Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 12

Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 12
548 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N rannsóknartímabilið 1972-1991. Miklar framfarir hafa átt sér stað í fósturgreiningu og umönnun veikra nýbura frá síðasta rann- sóknartímabili og því er áhugavert að skoða hvort breytingar hafi orðið á meðgöngulengd við greiningu og afdrifum fóstra/barna sem greinast með missmíð í miðtaugakerfi. Efniviður og aðferðir Upplýsingar um fóstur og börn sem greindust með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi á árunum 1992-2016 á Íslandi og mæð- ur þeirra fengust úr sjúkraskrám Landspítala og gögnum frá Fæðingaskrá Embættis landlæknis (samkvæmt ICD-10 greining- um Q00-Q07.9, O35.0, O35.8, O35.9). Alls fundust 291 tilfelli, 85 voru útilokuð frá rannsókninni þar sem í ljós kom að ekki var um eiginlega meðfædda missmíð í miðtaugakerfi að ræða og eftir stóðu því 206 tilfelli sem voru rannsökuð nánar. Fyrir hvert tilfelli var skráð tegund missmíðar, hvort greining var gerð fyrir eða eftir fæðingu og meðgöngulengd í dögum við greiningu (samkvæmt ómskoðun við 12 eða 20 vikur) ef missmíð- in greindist á fósturskeiði. Einnig var skráð heilbrigðisumdæmi miðað við heimilisfang móður, ár sem missmíð greindist og afdrif þungunar, það er hvort framkvæmt var meðgöngurof eða sjálf- krafa fósturlát varð og við fæðingu var skráð hvort barnið fæddist lifandi eða andvana. Meðfæddum missmíðum í miðtaugakerfi var skipt í 7 flokka; vatnshöfuð án klofins hryggjar, klofinn hrygg með og án vatnshöfuðs, heilahaul, samhvelun, heilaleysi og aðrar mis- smíðar (meðal annars höfuðsmæð (microcephaly), meðfædd vöntun á heilahvelatengslum (agenesis of the corpus callosum), Dandy- Walker missmíð, blöðrur í miðtaugakerfi og fleira. Upplýsingar sem skráðar voru um móður voru aldur við grein- ingu, þjóðerni, hvort móðir var flogaveik, með sykursýki, offitu eða aðrar sjúkdómsgreiningar og hvort móðir tók flogaveikilyf, sykursýkislyf eða önnur lyf á meðgöngu. Upplýsingum um reyk- ingar, inntöku fólínsýru á meðgöngu og aðgerðir á görn var einnig safnað. Hæð og þyngd við fyrstu mæðraskoðun var skráð, líkams- þyngdarstuðull (LÞS) reiknaður og skipt í fjóra flokka; undir kjör- þyngd (LÞS<18,5), kjörþyngd (LÞS 18,5-24,9), ofþyngd (LÞS 25,0- 29,9) og offitu (LÞS≥30). Upplýsingar sem skráðar voru um fóstur eða barn voru hvort gerð hafi verið litningarannsókn eða örflögugreining frá fóstri, fylgju eða barni og hvort útkomur úr slíkum greiningum sýndu frávik eða ekki. Niðurstaða úr vefjarannsókn fósturs var skráð ef hún lá fyrir eftir sjálfkrafa fósturlát eða meðgöngurof. Skráð var hvort fæðing var fullburða (≥37 vikur) eða fyrirburafæðing, fæðingarmáti, fæðingarþyngd, innlagnir á nýburagjörgæsludeild og aðgerðir vegna meðfæddrar missmíðar í miðtaugakerfi á fyrsta ári eftir fæðingu. Skráð var hvort barnið var á lífi þegar rannsókn- in var gerð (miðað við 30. apríl 2018). Allar upplýsingar voru skráðar í Microsoft Excel skjöl, eitt fyrir tilfelli greind á fósturskeiði og annað fyrir tilfelli greind eftir fæðingu. Að lokinni gagnasöfnun voru gögnin lesin inn í tölfræðiforritið R en tölfræðiúrvinnsla fór fram í R og Microsoft Excel. Rannsóknartímabilinu var skipt í 5 tímabil sem hvert var 5 ár og var lýsandi tölfræði beitt til að meta nýgengi missmíða eftir tímabilum og tíðni ákveðinna breyta. Heildarnýgengi og nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi meðal nýbura voru reiknuð út frá fjölda fæddra barna á hverju ári eða tímabili, eftir því hvað við átti. Notuð voru t-próf og tölfræðipróf sem byggir á kí-kvaðrat prófi þegar meðaltöl og hlutföll voru borin saman. Miðað var við að niðurstöður væru marktækar ef p-gildi var <0,05. Leyfi fyrir rannsókninni fengust frá Vísindasiðanefnd (VSN 17-240), fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala og Embætti landlæknis vegna aðgangs að Fæðingarskrá. Niðurstöður Nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi á Íslandi 1992-2016 Á tímabilinu 1992-2016 fæddist samkvæmt gögnum frá Fæðinga- skrá 109.901 barn á Íslandi og 206 missmíðar greindust í mið- taugakerfi, 184 á fósturskeiði og 22 eftir fæðingu. Samanlagt heildarnýgengi var því 1,9/1000 nýbura en nýgengi meðal nýbura eingöngu var 0,5/1000 nýbura. Heildarnýgengi og nýgengi meðal Tafla I. Nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi, fimm ára tímabil. Tímabil Fjöldi tilfella Fjöldi fæddra barna á tímabili Heildarnýgengi pr. 1000 Nýgengi meðal nýbura pr. 1000 1992-1996 45 22.465 2,0 0,8 1997-2001 29 21.021 1,4 0,3 2002-2006 38 21.248 1,8 0,5 2007-2011 42 23.843 1,8 0,3 2012-2016 52 21.324 2,4 0,7 Tafla II. Greiningarhlutfall á fósturskeiði eftir flokkum missmíða. Fjöldi (%). Flokkur Greint á fósturskeiði Greint eftir fæðingu Greint fyrir 22 vikna meðgöngu Greint eftir 22 vikna meðgöngu Vatnshöfuð 48 (98) 1 (2) 45 (94) 3 (6) Klofinn hryggur m/ vatnshöfði 37 (90) 4 (10) 34 (92) 3 (8) Klofinn hryggur án vatnshöfuðs 9 (75) 3 (25) 7 (78) 2 (22) Heilahaulun 12 (92) 1 (8) 12 (100) 0 (0) Samhvelun 10 (100) 0 (0) 10 (100) 0 (0) Heilaleysi 34 (100) 0 (0) 33 (97) 1 (3) Aðrar missmíðar 34 (72) 13 (28) 28 (85) 5 (15) Samtals 184 (89) 22 (11) 169 (92)* 14 (8)* *Upplýsingar um tímasetningu greiningar vantaði fyrir eitt tilfelli sem greindist á fósturskeiði

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.