Læknablaðið - des. 2019, Síða 20
556 LÆKNAblaðið 2019/105
R A N N S Ó K N
séu í dag vel þekktir og ítarlega rannsakaðir bendir ýmislegt til
þess að konum sem greinast með meðgöngusykursýki gangi illa
að tileinka sér þær lífsstílsbreytingar sem ráðlagðar eru.17,18 Sýnt
hefur verið fram á að aukinn stuðningur við lífsstílsbreytingar
hjá konum sem greinst hafa með meðgöngusykursýki leiði til þess
að þær nái frekar markmiðum sínum um að auka hreyfingu og
virkni, létta sig og þar með draga úr líkum á að fá SS2 síðar á
lífsleiðinni.19-21
Frá árinu 2014 hefur hreyfiseðill verið meðferðarúrræði hjá
HH, þar sem læknar geta ávísað hreyfingu á sama hátt og lyfj-
um eða öðrum læknisfræðilegum meðferðum.22 Notað er sérstakt
tilvísanaeyðublað í Söguforritinu sem heitir hreyfiseðill. Magn
og tegund hreyfingar tekur mið af leiðbeiningum í Fyss.se (Fysisk
aktivitet i sjukdomsprevention och sjukdomsbehandling) sem er sænskt
rit þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um þá tegund
hreyfingar sem rannsóknir hafa sýnt að gagnist best við tiltekn-
um sjúkdómum eða einkennum þeirra.23 Rannsóknir hafa sýnt að
aukin hreyfing stuðlar að bættum lífsgæðum þeirra sem greinst
hafa með SS2.24
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort ávísun á hreyf-
ingu eftir fæðingu hjá konum sem höfðu meðgöngusykursýki
hefði áhrif á þætti sem tengjast efnaskiptavillu og jafnframt skoða
hvernig hreyfingin hefði áhrif á lífsgæði og virkni kvennanna.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarhópur
Konum sem fæddu börn frá 1. janúar 2016 til 30. júní 2017, voru
í mæðravernd hjá HH og greindust með meðgöngusykursýki á
meðgöngunni var boðin þátttaka. Konur sem samþykktu þátttöku
mynduðu rannsóknarhópinn. Þátttakendum var raðað í íhlutun-
arhóp og viðmiðunarhóp á þann hátt að annarri hverri konu sem
uppfyllti inntökuskilyrðin á hverri heilsugæslustöð fyrir sig var
boðin meðferð með hreyfiseðli og annarri hverri konu var raðað
í viðmiðunarhóp. Heilsugæslustöðvar HH eru 15 talsins og þjón-
uðu þá 173.000 íbúum.
Íhlutun
Konunum var boðið að taka þátt í rannsókninni 9 vikum eftir
fæðingu, aflað var upplýsts samþykkis og konunum raðað til-
viljanakennt í íhlutunarhóp og viðmiðunarhóp. Íhlutun fólst í
meðferð með hreyfiseðli, það er að segja ávísun á hreyfingu. Slík
meðferð er í boði á öllum heilsugæslustöðvum og er stjórnað af
hreyfistjórum sem eru sjúkraþjálfarar sem hafa fengið sérstaka
þjálfun í áhugahvetjandi samtalstækni. Hreyfiseðilsmeðferðin
byrjaði eftir að foreldrar komu með barnið í þriggja mánaða
skoðun í ung- og smábarnavernd. Meðferðin hófst á viðtali við
hreyfistjóra þar sem farið var í gegnum heilsufarssögu konunnar,
hreyfivenjur og áhugahvöt auk þess sem framkvæmt var 6 mín-
útna göngupróf. Gerð var 5 mánaða hreyfiáætlun með ráðlegging-
um um magn og ákefð hreyfingar, samkvæmt leiðbeiningum Fyss.
se gegn efnaskiptavillu. Konurnar skráðu hreyfingu sína rafrænt
í samskiptaforritið hreyfisedill.is og hreyfistjóri fylgdist með fram-
vindu og veitti aðhald og hvatningu með símtölum og tölvupóst-
um.22,25 Konur sem tóku lyf við sykursýki voru útilokaðar úr rann-
sókninni. Viðmiðunarhópur fékk enga íhlutun og meðferð beggja
hópa var að öðru leyti sú sem tíðkast í heilsugæslunni almennt.
