Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 11 SK ES SU H O R N 2 01 9 Framhaldskólakennarar Fjölbrautaskóli Snæfellinga Grundarfirði óskar eftir að ráða framhaldskólakennara næstkom- andi skólaár 2019-2020. Um er að ræða líffræði 50% staða og íslenska 50% staða. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefna- miðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í fagi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og með upplýsingum um umsagnaraðila skal senda rafrænt til skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga á netfangið hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Umsóknarfrestur er til og með 24.júní 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari á hrafnhildur@fsn.is og Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari á netafanginu solrun@fsn.is. Námsráðgjafi Við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði er laus til umsóknar 50% staða námsráðgjafa. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í námsráðgjöf. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsókn með ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og með upplýsingum um umsagnaraðila skal senda rafrænt til skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga á netfangið hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Sakavottorð fylgi umsókn. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskólameistari, Sólrún Guðjónsdóttir, solrun@fsn.is og skóla- meistari, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, hrafnhildur@fsn.is. Matreiðslumaður Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði leitar að faglærðum matreiðslumanni til að stýra mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Mötuneytið er rekið í anda heilsueflandi framhalds- skóla og áhersla lögð á hollan og næringarríkan mat. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa farsæla reynslu af svipuðum rekstri, góða færni í mannlegum samskiptum og áhuga á að umgangast ungt fólk. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags og skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skóla- meistara í netfangið hrafnhildur@fsn.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 24. júní 2019. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari í netfangi hrafnhildur@fsn.is eða í síma 865-0424 og Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari í netfangi solrun@fsn.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 430-8400. Á vef skólans www.fsn.is má auk þess finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari Birna Kristín Baldursdóttir, brautarstjóri Búvísindabrautar, brautskráði 13 nemendur og Ing- unn Sandra Arnþórsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi. Gefandi: Bændasamtök Íslands. Ragnhildur Helga jónsdóttir, brautarstjóri náttúru- og um- hverfisfræðibrautar, og Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri Skógfræðibrautar, brautskráðu fjóra nemendur alls. Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Gefandi: Hið íslenska náttúru- fræðifélag. Þórhildur Ísberg hlaut verðlaun fyrir góðan árang- ur á BS prófi í Skógarfræði. Gef- andi: Skógræktin. Helena Guttormsdóttir braut- arstjóri brautskráði sex nemend- ur af Umhverfisskipulagsbraut. Þóra Margrét júlíusdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum með einkunina 9,23. Gefandi: Skipulagsfræði- félag Íslands. Þá hlaut Þóra Mar- grét einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS prófi á Umhverf- isskipulagsbraut. Gefandi: Félag íslenskra landslagsarkitekta. Eftirfarandi hlutu verðlaun Landbúnaðarháskólans fyrir góð- an árangur heilt yfir á B.S. prófi: Þorbjörg Helga Sigurðardóttir, fyrir frábæran árangur fyrir loka- verkefni á BS prófi með eink- unina 9,5. Einnig Þóra Margrét júlíusdóttir, fyrir góðan árangur á BS prófi með einkunina 8,96. Bjarni Diðrik Sigurðsson og Sigríður Kristjánsdóttir braut- skráðu fimm nemendur og Helga Stefánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir MS próf í skipulagsfræðum. Gefandi: Skipulagsfræðifélag Ís- lands. naomi D. Bos hlaut við- urkenningu fyrir góðan árangur í rannsóknamiðuðu MS prófi við Landbúnaðarháskóla Íslands með einkunina 9,32. Gefandi. Félag íslenskra búfræðikandidata. Geirlaug Þorvaldsdóttir, fulltrúi stofnenda Framfarasjóðs Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, af- henti Kareni Björgu Gestsdóttur styrk, en hún stefnir á MS nám í búvísindum við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor veitti styrk úr Blikastaða- sjóði til Katrínar Björnsdóttur til að hefja doktorsnám við Land- búnaðarháskóla Íslands. arg Síðastliðinn föstudag útskrifað- ist Lára Karitas jóhannesdóttir af félagsfræðabraut við Menntaskóla Borgarfjarðar með 9,44 í loka- einkunn, sem var hæsta meðalein- kunn á stúdentsprófi. Lára Karitas segist ekki geta deilt neinu leyndar- máli um hvernig hægt sé að ná svo góðum árangri en segir að námið hafi alltaf legið þokkalega vel fyrir henni. „Mér þótti námið skemmti- legt og ég held að það sé lykillinn. Þegar manni þykir skemmtilegt það sem maður er að gera er það auð- veldara og maður er duglegri. Ég held að það eina sem skipti máli sé að vera vel undirbúin fyrir skólann og gera öll verkefni, sama hversu lítil eða stór þau eru,“ segir Lára þegar Skessuhorn heyrði í henni hljóðið. Samhliða námi hefur hún unnið í hlutastarfi, fyrst í Bónus í Borgarnesi og svo í nettó. Aðspurð segist hún ekki hafa stundað neinar tómstundir sérstaklega en stundum farið í ræktina. „Það er gott að fara stundum í ræktina til að hreinsa hugann, hlaupa smávegis og fá út- rás,“ segir hún. Eftir útskriftina var haldin út- skriftarveisla í tilefni dagsins. „Ég fagnaði með lítilli veislu fyrir fjöl- skylduna. Svo er ég að fara í viku- ferð með fjölskyldunni minni til Almeria,“ segir hún. Í sumar ætlar hún að vinna í Brákarhlíð í Borgar- nesi, en hvað tekur við í haust? „Ég er búin að skrá mig í lögfræði við Háskólann á Akureyri næsta haust. Ég ætla í fjarnám og búa áfram í Borgarnesi,“ svarar hún. „Ég valdi lögfræði því ég veit ekki alveg hvað mig langar að verða og ég tel lög- fræði vera góðan grunn fyrir margt sem höfðar til mín. Ég vil fara strax í nám og ætla að byrja á þessu og sjá til hvað ég byggi svo ofan á þetta,“ segir hún að endingu. arg Dúx Menntaskóla Borgarfjarðar hefur skráð sig í lögfræði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.