Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 201918
Sjómannadagurinn var haldinn um
helgina eins og venjan er í Snæ-
fellsbæ og var öll helgin notuð til
hins ýtrasta til þess að koma þéttri
dagskrá fyrir. Veður var hins vegar
ekki eins og best verður á kosið og
varð til dæmis að aflýsa skemmti-
siglingu og kappróðri út af veðri.
Dagskráin hófst í Sjómannagarð-
inum á föstudag með grillveislu
í boði áhafnanna sem sáu um sjó-
mannadaginn. Síðan sáu Krist-
ján Guðnason og Sísí Ásþórsdótt-
ir um að halda upp stuði fram eft-
ir kvöldi. Á laugardag var svo fjöl-
menn dorgveiðikeppni fyrir börnin
í boði SjónSnæ. Síðan var dagskrá
við Rifshöfn og keppt í mörgum
greinum. Einnig var boðið upp á
fiskisúpu sem margir voru hrifn-
ir af, auk þess sem hoppukastalar
voru settir upp í Von, húsi björg-
unarsveitarinnar Lífsbjargar.
Sjómannahóf var svo hald-
ið í félagsheimilinu Klifi þar sem
um 300 manns skemmtu sér að
venju hið besta og var boðið upp
á skemmtiatriði, hlaðborð, áskor-
endakeppni og tvær sjómannskon-
ur voru heiðraðar; þær Aðalheiður
Aðalsteinsdóttir og Ingibjörg Sum-
arliðadóttir.
Sjómannamessur voru á sunnu-
dag og hátíðardagskrá í Sjómanna-
garðinum á Hellissandi og í Ólafs-
vík þar sem tveir sjómenn voru
heiðraðir. Það voru þeir Björn Er-
lingur jónasson og Sigurður Hösk-
uldsson, en þeir hafa báðir verið til
sjós í nær 50 ár og skipsverjar í 38
ár á sama bátnum, Ólafi Bjarnasyni
SH 137, sem Björn Erlingur hefur
stýrt í áratugi, en þeir félagar eru
nú báðir komnir í land.
af
Hátíðarstemning á
sjómannadeginum í Snæfellsbæ
Sjómennirnir Björn Erlingur Jónasson og Sigurður Höskuldsson voru heiðraðir
í Ólafsvík, hér eru þeir ásamt eiginkonum sínum Kristínu Vigfúsdóttur og Guð-
mundu Wiium.
Loftkastalar voru settir upp í sjómannagarðinum.
Sjómannskonurnar Aðalheiður Aðalsteinsdóttir og Ingibjörn Sumarliðadóttir
voru heiðraðar ásamt Kjartani Hallgrímssyni, Vagni Ingólfssyni og Sigtryggi
Þráinssyni.
Boðið var upp á fiskisúpu og hér eru
Vagn Ingólfsson og Magnús Hökulds-
son kátir að gefa gestum smakk.
Sjómannadagurinn í
Grundarfirði 2019
Mikil gleði var í Grundarfirði um
liðna helgi þar sem sjómenn, fjöl-
skyldur þeirra og aðrir bæjarbúar
fögnuðu sjómannadeginum. Varð-
skipið Þór kom til Grundarfjarðar-
hafnar á föstudagskvöldinu og var
boðið upp á skemmtisiglingu með
skipinu á laugardeginum. Varð-
skipsmenn tóku líka þátt í hátíð-
arhöldunum sem voru fjölbreytt
þetta árið.
tfk
Varðskipsmenn stóðu heiðursvörð við minningarathöfnina.
Sjómenn þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir og hér er Hlynur Sigurðsson ásamt
liðsfélögum sínum að draga Volvo af stærstu gerð yfir marklínuna.
Þau Runólfur Guðmundsson, Edda Svava Kristjánsdóttir, Sigurjón Halldórson
og Hildur Sæmundsdóttir voru heiðruð í hátíðarmessu á sjómannadag. F.v. Guð-
mundur Pálsson frá sjómannadagsráði, hjónin Runólfur Guðmundssson og Edda
Svava Kristjánsdóttir, hjónin Sigurjón Halldórsson og Hildur Sæmundsdóttir og
Jón Frímann Eiríksson frá sjómannadagsráði.
Skipverjar á Þór kepptu um Pétursbikarinn í reipitogi og þar
var hart tekist á.
Áhöfnin á Helga SH eru hér að keppa í þrautabrautinni sem
erfitt var að komast þurr í gegnum.
Björgunarsveitin Klakkur fylgdi varðskipinu í skemmtisigl-
ingunni.
Hér eru skipverjar af varðskipinu Þór í kröppum dansi í
kappsiglingu í Grundarfjarðarhöfn.