Skessuhorn - 05.06.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Skagakonur eru komnar áfram í
Mjólkurbikar kvenna eftir frábæran
endurkomusigur á Þrótti R. á Akra-
nesvelli á föstudagskvöld, 3-2.
Gestirnir úr Reykjavík byrjuðu
leikinn af miklum krafti og kom-
ust yfir strax á 2. mínútu. Lauren
Wade fékk sendingu inn fyrir vörn
Skagakvenna og kláraði vel framhjá
Tori Ornela í markinu. Þróttur réði
gangi mála á vellinum eftir mark-
ið og bætti öðru marki við á 15.
mínútu. Linda Líf Boama renndi
boltanum fyrir markið þar sem
Lauren stakk sér á milli varnar-
manna ÍA og skoraði með skoti í
bláhornið. Skagakonur minnkuðu
muninn á 24. mínútu eftir mistök
í vörn Þróttar. Ólöf Sigríður Krist-
insdóttir komst inn í lélega send-
ingu til baka og sendi boltann auð-
veldlega í netið. Eftir markið sóttu
Skagakonur í sig veðrið en tókst þó
ekki að jafna metin áður en flautað
var til hálfleiks.
Skagakonur mættu ákveðnar til
síðari hálfleiks og tókst að jafna
metin á 54. mínútu. Varnarmönn-
um Þróttar gekk illa að koma bolt-
anum í burtu eftir hornspyrnu. Að
lokum barst hann í átt að Fríðu
Halldórsdóttur fyrir utan teig.
Fríða var ekkert að tvínóna við
hlutina heldur þrumaði honum
viðstöðulaust í slánna og inn. Stór-
kostlegt mark hjá Fríðu.
Leikurinn var galopinn eft-
ir jöfnunarmark Skagakvenna og
bæði lið fengu færi til að kom-
ast yfir. Það var síðan á 75. mín-
útu sem Eva María jónsdóttir kom
ÍA yfir. Aftur gekk gestunum illa
að hreinsa frá marki eftir horn-
spyrnu. Boltinn barst á Evu sem
skoraði með hárnákvæmu skoti af
vítateigslínunni. Mikið fjör var í
leiknum eftir að ÍA komst yfir og
bæði lið fengu sín tækifæri til að
bæta við marki. Þau færi fóru hins
vegar forgörðum og niðurstaðan
frábær endurkomusigur ÍA, 3-2.
Skagakonur eru því komn-
ar áfram í Mjólkurbikarnum. Á
mánudag var dregið í viðureign-
ir í átta liða úrslitum. Þar mætir
ÍA liði Fylkis. Sá leikur fer fram á
Akranesvelli föstudaginn 28. júní
næstkomandi. kgk
Ólafsvíkingar máttu sætta sig við
2-0 tap á útivelli gegn Leikni R., en
liðin mættust í fimmtu umferð 1.
deildar karla í knattspyrnu á föstu-
dagskvöld.
Heimamenn voru betri í fyrri
hálfleik en leikmenn Víkings Ó.
náðu sér ekki á strik. Leiknir fékk
fleiri færi framan af leiknum og
vildu meina að löglegt mark hefði
verið tekið af þeim eftir um 20.
mínútna leik. Víkingar áttu álitlega
skyndisókn undir lok fyrri hálfleiks
en hún rann út í sandinn. Staðan
var því markalaus þegar flautað var
til hálfleiks.
Meira jafnræði var með liðunum
í upphafi síðari hálfleiks. Ólafsvík-
ingar vildu fá vítaspyrnu þegar þeir
töldu boltann fara í hönd varnar-
manns eftir langt innkast en dóm-
arinn var ekki á sama máli. Stuttu
seinna náðu þeir góðum samleik
vinstra megin á vellinum en hann
rann út í sandinn. Fyrsta mark
leiksins komst síðan á 60. mínútu
þegar Sólon Breki Leifsson kom
Leiknismönnum yfir. Hann náði að
slíta sig frá Michael newberry áður
en hann lét vaða og skoraði með
þéttingsföstu skoti í vinstra hornið.
