dósasafnan- ir björgunarfélagsins hafa reynst drjúgar við þetta. Liggur nærri að kaupin á sérhæfðum sprungubjörg- unargálga og þjálfun á björgunar- mönnum hafi verið fjármögnuð með dósasöfnunum síðustu tveggja ára. Einnig hafa fyrirtæki og félaga- samtök hjálpað mikið til. Slíkur stuðningur er félaginu mjög mikil- vægur. Síðastliðnir tveir vetur hafa verið nýttir sérstaklega til æfinga. Í húsi, á fjöllum og á jökli. Það gefst lít- ill tími til að velta fyrir sér hvern- ig eigi að leysa verkefnin þegar í al- vöruna er komið. Frekari æfingar í sprungubjörgun eru á döfinni, m.a. á Snæfellsjökli þar sem björgunar- sveitir á Snæfellsnesi ætla að njóta góðs af þeirri þekkingu sem hef- ur byggst upp hjá Björgunarfélagi Akraness. Kennsluefni útbúið Óhætt er að segja að Björgunar- félag Akraness sé búið að leggja sitt lóð á vogarskálina þegar kem- ur að björgun á jökli. Búið er að þróa nýtt námsefni í tengslum við þetta í samstarfi við Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í vinnslu eru kennslu- og forvarn- armyndband þar sem farið er yfir ferðahegðun á jökli. Myndbandið er unnið í samstarfi við Slysavarna- deildir, leiddar af Slysavarnadeild- inni Líf á Akranesi. Einnig hafa vá- tryggingafélagið VÍS og ferðaþjón- ustufyrirtækið Into The Glaicer styrkt gerð þess. Ætlunin er að nýta þetta myndband til frekari fræðslu. jafnt fyrir erlenda ferðamenn og þá sem landið byggja og langar til að skella sér í örugga skemmtiferð til að skoða dásemdir jökla og fjalla. Af verkefnum Björgunarfélags Akraness Air Zermatt Í janúar 2010 varð alvarlegt slys á Langjökli. Þar hrapaði kona í jökul- sprungu og lést. Björgunaraðgerðin var umfangsmikil og reyndi mjög á björgunarmenn. Einn af björgun- armönnunum á staðnum, Þórður Guðnason, flutti tæpu ári seinna fyrirlestur á Björgun sem er ráð- stefna um björgunarmál á Íslandi. Þar lýsti hann sínum þætti í þess- ari björgun þar sem hann seig niður til þess að bjarga syni konunnar en hann lá skorðaður fastur á þrjátíu metra dýpi. Þessa ráðstefnu sækja heim gestir víða að. Meðal annars voru þar gestir frá björgunarsveit frá Zermatt í Sviss, Air Zermatt. Virt björgunarsveit á alheimsvísu sem starfar við rætur Matterhorns. Fulltrúar Air Zermatt hlýddu á fyr- irlesturinn hjá Þórði og buðu hon- um svo í framhaldinu í heimsókn út til Sviss. Hjá Air Zermatt starf- aði þá Bruno jelk sem er reyndasti björgunarmaður í heimi á sviði jök- ulspungubjargana. Búinn að sækja mörg hundruð manns úr jökul- sprungum, bæði lífs og liðna. Þórð- ur dvaldi hjá þeim í tvær vikur. Sá þar og lærði margt sem Björgun- arfélag Akraness hefur nýtt sér við þjálfun sinna félaga. Sérhæfður búnaður keyptur Haustið 2018 var ákveðið að stíga skrefið til fulls og kaupa sérhæfð- an búnað frá Air Zermatt. Björg- unargálga sem er afrakstur margra ára reynslu og þróunarstarfs Bruno jelk og félaga. Hann kom svo ásamt félaga sínum, Simoni Willich, sem sá um að smíða bún- aðinn. Þeir héldu námskeið fyrir okkar félagsfólk í nágrenni Akra- ness og uppi á Langjökli. Skildu eftir sig mjög verðmætan fróðleik sem er til kominn vegna hörmu- legra slysa. Eitthvað sem er mjög mikilvægt að læra af. Í framhaldi af heimsókn þeirra Zermatt félaga fóru tveir björg- unarsveitarmenn frá Björgunar- félagi Akraness í heimsókn til Air Zermatt, undirritaður og Gunnar Agnar Vilhjálmsson. Megin til- gangur ferðarinnar var að kynna sér nánar aðferðir þeirra við þjálf- un á fjallabjörgunarfólki. Skoðuð voru fimm daga námskeið sem þeir bjóða uppá þar sem björgun- armenn eru sérþjálfaðir í störfum á jökli við hinar erfiðustu aðstæð- ur. Með því að taka þetta skref er verið að tryggja enn frekar snöggt viðbragð og árangusríka björgun. En ekki síst er verið að auka ör- yggi björgunarmannanna sjálfra við aðstæður sem eru líklega ein- hverjar þær hættulegustu sem hugsast getur við björgun fólks á landi. Ásgeir Kristinsson. Höf. er félagi í Björgunarfélagi Akraness Horft upp úr djúpri sprungu. Á myndinni eru frá vinstri: Bruno Jelk, Þórður Guðnason, Simon Willich og Sigurður Ingi Grétarsson. Frá uppsetningu á gálga. Fremst er Bruno Jelk. Fyrir aftan hann eru frá vinstri Simon Willich, Þórður Guðnason, Sigurður Axel Axelsson, Sigurður Ingi Grétars- son og Ásmundur Jónsson. Jökulsprungur geta orðið hrikalega djúpar og hættulegar. Greinarhöfundur ásamt Patrick Wenger, sjúkraflutningamanni og kafara, sem tók á móti honum og Gunnari Agnari Vilhjálmssyni í Zermatt í Sviss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.