Breytur
Rannsóknartímabilið var 5 mánuðir og hófst þremur mánuðum
eftir fæðingu og lauk 8 mánuðum eftir fæðingu. Hjá báðum hóp-
um voru gerðar sömu mælingar í upphafi og við lok rannsóknar-
tímabilsins. Mældur var fastandi blóðsykur, langtímablóðsykur
(HbA1c), blóðfitur (heildarkólesteról, þríglýseríðar, HDL-kólester-
ól) og S-insúlín. Allar rannsóknir voru gerðar á rannsóknarstofu
Landspítala. Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd mældu
jafnframt hæð, þyngd, blóðþrýsting og púls allra þátttakenda, við
upphaf og lok rannsóknartímabilsins og öfluðu upplýsinga um
brjóstagjöf og reykingar. Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index,
BMI) var reiknaður. Í sömu viðtölum voru allir þátttakendur beðn-
ir um að fylla út lífsgæðakvarða og notaður var 16 atriða sjálfs-
matskvarði (QOLS) þar sem þátttakendur mátu hversu ánægðir
þeir voru með atriði eins og heilsu, vinnu, félagslíf og sambönd við
vini og ættingja.26,27 Jafnframt voru spurningar um virkni lagðar
fyrir konurnar í upphafi og lok rannsóknartímabilsins og notaðar
sömu tvær spurningar og notaðar eru í hreyfiseðilsverkefninu á
Íslandi og hafa verið ráðlagðar af sænskum heilbrigðisyfirvöldum
við mat á hreyfingu (viðauki).28 Mismunur á stigum hópa var met-
inn tölfræðilega. Meðferðarheldni hverrar konu var reiknuð sem
það hlutfall af hreyfingu sem konan skráði í hreyfiseðil miðað við
það markmið um hreyfingu sem sett var fram í upphafi.
Tölfræði
Við tölfræðiútreikninga var forritið SPSS Statistic 24 notað. Mið-
að var við 95% öryggisbil og marktækni skilgreind sem p<0,05.
Munurinn á meðaltölum íhlutunar- og viðmiðunarhóps var met-
inn tölfræðilega með t-prófi fyrir samanburð tveggja óháðra safna.
Pearson-fylgnistuðull var notaður til að meta fylgni. Til að meta
samband s-insúlíns við brjóstagjöf og líkamsþyngdarstuðul var
línuleg aðhvarfsgreining notuð þar sem svarbreytan var s-insúlín
en skýribreytur brjóstagjöf og líkamsþyngdarstuðull.
Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd (VSN-15-154-S1),
vísindanefnd HH og Háskóla Íslands.
Niðurstöður
Alls tóku 84 konur þátt í rannsókinni, 45 voru í íhlutunarhópi
og 39 í viðmiðunarhópi. Niðurstöður úr öllum breytum fengust
ekki fyrir allar konurnar (tafla I). Ekki var aflað upplýsinga um
þær konur sem afþökkuðu þátttöku eða var ekki boðin þátttaka.
Heildarmeðferðarheldni hreyfiseðilsmeðferðar var 69,5%.
Enginn munur var á virkni milli hópa fyrir íhlutun (p=0,89)
og ekki reyndist heldur marktækur munur á hópum fyrir íhlutun
þegar skoðaðar voru aðrar breytur. Eftir 5 mánaða meðferð með
hreyfiseðli reyndist íhlutunarhópur hins vegar marktækt virkari
en viðmiðunarhópur (p=0,04). Ekki fannst marktækur munur á
milli hópa að öðru leyti eftir íhlutun.
Ef eingöngu voru skoðaðar þær konur sem áttu þyngdar-
mælingu bæði við upphaf rannsóknar (þremur mánuðum eftir