Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 19
Fjölbreytt skemmtidagskrá var í boði á Akranesi á sjómanna-
daginn. Dagskráin hófst í kirkjugarðinum þar sem týndra sjó-
manna var minnst. Klukkan 11 var sjómannamessa í Akranes-
kirkju þar sem sjómaður var heiðraður fyrir störf sín, en það
var að þessu sinni Gísli Hallbjörnsson. Blómsveigur var lagð-
ur að minnismerki sjómanna á Akratorgi að messu lokinni.
Eftir hádegið hófst dagskrá á hafnarsvæðinu. Meðal dag-
skrárliða var dorgveiðikeppni og kappróður, sigling með Sig-
urfara, kassaklifur og bátasmíði. Fiskar og krabbadýr í körum
vöktu mikla athygli barna sem og hoppukastalar. Í kappróðri
var það lið Crossfit Ægir sem bar sigur úr býtum í karlaflokki,
Boot camp varð í öðru sæti og nýliðasveit Slökkviliðsins í
þriðja. Í kvennaflokki sigraði Metabolic, Boot Camp varð í
öðru sæti og Brekkubæjarskóli í þriðja. Að venju var kaffihlað-
borð hjá Slysavarnadeildinni Líf og var aðsókn góð þar sem
hlaðborð svignaði undan kökum og kruðeríi. Fjölmargt fleira
var í gangi á sama tíma í bænum, svo sem Akranesleikarnir í
sundi, eldsmíðakeppni á Safnasvæðinu og frítt var á Byggða-
safnið í tilefni dagsins. Þátttaka var góð í flest dagskráratriði
utan dýfingakeppnina sem féll niður. Þá munaði vissulega um
að fjölmargt stuðningsfólks karlaliðs ÍA fylgdi liðinu til Vest-
mannaeyjar þar sem spilað var við ÍBV síðdegis. Veðrið lék
við gesti og gangandi á sunnudaginn á Akranesi, sól og þokka-
legur hiti. mm
Sjómannadagurinn á Akranesi
Að morgni sjómannadags var messa í Akraneskirkju þar sem séra Þráinn Haraldsson þjónaði. Gísli Hallbjörnsson vélstjóri var
sæmdur heiðursmerki fyrir störf sín á sjó. Að messu lokinni var lagður blómsveigur að styttu sjómannsins á Akratorgi.
Plastboltar veiddir.
Fiskar og krabbadýr í körum vöktu athygli margra.
Félagar í sjósportsfélaginu Sigurfara kynntu sportið.
Hresst lið Brekkubæjarskóla eftir sigur á Grundaskóla í róðrarkeppni. Liðið hafnaði í þriðja sæti.
Metabolic og Bootcamp undirbúa hér kappróður. Slysavarnadeildin Líf seldi kaffi til stuðnings félagsstarfinu.
Félagar í Crossfit Ægi báru sigur úr býtum í kappróðri karla. Rúnu Björk þótti ekki
slæmt að fá að bera gullmedalíu Ingvars föður síns.
Eftir 13 ölgerðarkassa lét stæðan
undan.
Hvað ungur nemur gamall temur á við
jafnt í bátasmíði sem öðru.
Þær báru sig vel Grundaskólakonurnar þrátt fyrir naumt tap gegn Brekkubæjar-
skóla.
Sigurlið Crossfit Ægis í róðrarkeppninni.
Hraustlega var tekið á því í róðrinum,
svo mjög að þessi ár varð að gefa eftir í
úrslitakeppninni.