Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 23 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 þriðjudaginn 11.júní miðvikudaginn 12.júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 9 Gróðrarstöðin Grenigerði við Borgarnes Við eigum mikið af fallegu birki í limgerði og einnig stök tré. Ríta og Páll 437-1664 849-4836 Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á samþykktri fjár- málastefnu og fyrirliggjandi tillögu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þetta eru viðbrögð við breyttum spám um þróun efnahagsmála en gert er ráð fyrir að afkoma rík- issjóðs verði um 40 milljörð- um króna lakari en núverandi fjármálaáætlun gerir ráð fyrir. Sú staða sem komin er upp er langt frá því að vera ófyrirséð. „ASÍ áréttar mikilvægi þess að fjármálaáætlun endurspegli þau loforð sem stjórnvöld hafa gef- ið launafólki í tengslum við nýaf- staðna kjarasamninga og að fyrir- heit um skattkerfisbreytingar til handa launafólki skili sér án tafa. Áformaðar breytingar mega ekki verða til þess að draga úr getu ríkis- sjóðs til þess að standa undir heil- brigðis- og velferðarþjónustunni og tryggja uppbyggingu nauðsyn- legra samfélagsinnviða eða leiða til aukinna notendagjalda og nef- skatta. Verkalýðshreyfingin mun aldrei samþykkja að hinni félags- legu framþróun sé ógnað með því að grundvallarstoðir velferðarkerf- isins séu nýttar til þess að jafna sveiflur í ríkisrekstirnum,“ segir í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Ís- lands. Þar segir einnig: „Stefna stjórn- valda í ríkisfjármálum hefur byggt á því að afgangur af ríkisrekstrinum grundvallast fyrst og fremst á tímabundinni aukningu tekna vegna mikilla umsvifa á upp- gangstímum sem eiga sér fá fordæmi. Þegar tekið hefur verið tillit til hagsveiflunnar hefur rekstur ríkisins í reynd verið í járnum undanfarin ár. Samhliða þessu hafa tekju- stofnar markvisst verið veiktir. Má þar nefna afnám auðlegð- arskatts, lækkun veiðigjalda, lækkun á neyslusköttum og tollum auk þess sem stjórnvöld hafa látið hjá líða að sækja auknar tekjur t.d. til ferðþjónustunnar. ASÍ hefur ítrekað gagnrýnt þessa stefnu og haft uppi varnaðarorð um að afleið- ingarnar verði þær að þegar hægir á í efnahagslífinu muni tekjur rík- issjóðs ekki duga til að fjármagna nauðsynleg útgjöld. Þá blasir við aðhald og niðurskurður í ríkis- rekstrinum. Þessi staða raungerist í fyrirliggjandi fjármálaáætlun.“ mm Fyrstu skemmtiferðaskipin komu í Stykkishólm um miðjan síðasta mánuð. Gert er ráð fyrir 31 skipa- komu í Hólminn í sumar en síð- asta skipið er bókað til hafnar 27. september. Fyrsta skip sumarsins var Ocean Diamond sem kom 12. maí og verður það jafnframt síðasta skipið sem kemur í sumar. Föstudaginn 31. maí komu tvö fyrstu skemmtiferðaskipin til Grundarfjarðar en alls verða skipa- komurnar fimmtíu og þrjár í sum- ar. Það er töluverð aukning frá fyrri árum en komur skipanna eru búbót fyrir bæjarfélagið. Skipið Seabo- urn Quest kom snemma á föstudag og lá við ankeri á ytri höfninni en skipið Le Champlain lagðist svo að bryggju rétt fyrir hádegi. Faþeg- ar skipanna fengu svo gott veður hvort sem að farið var upp í rútu og ferðast um Snæfellsnes eða rölt um bæinn og notið þess sem hann hef- ur upp á að bjóða. tfk/arg