Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 42

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 42
578 LÆKNAblaðið 2019/105 Ættu að læra um eigin streitu „Mér fannst merkilegt að hafa farið í gegn- um 6 ára læknisnám og lært að þekkja mannslíkamann en ekki þetta. Það eru hlutir sem við læknar mættum læra meira um, sérstaklega hvaða áhrif starfið getur haft á okkur sem sinnum því,“ segir hann. „Við læknar ræðum ekki mikið um streitu og kulnun en flestir kannast meira eða minna við áhrifin,“ segir hann. En hvernig er hægt að stjórna aðstæðum? „Lífið er allskonar. Auðvitað þurfa einstaklingar sjálfir að skoða hvað þeir gera utan vinnunnar og hvernig þeir hugsa um sjálfa sig. Svo verður að horfa á hvernig vinnustaðurinn er uppbyggður.“ En finnst honum nægilega gætt að því á Landspítala? „Ég geri ráð fyrir því að allir séu að reyna að gera sitt besta en auðvitað, þegar maður skoðar ástandið á bráðamóttökunni, er það ekki ásættan- legt,” segir Guðmundur. Ástandið verra og verra „Þegar ég fór í leyfi vorum við að sjá 20-25 sjúklinga bíða innlagnar á bráðamóttök- unni í lengri eða skemmri tíma. Þegar ég kem til baka eru þeir upp undir 40. Hins vegar þegar ég byrja á bráðamóttökunni árið 2012 funduðu yfirlæknar ef sjúklingar voru inniliggjandi á deildinni yfir nótt. Þá voru þetta örfáir sjúklingar,“ segir hann um ástandið þar og vaxandi álagstoppa. „Maður sér á þessu stutta árabili sem ég hef unnið þarna að vandi bráðamót- tökunnar hefur vaxið hratt. Hvar ætlum við að draga línuna? Hvar stoppar þetta?“ Hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Já, auðvitað. Það er ekki auðvelt að starfa í þessu ástandi. Það truflar starf- semi deildarinnar gríðarlega þegar ekki er lengur pláss til að skoða sjúklingana. Hlutir eins og sóttvarnir og umhverfis- mengunin, hávaðamengun og erill, eykur streituna bæði hjá starfsmönnum og sjúk- lingum,“ segir hann og lýsir því hvernig hann fikraði sig aftur í átt að 100% starfi. Starfsþrekið eykst jafnt og þétt Hann hóf í fyrstu að leysa af þriðju hverja viku á heilsugæslunni á Hellu og Hvols- velli og jók álagið eftir því sem þrekið jókst. „Þá prófaði ég aðra hverja viku þar til í vor og sumar að ég vann heilan mánuð. Þá fann ég að ég hafði orku í fulla vinnu á þessum stað, sem er töluvert frá- brugðið því að vinna á bráðamóttöku. Svo steig ég það skref í haust að vinna 25% á bráðamóttökunni,“ segir hann og að hún rífi meira í en starfið á heilsugæslunni. „En ég finn að ég næ að endurhlaðast á milli vakta. Maður þarf að finna að það er hægt milli vinnutarna,“ segir hann og horfir bjartsýnn fram á að ná fullum bata. „Það er ekki komin mikil reynsla ennþá en ég finn að ég er á öðrum stað en ég var þegar ég fór í veikindaleyfið. Ég hef unnið mikið í sjálfum mér og reynt að læra betur á sjálfan mig, passa að takmarka óþarfa áreiti í lífi mínu sem mest.“ Hann hlaði ekki á sig verkefnum eða geri hluti sem ekki séu í innsta kjarna þess sem hann langi að áorka í lífinu. „Fókusinn á að vera á það sem skiptir mann miklu máli,“ segir hann. „Tími er takmörkuð auðlind. Það eru aðeins 24 klukkustundir í sólarhringnum. Við verð- um alltaf að velja og hafna á milli verka svo við náum jafnvægi í lífinu.“ Sofa vel, hreyfa sig mátulega, forðast stess og láta ofan í sig hollan mat, - þetta eru grundvallarlögmál sem ber að fara eftir og Guðmundur Freyr er góð fyrirmynd í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.