Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2019, Page 13

Læknablaðið - Dec 2019, Page 13
LÆKNAblaðið 2019/105 549 R A N N S Ó K N nýbura voru breytileg milli ára og 5 ára tímabila en engin ákveðin mynstur hækkunar eða lækkunar sáust (tafla I). Heildarnýgengi var hæst 2,4/1000 nýbura á tímabilinu 2012-2016 en nýgengi meðal nýbura var aftur á móti hæst á tímabilinu 1992-1996 eða 0,8/1000 nýbura. Tegundir meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi Algengasta missmíðin sem greindist var klofinn hryggur með og án vatnshöfuðs (n=53, þar af 12 án vatnshöfuðs). Vatnshöfuð án klofins hryggjar (n=49), heilaleysi (n=34) og aðrar missmíðar (n=47) voru einnig algengar. Heilahaull (n=13) og samhvelun (n=10) greindust sjaldnar. Tímasetning greiningar Mikill meirihluti tillfella, eða 89% (n=184), greindist á fósturskeiði. Greiningarhlutfallið var hæst 100% fyrir samhvelun og heilaleysi en lægst 72% fyrir aðrar missmíðar. Missmíðar sem greindust á fósturskeiði greindust í 92% tilvika (n=169) fyrir 22 vikna með- göngu. Heilahaular og samhvelun greindust í öllum tilvikum fyrir 22 vikna meðgöngu en hlutfallið var lægst fyrir klofinn hrygg án vatnshöfuðs þar sem 78% tilfella greindust fyrir 22 vikna með- göngu (tafla II). Við heilaleysi styttist meðallengd meðgöngu við greiningu marktækt milli tímabilanna 1992-1996 og 2012-2016 (p=0,006) en hún var 19,3 vikur 1992-1996 en 11,6 vikur 2012-2016. Meðallengd meðgöngu við greiningu hélst stöðug á rannsóknar- tímabilinu fyrir flesta aðra flokka missmíða (tafla III). Greining eftir heilbrigðisumdæmum Greiningarhlutfall á fósturskeiði var metið fyrir höfuðborgar- svæðið annars vegar og samanlögð heilbrigðisumdæmi utan höf- uðborgarsvæðisins hins vegar. Hlutfallið var marktækt hærra á höfuðborgarsvæðinu þar sem 94% tilfella greindust á fósturskeiði samanborið við 80% tilfella utan höfuðborgarsvæðisins (p=0,006). Áhættuþættir mæðra Tíðni offitu, sykursýki, flogaveiki og notkunar flogaveikilyfja á meðgöngu, skorts á inntöku fólínsýru og aðgerða á görn var metin meðal mæðra. Hlutföll mæðra sem voru undir kjörþyngd, í kjör- þyngd og yfir kjörþyngd héldust stöðug á milli 5 ára tímabila en hlutfallslega fleiri mæður voru með offitu á tímabilinu 2012-2016 miðað við tímabilin á undan, eða 23%. Upplýsingar um líkams- þyngdarstuðul vantaði fyrir 24% mæðra (n=49). Hlutfall mæðra með sykursýki við upphaf meðgöngu og með- göngusykursýki var lágt á öllum 5 ára tímabilunum og hækkaði hvorki né lækkaði áberandi á milli tímabila. Þó voru hlutfallslega fleiri mæður með sykursýki fyrir meðgöngu á tímabilinu 1997- 2001 og hlutfallslega fleiri mæður með meðgöngusykursýki á tímabilinu 2012-2016, eða 10% í báðum tilvikum. Hlutfall mæðra með flogaveiki og/eða sem notuðu flogaveikilyf á meðgöngu var lágt á öllum 5 ára tímabilunum, eða hæst 3% á árunum 2002-2006. Upplýsingar um notkun flogaveikilyfja á meðgöngu vantaði fyrir 21% mæðra. Upplýsingar um hvort mæður notuðu fólínsýru í aðdraganda þungunar eða á meðgöngu vantaði fyrir 77% tilfella. Engar mæð- ur höfðu farið í aðgerð á görn til megrunar á fyrstu 20 árum rann- sóknartímabilsins en á tímabilinu 2012-2016 höfðu tvær mæður, eða 4% mæðra á því tímabili, farið í slíka aðgerð. Afdrif meðgangna Af 206 meðgöngum enduðu 148 (72%) með meðgöngurofi og í einu tilviki varð sjálfkrafa fósturlát (0,5%). Þegar eingöngu voru skoðuð tilfelli sem greindust á fósturskeiði lauk 80% þeirra með meðgöngurofi. Afdrif barna með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi Alls fæddust 57 börn með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi og var þriðjungur þeirra fyrirburar (n=18). Öll börnin voru á lífi við fæðingu. Missmíðin hafði greinst á meðgöngu hjá 61% (n=35) barnanna. Eftir fæðingu voru 46 börn (81%) lögð inn á nýbura- gjörgæsludeild (upplýsingar vantaði fyrir þrjú börn, 5%). Hluti barnanna, eða 20 börn (35%), fór í aðgerð á fyrsta aldursári vegna missmíðar í miðtaugakerfi, 32 börn (56%) fóru ekki í aðgerð en upplýsingar vantaði fyrir 5 börn (9%). Ein aðgerð var gerð á fóstri í móðurkviði og fór sú aðgerð fram erlendis. Lítill breytileiki var á meðalfæðingarþyngd barnanna þegar borin voru saman 5 ára tímabil rannsóknartímabilsins (tafla IV). Af 57 lifandi fæddum börnum voru 37 börn (65%) enn á lífi þegar rannsóknin fór fram. Tafla III. Meðalmeðgöngulengd í vikum við greiningu meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi á fósturskeiði, fimm ára tímabil. Tímabil Vatnshöfuð Klofinn hryggur m/vatnshöfði Klofinn hryggur án vatnshöfuðs Heilahaull Samhvelun Heilaleysi Aðrar missmíðar 1992-1996 18,2 20,0 15,0 16,0 18,0 19,3b 24,2 1997-2001 20,2 18,0 17,5 19,0 19,0 15,8 18,3 2002-2006 21,1 21,6 0a 15,0 11,3 14,0 19,9 2007-2011 18,6 19,4 20,0 11,7 12,0 12,1 21,9 2012-2016 20,5 20,0 19,4 14,0 11,7 11,6b 21,1 aEkkert tilfelli af klofnum hrygg án vatnshöfuðs greindist á tímabilinu. bMarktækur munur var á meðgöngulengd við greiningu heilaleysis milli áranna 1992-1996 (19,3 vikur) og 2012-2016 (11,6 vikur); p=0,006.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.