Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2019, Page 22

Læknablaðið - Dec 2019, Page 22
558 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Umræða Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Niðurstöð- ur hennar benda til þess að meðferð með hreyfiseðli auki mark- tækt virkni kvenna sem greindust með meðgöngusykursýki eftir fæðingu. Ávísun á hreyfingu sem meðferð innan heilbrigðisþjón- ustunnar á sér ekki langa sögu og hér á Íslandi eru eingöngu þrjú ár síðan hreyfiseðlar sem meðferðarúrræði voru í boði á öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Ávísun á hreyfingu er útfærð með mismunandi hætti á milli landa og rannsóknir á gagnsemi slíkrar meðferðar til að auka virkni og hreyfingu eru hvorki stór- ar né margar.29-31 Í heild benda niðurstöður þeirra til gagnsemi en frekari rannsókna er þörf. Rannsóknir á áhrifum meðferðar með breytingu á mataræði og aukinni hreyfingu hjá fólki með skert sykurþol sýna verulegan árangur. Í þeim er meðferðarheldnin mun betri í hreyfingarþætti meðferðarinnar en mataræðishlut- anum.32 Því skiptir miklu máli að þróa slíka meðferð innan heil- brigðisþjónustunnar og að hún sé aðgengileg og notuð markvisst. Niðurstöður okkar, sem eru niðurstöður úr raunverulegum að- stæðum í heilsugæslu á Íslandi, styðja það að hægt sé að ná mark- tækum árangri í að auka hreyfingu eftir fæðingu hjá konum sem greindust meðgöngusykursýki. Í nýlegri safngreiningu á áhrifum íhlutunar á lífshætti eins og hreyfingu og mataræði, hjá konum í kjölfar meðgöngu þar sem meðgöngusykursýki var til staðar, kemur fram að marktækur ár- angur sást á þyngd, líkamsþyngdarstuðli og mittismáli en ekki á fastandi blóðsykri eða langtímasykri. Athyglisvert er að betri árangur varð í þeim rannsóknum þar sem íhlutun byrjaði fyrr eftir fæðinguna.33 Niðurstöðum okkar svipar til þessara niður- staðna þar sem íhlutunarhópurinn léttist og viðmiðunarhópurinn þyngdist en niðurstöður náðu ekki marktækni. Hafa verður í huga að íhlutanir í rannsóknum á þessu sviði eru talsvert ólíkar, bæði að formi til og lengd. Samkvæmt niðurstöðum Pennings og félaga34 virðist insúlín tengjast áhættunni á þyngdaraukningu á næstu árum, sérstak- lega hjá þeim einstaklingum sem eru með eðlilegan blóðsykur. Niðurstöður okkar sýndu að fylgni á milli þyngdar og insúlíns var sterkari en fylgnin á milli fastandi blóðsykurs og insúlíns. Þær konur sem eru með hækkað insúlín en eðlilegan blóðsykur eru því hugsanlega sá hópur sem ætti að fylgjast sérstaklega með í kjölfar meðgöngusykursýki vegna hættu á þyngdaraukningu og þróunar á SS2. Það er áhugavert að samkvæmt niðurstöðum okkar rannsóknar voru insúlíngildi marktækt hærri hjá þeim konum sem ekki voru með með barn sitt á brjósti og var þetta óháð þyngd þeirra. Það gæti bent til að brjóstagjöf sé verndandi þáttur fyrir sykursýki hjá móður, en sýnt hefur verið fram á að brjóstgjöf minnkar líkur á óeðlilegu sykurþolsprófi ári eftir fæðingu35 og er verndandi þáttur fyrir þróun SS2.36 Rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing eykur insúlínnæmi.37 Engin marktæk breyting varð á insúlíni eftir íhlutun í rannsókn- inni, sem gæti skýrst af því að hreyfingin í íhlutunarhópi hafi ekki verið nægilega mikil eða með