Læknablaðið - Dec 2019, Page 15
LÆKNAblaðið 2019/105 551
R A N N S Ó K N
í myndun missmíðar í miðtaugakerfi.14 Ný íslensk rannsókn um
lyfjanotkun á meðgöngu gefur til kynna að þekking um gagnsemi
fólínsýru á meðgöngu sé almennt góð hér á landi, en 86% kvenna
sögðust hafa tekið inn fólínsýru á fyrstu 12 vikum meðgöngunn-
ar.15 Þar sem upplýsingar um notkun fólínsýru í rannsóknarþýð-
inu vantar að stærstum hluta er ekki hægt að fullyrða hvort ein-
hver munur sé á þessum hópi og almenna þýðinu.
Nokkuð hefur verið ritað um hver sé æskilegur skammtur af
fólínsýru fyrir þungaðar konur en kjörskammtur og tímasetning
er ekki alveg ljós. Í bandarískum leiðbeiningum um forvarnir er
mælt með 400-800µg af fólínsýru á dag að lágmarki í mánuð fyrir
þungun og fyrstu tvo til þrjá mánuði meðgöngu.16 Allajafna þurfa
þyngri konur stærri skammta en konur í kjörþyngd en skammta-
stærð fyrir þær er óviss. Í ljósi þess að helmingur þungana er ekki
skipulagður er mælt með að allar konur á barneignaaldri taki inn
fólínsýru.17
Fyrir þær konur sem eru með þekkta áhættuþætti fyrir með-
fæddri missmíð í miðtaugakerfi, svo sem sykursýki fyrir þungun,
offitu, flogaveiki, taka inn flogaveikilyf (svo sem valpróínsýru eða
karbamazepam) eða hafa áður eignast gengið með fóstur með mis-
smíð í miðtaugakerfi er mælt með tíföldum skammti af fólínsýru,
eða 4mg á dag, í þrjá mánuði fyrir þungun og fyrstu 12 vikur með-
göngunnar.18
Offita
Offita móður er þekktur áhættuþáttur fyrir meðfæddri missmíð
í miðtaugakerfi en nákvæm orsakatengsl eru óljós.19 Ef til vill er
hluti tilfellanna til kominn vegna ógreindrar sykursýki móður og
offitan þannig óbeinn orsakavaldur. Þar að auki getur offita seink-
að eða hindrað greiningu með ómskoðun þar sem ómskyggni
er lakara hjá konum með háan líkamsþyngdarstuðul. Skráning
á hæð og þyngd móður vantaði oft í mæðraskrá og því er erfitt
að draga stórar ályktanir varðandi líkamsþyngdarstuðul mæðra
og tíðni meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi fóstra/barna. Það
stendur þó upp úr að hlutfall mæðra með offitu var hæst á tímabil-
inu 2012-2016 miðað við hin 5 ára tímabilin, eða 23%, og á þessu
tímabili voru gögnin nákvæmust en aðeins vantaði upplýsingar
fyrir 6% tilfella. Á sama tímabili var nýgengi missmíða hæst á öllu
rannsóknartímabilinu, eða 2,4 tilfelli/1000 nýbura.
Afdrif meðgöngu og fæddra barna
Hlutfallslega fleiri meðgöngurof voru eftir greiningu á missmíð
í miðtaugakerfi á rannsóknartímabilinu en lýst var í fyrri rann-
sókninni, eða 80% á móti 66% áður. Enn meiri mun má þó sjá á
afdrifum fæddra barna. Á rannsóknartímabilinu fæddust 57 börn
með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi og voru þau öll lifandi
fædd sem er töluverð breyting frá fyrri rannsókn þar sem fjórð-
ungur barnanna, eða 25 börn, fæddust andvana (n=101).. Ætla má
að fleiri undirliggjandi vandamál hafi verið til staðar hjá þeim
börnum og ef til vill minna eftirlit í fæðingu en nú er. Almenn
skimun fyrir meðfæddri missmíð fóstra, þar með talið í taugakerfi,
hófst ekki á Íslandi fyrr en árið 1984 og því komu missmíðar oftast
ekki í ljós fyrr en við fæðingu á fyrri hluta þess tímabil sem fyrri
rannsóknin nær til8 Þar af leiðandi stóð foreldrum sjaldnar til boða
að rjúfa meðgöngu og skýrir það að hluta til mun á tíðni fæddra
barna og alvarleika útkomu þeirra. Einnig getur þetta skýrst af
því að foreldrar í þessari rannsókn hafi heldur kosið að rjúfa með-
göngu þegar um mjög alvarlega missmíð var að ræða með litlum
lífslíkum en haldið áfram meðgöngu þar sem horfur voru betri.
Flest barnanna voru lögð inn á nýburagjörgæsludeild eftir
fæðingu og fór hluti þeirra í aðgerð vegna missmíðarinnar á fyrsta
aldursári. Þegar rannsóknin fór fram voru 37 börn af 57 (65%) enn
á lífi. Það verður þó að taka tillit til þess að eftirfylgd þeirra barna
sem fæddust á síðustu árum rannsóknartímabilsins er afar stutt.
Það er því ljóst að þrátt fyrir að hátt hlutfall foreldra velji að rjúfa
meðgöngu eftir greiningu missmíða í miðtaugakerfi eru þau börn
sem fæðast oft alvarlega veik og dánartíðni há.
Erfðarannsóknir
Rannsóknin sýndi að litninga- og/eða erfðafrávik tengdust stór-
um hluta tilfella sem greindust á rannsóknartímabilinu. Löng hefð
er fyrir litninga rannsóknum þegar meðfædd missmíð greinist á
fósturskeiði en örflögugreining bættist við árið 2012. Með því að
gera bæði litningarannsókn og örflögugreiningu, eins og var yfir-
leitt gert á tímabilinu 2012-2016, fundust fleiri erfðafræðileg frávik
miðað við fyrri tímabilin þar sem einungis voru gerðar litninga-
rannsóknir. Tengsl meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi og litn-
ingafrávika kemur ekki á óvart enda er vel þekkt að litninga- eða
erfðafrávik fari saman með eða beinlínis orsaki missmíð í mið-
taugakerfi.1,20,21
Tafla V. Erfðarannsóknir framkvæmdar í tengslum við greiningu meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi á rannsóknartímabilinu og útkomur þeirra. Fjöldi (%).
Tímabil Litningarannsókn
framkvæmd
Litningafrávik greint í
litningarannsókn
Örflögugreining
framkvæmd
Erfðafrávik greint í
örflögugreiningu
1992-1996 16 (36) 8 (50) 0 (0)
1997-2001 22 (76) 4 (18) 1* (3) 0 (0)
2002-2006 34 (89) 4 (12) 2* (5) 0 (0)
2007-2011 33 (79) 6 (18) 1 (2) 0 (0)
2012-2016 41 (79) 5 (12) 17 (33) 7 (41)
* Örflögugreining framkvæmd síðar, á tímabilinu 2012-2016.