nemendur á elsta stigi Grunnskól- ans í Borgarnesi hafa ásamt kennur- um tekið Bjössaróló í fóstur. Krakk- arnir hafa rækilega tekið til hendinni síðustu vikur þar sem þeir hafa yfir- farið leiktækin, málað og gert fínt á Bjössaróló. „Hugmyndin var að biðja um að taka Bjössaróló í fóstur vegna þess að við höfum misst að stórum hluta smíðastofuna okkar vegna fram- kvæmda hér í skólanum. Okkur datt í hug að nýta Bjössaróló til að gera smíðakennsluna bara dálítið öðruvísi. núna á vordögum voru umhverfis- dagar hjá okkur hér í skólanum og þá fóru krakkarnir í þetta verkefni á fullu ásamt umsjónarkennururm sín- um og nú er bara allt annað að sjá Bjössaróló,“ segir júlía Guðjónsdótt- ir skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og ég held að þetta hafi líka gert það að verkum að krökkun- um þykir núna vænna um þetta svæði og það er líka gaman,“ bætir hún við. arg/ Ljósm. Grunnsk. Borgarness. Lögreglan á Vesturlandi var við umferðarvöktun í umdæminu síð- astliðinn fimmtudag. Farið var með myndavélabíl embættisins á þrjá staði þann daginn. Milli klukkan 15:30 og 16:30 mældi lögregla öku- hraða á Vesturlandsvegi við Breiða- vík. Alls fóru 135 ökutæki um svæð- ið þessa klukkustund og tólf reynd- ust yfir hámarkshraða eða 9%. Tveir voru kærðir fyrir of hrað- an akstur, sá sem hraðast ók var á 104 km/klst. en hámarkshraði er 90 km/klst. Frá klukkan 16:30 til 17:30 vaktaði lögregla umferð á Akra- fjallsvegi við Velli. Þar fóru 84 tæki um en 29 voru yfir hámarkshraða. Þrír voru kærðir og sá sem hraðast ók var á 102 km/klst. Milli kl. 18:00 og 19:00 var vakt við Vesturlands- veg við Hafnargerði. Um svæð- ið fóru 262 ökutæki. Alls voru 97 yfir leyfilegum hámarkshraða, eða 37%. Sá sem hraðast ók var á 111 km/klst. en alls voru tólf ökumenn kærðir. Áður hafði verið farið með myndavélabíl embættisins og mæld- ur ökuhraði á Innnesvegi við Akra- neshöll, eða mánudaginn 27. maí síðastliðinn. Þar er hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst. úr 50 km/ klst., þegar ekið er framhjá íþrótta- svæði og skóla. Vöktunin stóð yfir frá kl. 16:00 til 17:00. Á þeim tíma voru 111 ökutæki mæld og meðal- hraði þeirra var 37 km/klst, eða sjö km/klst yfir leyfilegum hámarks- hraða. Alls voru 74 ökutæki yfir leyfilegum hámarkshraða og 19 brot voru kærð, eða 17%. Sá sem hraðast ók var á 54 km/klst. Aftur var haft eftirlit með umferðarhraða með myndavélabílnum sunnudag- inn 2. júní síðastliðinn, þá á Vestur- landsvegi við Bifröst. Alls var hraði 647 ökutækja mældur milli kl. 16:00 og 18:00. Hvorki fleiri né færri en 413 reyndust aka of hratt, eða 64% allra ökumanna. Kærðir voru 244 eða 38% og sá sem hraðast ók var á 119 km/klst. á kafla þar sem há- markshraði er 70 km/klst. Meðal- hraði kærðra var 87,2 km/klst., eða 17,2 km/klst. yfir leyfilegum há- markshraða. kgk Grunnskólinn í Borgarnesi hefur tekið Bjössaróló í fóstur Margir óku of hratt í umdæmi lögreglunnar ASÍ vill að fjármálaáætlun endurspegli loforð Le Champlain leggst að bryggju í Grundarfirði en fjær má sjá Seabourn Quest. Ljósm. tfk. Fyrstu skemmtiferða- skipin á Snæfellsnes Ocean Diamond við höfnina í Stykkishólmi en utan við Súgandisey liggur annað skip við ankeri. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.