Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2019/105 543
Unnur Anna
Valdimarsdóttir
faraldsfræðingur
Prófessor við læknadeild
Háskóla Íslands, gesta-
prófessor við deild lækn-
isfræðilegrar faraldsfræði
og líftölfræði, Karolinska
Institutet og faraldsfræði-
deild Harvard TH Chan
School of Public Health
unnurav@hi.is
10.17992/lbl.2019.12.258
Áfalla- og streituraskanir – ein megin-
áskorun lýðheilsuvísinda 21. aldar
Á seinni hluta 20. aldar náðist mikill árangur í forvörn-
um gegn ýmsum skæðum sjúkdómum og lífslíkur
manna á heimsvísu jukust á þessu tímabili um rúmlega
30 ár.1 Dæmi um áfanga sem áttu þátt í að skila þess-
um ávinningi eru uppgötvanir sýklalyfja og bóluefna
gegn úrbreiðslu smitsjúkdóma en einnig hagnýting
þekkingar á vægi lífsstílsþátta, þar á meðal reykinga
og blóðfitu, í þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Hér ber
líklega hæst verulegan árangur í reykingaforvörnum
en samkvæmt samantekt Embættis landlæknis hefur
algengi daglegra reykinga meðal fullorðinna Íslendinga
minnkað úr 50% árið 1970 í 11,5% árið 2015.2
En eru í sjónmáli nýjar áskoranir og landvinningar
að bættri lýðheilsu? Sterk rök eru fyrir því að ein mik-
ilvægasta áskorun 21. aldar um bætt lífsgæði og jafn-
framt lífslengd manna felist í aukinni þekkingu á
heilsufarslegum afleiðingum langvinnrar streitu, áfalla
og áfallatengdum röskunum ásamt forvörnum og með-
ferð á því sviði.
Tæplega þriðjungur manna mun þróa með sér geð-
röskun af einhverju tagi einhvern tímann á lífsleiðinni3
en nýgengið eykst verulega í kjölfar áfalla og þungbærr-
ar lífsreynslu á borð við ofbeldi, náttúruhamfarir, tekju-
eða atvinnumissi, greiningu lífshættulegra sjúkdóma
innan fjölskyldu og ástvinamissi. Þessir atburðir eru
algengir í okkar samfélagi – til dæmis má gera ráð fyrir
því að þriðjungur kvenna verði fyrir kynferðislegu eða
líkamlegu ofbeldi og flest okkar upplifa alvarleg veik-
indi og/eða ástvinamissi einhvern tímann á lífsleiðinni.
Til viðbótar við aukna hættu á geðröskunum í kjölfar
áfalla hafa rannsóknir á síðustu árum rennt styrkum
stoðum undir tengsl áfalla og áfallatengdra raskana við
þróun líkamlegra sjúkdóma.
Áhugi vísindamanna á þætti áfalla og streitu í þró-
un líkamlegra sjúkdóma er ekki nýr af nálinni en fyrstu
rannsóknir á þessu viðfangsefni voru flestar smáar
í sniðum og oft með verulegum aðferðafræðilegum
annmörkum. Þó komu fram vísbendingar um tengsl
streitu við þróun kvefpesta sem og áhrif samfélagslegra
áfalla, til dæmis náttúruhamfara, á dánartíðni af völd-
um hjarta- og æðasjúkdóma. Upp úr aldamótum hafa
einnig bæst við sterkar vísbendingar úr dýramódelum
og klínískum rannsóknum á mönnum um sál-lífeðl-
isfræðilega ferla streitu um undirstúku-heiladinguls-
nýrnahettu-öxulinn og sympatíska taugakerfið og nei-
kvæð áhrif þeirra á hjarta-, æða- og ónæmiskerfi.
Eftir nær 20 ára vísindastarf á þessu sviði hlaut
rannsóknarhópur minn fyrir nokkru veglega styrki
frá Evrópska rannsóknarráðinu og Rannsóknasjóði
Íslands sem gefa starfi okkar verulega innspýtingu.
Hluti rannsóknanna er unninn hér á Íslandi, meðal
annars rannsóknin Áfallasaga kvenna í samstarfi við
Íslenska erfðagreiningu, en hluti er unninn í Svíþjóð.