Tíu mínútum síðar bættu heima-
menn öðru marki við. Ingólfur Sig-
urðsson sendi boltann fyrir markið
á Ígnacio Heras Anglada sem var
aleinn í teignum og skoraði.
Sókn Víkinga þyngdist eftir því
sem leið á leikinn. Undir lokin
voru allir leikmenn vallarins nema
Franko Lalic, markvörður Víkings,
á vallarhelmingi Leiknis. Þeim
tókst hins vegar ekki að skapa sér
nein ákjósanleg marktækifæri og
því fór sem fór. Leiknir sigraði með
tveimur mörkum gegn engu.
Víkingur Ó. hefur tíu stig í þriðja
sæti deildarinnar, jafn mörg og
Keflavík í sætinu fyrir ofan en stigi
meira en næstu lið fyrir neðan.
kgk/ Ljósm. úr safni/ af.
Skallagrímur vann góðan 2-0 sigur á
KH þegar liðin mættust í fimmtu um-
ferð 3. deildar karla í knattspyrnu á
fimmtudag. Leikið var í Borgarnesi.
Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn
vel og komust yfir strax á 3. mínútu.
Eftir markspyrnu frá marki heim-
anna var boltinn skallaður fyrir fætur
Declan Redmond. Hann sendi hann í
fyrstu snertingu á Gísla Laxdal Unn-
arsson á vinstri kantinum. Gísli átti
glæsilega móttöku, stakk af tvo varn-
armenn og skoraði örugglega einn á
móti markverði.
Gestirnir sóttu nokkuð stíft eftir að
Borgnesingar komust yfir en skildu
jafnframt eftir mikið svæði fyrir aft-
an vörnina. Skallagrímsmenn lágu til
baka og beittu skyndisóknum og hefðu
hæglega getað bætt við mörkum.
Staðan í hálfleik var 1-0 og þann-
ig var hún allt þar til á 81. mínútu
leiksins. javier Lain Lafuente átti
langan hreinsun frá marki Skalla-
gríms sem Gísli Laxdal þefaði uppi
á undan varnarmönnum KH. Hann
lék á markmann fyrir utan vítateig
og sendi boltann í netið úr þröngu
færi. Skoraði Gísli þar annað mark
sitt og tryggði 2-0 sigur Borgnes-
inga.
Eftir fimm leiki hefur Skallagrím-
ur sex stig í sjötta sæti deildarinnar,
tveimur stigum minna en Álftanes í
sætinu fyrir ofan en eins stigs for-
skot á næstu lið.
næsti leikur Borgnesinga er úti-
leikur gegn Sindra á Hornarfirði
mánudaginn 10. júní næstkomandi.
kgk/ Ljósm. úr safni/ sas.
ÍA tapaði óvænt gegn botnliði ÍBV
í Pepsi Max deild karla á sunnu-
dag, 3-2. Leikið var á Hásteinsvelli
í Vestmanneyjum.
Skagamenn sóttu stíft í upphafi
leiks og komust yfir strax á 6. mín-
útu. Gilson Correia var að dóla með
boltann sem aftasti maður. Tryggvi
Hrafn Haraldsson nýtti sér það, hirti
boltann af honum og skoraði. Eyja-
menn jöfnuðu metin á 27. mínútu
þegar jonathan Glenn skoraði eftir
laglegan samleik heimamanna upp
völlinn. Á lokamínútu fyrri hálf-
leiks fékk ÍBV aukaspyrnu. Boltinn
var sendur inn á teig þar sem hann
var skallaður fyrir fætur Breka Óm-
arssonar sem skoraði auðveldlega af
stuttu færi og ÍBV komið yfir. En
þar með var viðburðaríkum fyrri
hálfleik ekki lokið. Í uppbótartíma
var Diogo Coelho vikið af velli fyr-
ir að gefa Halli Flosasyni olnboga-
skot. Eyjamenn leiddu 2-1 í hléinu
en voru orðnir manni færri.
