Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2019, Page 54

Læknablaðið - Dec 2019, Page 54
590 LÆKNAblaðið 2019/105 Gunnar Sigurðsson lyflæknir Um 1970 var hópur íslenskra lækna í fram- haldsnámi í Bretlandi. Þeir fóru þangað í kjölfar góðra kollega, sérstaklega í London og Skotlandi. British National Health Service sem stofnað var eftir síðari heims- styrjöld var víðfræg og margir vildu líkja eftir henni. Jafnframt voru breskir háskól- ar mikils metnir og kennsluhættir þeirra víðkunnir, ekki síst í klínískri læknisfræði og rannsóknum. Á Íslandi var heilbrigðisþjónustan í hægfara þróun en hafði marga kosti. Í ljósi þess sem við kynntumst í Bretlandi var þó ljóst að ýmislegt vantaði þar á og margt var vannýtt á Íslandi sem betra skipulag hefði gefið betri þjónustu við sjúklinga og ekki síst til kennslu læknanema og til klínískra rannsókna. Sjúkrahúsþjónustan í Reykjavík var lítið samhæfð en viss verkaskipting var þó komin á með augndeild á Landakoti, HNE-deild á Borgarspítala og taugalækn- ingadeild á Landspítala. Læknisstöður utan sjúkrahúsa voru á þessum tíma aðal- lega einyrkjastörf bæði fyrir heimilislækna og sérfræðinga á stofu. Með þetta í huga töldum við kollegarn- ir í Bretlandi að full ástæða væri fyrir okk- ur að stofna FÍLB í ársbyrjun 1972. Megin- tilgangurinn var að stofna til tjáskipta við íslenska kollega í öðrum löndum og örva upplýsingastreymi milli íslenskra lækna á Bretlandseyjum og Íslands. Stofnfundur var haldinn 14. mars 1972 í London. Í fyrstu stjórn voru Gunnar Sig- urðsson formaður, Helgi Þ. Valdimarsson ritari og Þórður Harðarson gjaldkeri sem síðan varð formaður 1973-1974. Stofnfé- lagar auk stjórnar: Ársæll Jónsson, Bjarni Þjóðleifsson, Eyjólfur Haraldsson, Gísli Auðunsson, Guðrún Agnarsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Matthías Kjeld, Snorri Þor- geirsson, Unnur Pétursdóttir, Valgarður Egilsson. Félagið varð fullgilt svæðisfélag, fyrst erlendra félaga, á aðalfundi LÍ 1973. Helstu baráttumál Nýstofnað FÍLB lagði áherslu á atriði sem betur mættu fara í íslenskri heilbrigðis- þjónustu og ályktaði þar um: • Stofnun heilsugæslustöðva í þéttbýli og dreif- býli. • Eflingu hálfopinna göngudeilda og rannsókna- deilda. • Meiri verkaskiptingu og samhæfingu sjúkrahúsanna í Reykjavík. • Stofnun framhaldsnámsdeildar á Íslandi og efl- ingu vísinda og vísindasjóða. Félagið samdi álit um frumvarp sem lá fyrir þingi um heilbrigðismál og sendi til LÍ, heilbrigðisráðherra og alþingis. Lögð var áhersla á að heilsugæslustöðv- arnar þyrftu að njóta talsverðrar sjálf- stjórnar og tryggja þyrfti ítök lækna og heilbrigðisstarfsfólks í stjórnum þeirra. Nánum tengslum þyrfti að koma á milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa með gagnkvæmum upplýsingum um sjúk- linga svo og heimsóknum sérfræðinga á heilsugæslustöðvar. Ítarleg álitsgerð um framhaldsnám lækna á Íslandi var send til Læknablaðsins og birtist í 6. hefti 1972. Ekki urðum við vör við miklar undir- tektir eða umræður í kjölfar þessarar álitsgerðar. En fróðlegt er að sjá hvernig þróunin hefur orðið svipuð á síðustu árum eins og þarna var lagt til fyrir nær hálfri öld nema hvað formleg tengsl við háskólann hafa fyrst og fremst náð til vís- indaþáttarins. Bréf til Læknablaðsins um þróun göngudeilda Á þessum tíma sinntu göngudeildir á Íslandi eftirmeðferð þeirra sjúklinga sem legið höfðu á sjúkrahúsunum og höfðu þannig algera sérstöðu. Slíkar deildir erlendis veittu einnig viðtöku nýjum sjúk- lingum. Með réttri nýtingu göngudeilda töldum við að mætti stytta biðtíma sjúk- linga og fækka óþarfa innlögnum. Þetta væri eitt spor af mörgum til að minnka sjúkrarúmaskortinn sem þá var þegar til staðar. Við höfðum kynnst því hvernig slíkar deildir voru nýttar til kennslu sem við töldum okkur hafa farið á mis við í nám- inu á Íslandi. Einnig vildum við benda á hvernig deildirnar væru nýttar til rann- sókna og án þeirra ætti háskólasjúkrahús erfitt með að koma sér upp klínískum gagnagrunni. Tekið var fram að svona deildir ættu einungis að taka á móti sjúklingum sem þangað væri vísað frá deildum spítalanna, heilsugæslulæknum eða öðrum læknum. Í lok bréfsins hvöttum við læknasam- tökin á Íslandi til að taka frumkvæði í málinu ella myndu heilbrigðisyfirvöld knýja fram lausn fyrr en síðar og þá ef til vill á þann hátt að læknar vildu betur hafa gert það sjálfir. Í árdaga Félags íslenskra lækna í Bretlandi (FÍLB) Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Halldóra Ólafsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Magnús Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.