Markmið rannsóknanna er að varpa ljósi á breytileika
í heilsufarsþróun í kjölfar áfalla. Fyrstu niðurstöður úr
sænska hluta verkefnis okkar hafa birst á síðastliðnu
ári í þremur vísindagreinum í tveimur af fremstu al-
þjóðlegu vísindatímaritunum í læknisfræði. Í þessum
rannsóknum fylgdum við eftir á bilinu 106-145.000
einstaklingum með áfalla- og streitutengdar raskanir,
þar á meðal áfallastreituröskun, áfallastreituviðbrögð,
aðlögunarröskun og önnur streitutengd viðbrögð, og
bárum sjúkdómsáhættu þeirra saman við alsystkini
þeirra og óskylda einstaklinga (kyn- og aldursparað)
án slíkra raskana. Í rannsóknarsniði og tölfræðilegri
úrvinnslu lögðum við okkur fram um að taka tillit til fé-
lags- og hagfræðilegrar stöðu, sögu um fyrri sjúkdóma
(geðrænna og líkamlegra) og annarra blöndunarþátta.
Niðurstöður sýna ótvírætt að fólk með áðurnefndar
áfallatengdar raskanir er í um 30% aukinni áhættu á
fjölmörgum sjálfsofnæmissjúkdómum,4 30-60% auk-
inni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum5 og um 50%
aukinni áhættu á ýmsum lífshættulegum sýkingum á
borð við heilahimnubólgu, hjartaþelsbólgu og blóðsýk-
ingum.6 Yngri einstaklingar með áfallatengdar raskanir
voru í meiri áhættu á ofangreindum sjúkdómum sem
og einstaklingar með svæsnari áfallatengdar raskanir.
Á hinn bóginn virtist áhætta á þessum illvígu sjúkdóm-
um vera minni meðal fólks sem tók SSRI-lyf fyrsta árið
eftir greiningu áfallatengdu röskunarinnar, sem gefur
ákveðna vísbendingu um gagnsemi slíkra íhlutana.
Starfi okkar er hvergi nærri lokið en í deiglunni eru
meðal annars rannsóknir á áhrifum slíkra raskana á
þróun taugasjúkdóma og krabbameina, og erfðarann-
sóknir á breytileika heilsufars í kjölfar áfalla.
Þessi nýja þekking á brýnt erindi við lækna og annað
heilbrigðisstarfsfólk með skjólstæðinga og aðstandend-
ur þeirra sem eru að ganga í gegnum mjög þungbæra
lífsreynslu. Hér getur fræðsla, aukið eftirlit, skimun og,
eftir atvikum, tilvísun í geðheilbrigðisþjónustu skipt
máli til að minnka líkur á frekari heilsubresti hjá þess-
um viðkvæmu hópum.
Heimildir
1. Rosling H, Rosling O AR. R. Factfulness. Flatiron Books, New York
2018.
2. Jónsdóttir LS, Jensson V. Þróun tóbaksneyslu á Íslandi. Embætti land-
læknis, Reykjavík 2016.
3. Steel Z, Marnane C, Iranpour C, Chey T, Jackson JW, Patel V, et al. The
global prevalence of common mental disorders: a systematic review
and meta-analysis 1980-2013. Int J Epidemiol 2014; 43: 476-93.
4. Song H, Fang F, Tomasson G, Arnberg FK, Mataix-Cols D, Fernández
de la Cruz L, et al. Association of Stress-Related Disorders With
Subsequent Autoimmune Disease. JAMA 2018; 319: 2388-400.
5. Song H, Fang F, Arnberg FK, Mataix-Cols D, Fernández de la Cruz L,
Almqvist C, et al. Stress related disorders and risk of cardiovascular
disease: population based, sibling controlled cohort study. BMJ 2019;
365: l1255.
6. Song H, Fall K, Fang F, Erlendsdóttir H, Lu D, Mataix-Cols D, et al.
Stress related disorders and subsequent risk of life threatening infect-
ions: population based sibling controlled cohort study. BMJ 2019; 367:
l5784.
Stress-related disorders
– a major challenge of
21st century medical
sciences
Unnur Anna Valdimarsdóttir
PhD Clinical Epidemiology,
Professor of Epidemiology,
Faculty of Medicine,
University of Iceland.
R I T S T J Ó R N A R G R E I N