Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 27 Knattspyrnukonurnar Aníta Sól Ágústsdóttir og Veronica Líf Þórð- ardóttir hafa samið um að leika með ÍA til ársins 2020. Báðar hafa þær verið burðarásar í meistara- flokki félagsins undanfarin ár. Aníta er fædd árið 1997 og hef- ur spilað með meistaraflokki síðan 2013. Hún á að baki 73 leiki fyrir félagið og í þeim hefur hún skorað þrjú mörk. Þá hefur hún leikið átta leiki fyrir U19 ára landslið kvenna. Veronica er fædd sama ár og hef- ur einnig leikið með meistaraflokki frá 2013. Hún hefur spilað 60 leiki fyrir lið Skagakvenna og skorað í þeim þrjú mörk. Sigurður Þór Sigursteinsson, framkvæmdastjóri KFÍA, lýsti yfir ánægju sinni með að þær Aníta og Veronica hafi endurnýjað samninga sína við félagið til næstu tveggja ára. Þær væru mikilvægur hluti af ungu og efnilegu liði ÍA sem gæti gert góða hluti í sumar. kgk Fimm leikmenn skrifuðu undir samningja við Körfuknattleiksdeild Snæfells laugardaginn 25. maí. Þetta eru þær Gunnhildur og Berg- lind Gunnarsdætur, Helga Hjör- dís Björgvinsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Rósa Kristín Indr- iðadóttir. Gunnhildur, Berglind, Helga og Rebekka hafa allar leik- ið með Snæfelli undanfarin ár, en Rósa tekur skóna fram að nýju eft- ir nokkurra ára hlé frá körfuknatt- leiksiðkun. „Gleðitíðindi að halda heimastelpum og fá eina til að taka fram skóna aftur,“ segir í tilkynn- ingu á Facebook-síðu kkd. Snæ- fells. Við sama tækifæri voru nýir þjál- farar kvennaliðs Snæfells kynntir til sögunnar. Munu þeir Gunnlaugur Smárason og Gísli Pálsson, stýra liðinu í Domino‘s deildinni næsta vetur. kgk Matthías Leó Sigurðsson á Akranesi hefur áunnið sér rétt til að keppa í úrslitakeppni Youth European To- urnament í keilu, eða YET. Matth- ías tók þátt í þremur keppnum af sjö á keppnistímabilinu; í Luton á Englandi, Dublin á Írlandi og Køge í Danmörku og lenti í verðlauna- sæti í þeim öllum. Með því tryggði hann sér þátttökurétt til að keppa í úrslitakeppni í Kaupmannahöfn þar sem hann hafnaði í þriðja sæti í flokki 13 ára og yngri. „Matthías hefur fengið mikið hrós af móts- höldurum fyrir að vera yngstur í sínum flokki en ná þetta langt. Að geta tekið þátt í mótaröðinni gef- ur ómetanlega reynslu,“ segir í til- kynningu frá Keilufélagi Akraness. „Þakkar Keilufélagið stuðning frá Akraneskaupstað og Skaganum 3X sem átti sinn þátt í að þátttaka í mótunum gæti orðið að veruleika.“ kgk Knattspyrnufélag ÍA hefur endur- nýjað samninga við fimm leikmenn meistaraflokks karla undanfarna viku. Þetta eru þeir Arnar Már Guðjónsson, Arnór Snær Guð- mundsson, Hörður Ingi Gunnars- son, Stefán Teitur Þorðarson og Steinar Þorsteinsson. Arnar Már skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍA. Arnar er fæddur árið 1987 og hefur leik- ið með ÍA stærstan hluta síns knatt- spyrnuferils. Hann á að baki 351 leik fyrir ÍA og í þeim hefur hann skorað 70 mörk. Arnór Snær skrifaði undir nýj- an tveggja ára samning. Hann er fæddur árið 1993 og hefur leikið með ÍA undanfarin ár, en hann er alinn upp hjá Aftureldingu í Mos- fellsbæ. Arnór hefur spilað 101 leik fyrir ÍA í deild og bikar og í þeim hefur hann skorað fimm mörk. Steinar endurnýjaði samning sinn til þriggja ára. Steinar er fæddur árið 1997 og hefur spilað 74 deildar- og bikarleiki fyrir lið Skagamanna, auk leiks fyrir U21 árs landslið Íslands. Í þeim hefur hann skorað 18 mörk. Hann hefur verið mikilvægur hluti af liði ÍA í Pepsi Max deild karla í sumar. Hörður Ingi skrifaði undir þriggja ára samning við ÍA. Hann er fæddur árið 1998 og á að baki 32 leiki með ÍA í deild og bikar. Í þeim hefur hann skorað eitt mark. Hörð- ur hefur einnig leikið fjölda leikja fyrir unglingalandslið Íslands og hefur verið fastamaður í byrjunar- liði ÍA í sumar. Stefán Teitur Þórðarson skrifaði einnig undir þriggja ára samning. Hann er fæddur 1998 og á að baki 57 deildar- og bikarleiki með ÍA og hefur skorað 14 mörk fyrir félagið. Þá hefur hann einnig leikið með U21 árs landsliði Íslands. Stefán hefur verið fastamaður í liði ÍA það sem af er sumri. kgk/ Ljósm. KFÍA. Lokahóf meistaraflokka Körfu- knattleiksdeildar Skallagríms var haldið í Vindási í Borgarnesi föstu- daginn 24. maí. Þar voru veitt verð- laun þeim leikmönnum sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu tíma- bili. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Bjarni Guðmann jónsson voru valin mikilvægustu leikmennirn- ir. Varnarmenn ársins voru val- in þau Maja Michalska og Björg- vin Hafþór Ríkharðsson. Þá þóttu þau Ragnar Magni Sigurjónsson og Árnína Lena Rúnarsdóttir hafa sýnt mestar framfarir á liðnum vetri. Að lokum gaf stjórn kkd. Skalla- gríms Bjarna Guðmanni sérstaka Skallagrímstreyju til að hafa með sér til Bandaríkjanna með slagorð- inu „Get-Ætla-Skal“ prentað fram- an á treyjuna. Bjarni fer sem kunn- ugt er til háskólanáms næsta haust og mun leika með liði Fort Hays State í Kansas í bandaríska háskóla- boltanum. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Penninn á lofti á Akranesi Sigrún og Bjarni valin mikilvægust Bjarni Guðmann með treyjuna sem stjórn kkd. Skallagríms færði honum að gjöf fyrir ferðina til Bandaríkjanna. Þeir leikmenn sem verðlaunaðir voru á lokahófi Skallagríms. F.v. Árnína Lena Rúnarsdóttir, Maja Michalska, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Ragnar Magni Sigurjónsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Á myndina vantar Bjarna Guðmann Jónsson. Fimm leikmenn semja við Snæfell og nýir þjálfarar kynntir Leikmennirnir fimm sem skrifuðu undir ásamt þjálfurum. F.v. Gísli Pálsson, Gun- nhildur Gunnarsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir, Rósa Kristín Indriðadóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Smárason. Ljósm. Snæfell. Aníta og Veronica semja við ÍA Aníta Sól Ágústsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir. Ljósm. KFÍA. Matthías gerir það gott í keilunni Matthías er hér lengst til hægri í mynd. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.