nægilegri ákefð til að skila mark- tækum áhrifum. Einnig er hugsanlegt að hópurinn hafi verið of lítill til að fram kæmi marktækur munur. Fræðilega gæti sú aukna hreyfing sem náðist fram í rannsókninni minnkað áhættuna á SS2 síðar, sérstaklega ef virkniaukning viðhelst til lengri tíma.38 Styrkleikar og veikleikar rannsóknarinnar Rannsóknin var úr raunverulegum aðstæðum í íslenskri heilsugæslu þar sem konurnar komu með ungbörn í ung- og smá- barnavernd á sinni heilsugæslustöð, var boðin þátttaka í rann- sókninni og síðan fylgt eftir af hjúkrunarfræðingunum þar til barnið kom í 8 mánaða skoðun. Íhlutunin var hreyfiseðill sem er meðferð í boði á öllum heilsugæslustöðvum en ekki sérhönnuð rannsóknaríhlutun. Þannig hafa niðurstöðurnar vægi beint inn í umhverfi heilsugæslunnar á Íslandi. Hreyfiseðilsmeðferðin á Íslandi hefur verið í þróun frá 2014 og þó hreyfistjórarnir séu margir, eða um það bil 25 um landið allt í 5,5 stöðugildum, þar af tveimur hjá HH, hefur verið lagt mikið upp úr samræmdu vinnu- lagi og skráningu. Meðferðarheldni í rannsókninni var góð og svipuð meðferðarheldni í hreyfiseðilsmeðferð almennt. Framkvæmd „raunveruleikarannsóknar“ á 15 heilsugæslu- stöðvum með mörgum starfsmönnum, bæði ljósmæðrum, hjúkr- unarfræðingum og hreyfistjórum, án sérstaks launaðs starfs- manns var talsverð áskorun og hafði vafalaust áhrif á þátttöku og brottfall úr ákveðnum hluta rannsóknarinnar. Röðun í hópana fór fram á hverri heilsugæslustöð fyrir sig og reyndist heildarfjöldi í íhlutunar- og viðmiðunarhópi ekki sá sami þegar gögn voru tekin saman. Talsvert brottfall varð úr rannsókninni á meðferðar- tímabilinu sem skýrir að hluta hvers vegna ekki fengust niður- stöður úr öllum breytum fyrir allar konurnar. Við framkvæmd rannsóknarinnar, sem var að miklu leyti í höndum starfsmanna hverrar heilsugæslustöðvar, fórst í einhverjum tilvikum fyrir að kalla eftir ákveðnum þáttum, svo sem spurningalistum. Í rann- sókninni voru ekki skráðar konur sem höfnuðu þátttöku eða var ekki boðin þátttaka og er óljóst hversu stór sá hópur var. Sá hópur kvenna sem ekki var boðin þátttaka eða þáði hana ekki var ekki sérstaklega skoðaðar eða borinn saman við rannsóknarhópinn. Rannsóknarhópurinn var ekki stór, sem getur haft áhrif á að til- hneiging til jákvæðra breytinga, svo sem á þyngd, náði ekki töl- fræðilegri marktækni. Stöðlun mælinga var erfið í framkvæmd þar sem rannsóknaraðilar voru margir og mælitækin, svo sem vogir, voru af mismunandi gerðum en framkvæmdin endurspegl- ar raunverulegar aðstæður Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ályktun Niðurstöðurnar sýna að meðferð með hreyfiseðlum eykur virkni kvenna sem höfðu meðgöngusykursýki, þremur til 8 mánuðum eftir fæðingu. Ekki var hægt að sýna fram á áhrif þessarar auknu hreyfingar á blóðþrýsting, blóðsykur, blóðfitur eða insúlín en já- kvæð en ómarktæk áhrif fundust á þyngd, líkamsþyngdarstuðul og lífsgæði. Þessar niðurstöður ættu að vera hvatning til að nýta hreyfiseðil í meðferð og eftirfylgd þessara kvenna sem eru í auk- inni hættu á að þróa SS2. Tengsl brjóstagjafar og insúlíns svo og þyngdar og insúlíns eru athyglisverð og gefa tilefni til frekari rannsókna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.