Það virtist hins vegar ekki há ÍBV
sérstaklega að hafa misst mann út
af, því þeir skoruðu þriðja mark sitt
á 54. mínútu. Felix Örn Friðriksson
sendi frábæra sendingu inn á teig-
inn beint á kollinn á Víði Þorvarð-
arsyni sem stangaði boltann í netið.
Sókn Skagamanna þyngdist eftir
því sem leið á leikinn en lengi vel
náðu þeir ekki að Skapa sér nein al-
vöru marktækifæri. Þeir minnkuðu
muninn í 3-2 á 81. mínútu. Steinar
Þorsteinsson fékk boltinn í teign-
um, náði að búa sér til smá pláss og
skrúfaði hann í fjærhornið. Laglegt
mark hjá Steinari og áfram héldu
Skagamenn að sækja. Tryggvi hefði
getað jafnað metin í uppbótartíma.
Hann fékk boltann í vítateignum,
átti fast skot að marki en Rafael Ve-
loso varði frá honum á ögurstundu.
Fleiri urðu færin ekki og Eyjamenn
fóru því með sigur af hólmi, 3-2
en Skagamenn máttu sætta sig við
fyrsta tap sumarsins.
Eftir sjö umferðir situr ÍA í öðru
sæti deildarinnar með 16 stig, jafn
mörg og topplið Breiðabliks en
tveimur stigum á undan KR. næsti
leikur Skagamanna er einmitt stór-
leikur gegn KR. Sá fer fram á Akra-
nesvelli laugardaginn 15. júní næst-
komandi.
kgk
Skagamenn eru úr leik í Mjólk-
urbikar karla í knattspyrnu eft-
ir 2-1 tap gegn FH í Hafnarfirði á
fimmtudagskvöld.
Heimamenn byrjuðu leikinn af
krafti og náðu að skapa sér nokk-
ur ágætis færi fyrstu mínúturnar,
en öll fóru þau forgörðum. Skaga-
menn komust betur inn í leikinn
eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn
en náðu ekki að gera neina alvöru
atlögu að marki FH-inga. Staðan í
hálfleik var því markalaus.
Síðari hálfleikur var mun líf-
legri en sá fyrri og bæði lið fengu
góð færi. Kristinn Steindórsson var
nálægt því að koma FH yfir á 59.
mínútu en þrumuskot hans small í
stönginni. Strax í næstu sókn fékk
Viktor jónsson dauðafæri hinum
megin á vellinum en skallaði yfir af
stuttu færi. Stuttu síðar fékk Brand-
ur Olsen dauðafæri en Árni Snær
Ólafsson varði vel í marki ÍA.
Það var ekki fyrr en á 72. mín-
útu að ísinn var brotinn og þar var á
ferðinni FH-ingurinn Steven Len-
non. Arni Snær varði skot frá jón-
atan Inga jónssyni en boltinn féll
beint fyrir fætur Stevens sem skor-
aði auðveldlega. Heimamenn kom-
ust síðan í 2-0 á 81. mínútu þegar
jákup Thomsen skoraði með skalla
eftir hornspyrnu.
En Skagamenn voru fljótir að
minnka muninn. Aðeins mínútu
eftir mark FH-inga fékk jón Gísli
Eyland Gíslason boltann fyrir utan
teig og þrumaði honum í stöngina
og inn. jón Gísli átti síðan fyrirgjöf
skömmu síðar sem small í þver-
slánni en nær komust þeir ekki.
FH-ingar sigruðu 2-1 og Skaga-
menn hafa því lokið þátttöku sinni í
Mjólkurbikarnum að þessu sinni.
kgk/ Ljósm. gbh.
Fundu aldrei taktinn
Góður sigur Skallagríms
Óvænt tap Skagamanna í Eyjum
Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn
fyrir ÍA seint í leiknum en það dugði
ekki til og Skagamenn máttu sætta sig
við tap. Ljósm. gbh.
Endurkomusigur í bikarnum
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði fyrsta mark ÍA í 3-2 endurkomusigri gegn
Þrótti R. Ljósm. úr safni/ gbh.
Skagamenn úr leik í bikarnum