Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 56

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 56
592 LÆKNAblaðið 2019/105 að samstarfsnefnd sjúkrahúsanna en lítill árangur hefði orðið af stofnun hennar. Örn Bjarnason læknir lýsti námskeið- um í félagslækningum við Edinborgarhá- skóla en kennsla í læknadeild HÍ í þeim fræðum var nánast engin. Ráðuneytis- menn bentu á fjölgun félagsráðgjafa sem yrði mikilvægur hlekkur í heildarþjónust- unni. Að loknum fundi bauð ráðherra til kvöldverðar í karlaklúbbi Níelsar P. Sig- urðssonar sendiherra í London. Guðrún Agnarsdóttir var eina konan á fundinum og þurfti að beita brögðum til að smygla henni inn. „Lofsverður áhugi“ Niðurstöður fundarins voru sendar til Læknablaðsins (7.-8. tbl. 1973). Samhliða birtist ritstjórnargrein: „Lofsverður áhugi“ sem byrjar þannig: Hin síðustu misseri hefur hópur ungra lækna æ oftar kvatt sér hljóðs í Læknablaðinu og jafnvel í dagblöðum. Er það Félag íslenskra lækna í Bret- landi. Lætur þetta unga fólk sér sýnilega ekkert óviðkomandi er snertir íslensk heilbrigðismál og sendir hverja álitsgerðina af annarri um hin marg- víslegustu mál. Síðan segir: Vafalaust yppta ýmsir öxlum, jafnvel reyndustu félagsmálakólfar úr læknastétt, er þeir lesa skrif þessa unga fólks, enda séu þessir krakkar að læra í útlöndum og lítt færir um að stjórna heilbrigðis- málum á Íslandi. Ritstjórnin telur þó margar hug- myndir hópsins frumlegar og verðar fullrar um- hugsunar. Enginn skyldi fussa við þessum eldmóði og umbótahug sem margan fyllti á námsárum og Læknablaðið taki feginshendi framlögum hins unga hóps til líflegrar umræðu í blaðinu og vonar að þau verði til þess að nátttröllin rumski og taki að brýna raustina. (!!!) FÍLB tók hvatningunni vel og sendi leiðara til Læknablaðsins. Ritstjórnin tók þessu vel en segir: Enda þótt ritstjórnin teldi sig ekki reiðubúna til að gera öll orð FÍLB að sín- um teldu þeir rétt að hvetja með þessu til tímabærrar umræðu um þessi mál. Í ritstjórnargreininni voru heilbrigð- ismál reifuð á ný, einkum nýting göngu- deilda og samhæfing sjúkrahúsanna (1.-2. tbl. Læknablaðsins. 1974). Greinin kom í kjölfar opins bréfs til heilbrigðisráðherra frá FÍLB í Morgunblað- inu 31. janúar 1974: „Nýting sjúkrahús- anna“. Páll ráðuneytisstjóri svaraði í Morgunblaðinu. 13. mars 1974 og sagði að ráðuneytið hefði hug á opnun og eflingu göngudeilda og að ekki væri hægt að rekja núverandi ástand í göngudeildamálum sjúkrahúsanna til annars en stefnumörk- unar læknasamtakana og skoðana þeirra lækna sem um málið hafi fjallað á hverj- um tíma. Í ritstjórnargrein Læknablaðsins 3.-4. tbl. 1974 telur ritstjórn gagnrýni FÍLB og Páls Sigurðssonar óréttmæta í ljósi nýlegra samþykkta aðalfundar LÍ 1973 um göngudeildir. Þar segir að stefna beri að því að sem mest af heilbrigðismálum fólksins verði leyst utan sjúkrahúsa og utan göngudeilda svo lengi sem hægt sé að sýna fram á að sú þjónusta sé ekki lak- ari en á sjúkrahúsum og göngudeildum þeirra. Einnig vildi ritstjóri Læknablaðsins kenna löngum byggingartíma íslenskra sjúkrahúsa um stöðu mála á Íslandi. Lýkur þar með þessari umræðu í ár- daga FÍLB en félagið ályktaði um ýmis önnur mál sem lesa má um í Læknablaðinu og Morgunblaðinu. Páll Sigurðsson læknir og ráðuneytisstjóri og Magnús Kjartansson (heitinn) heilbrigðisráðherra eru hér fulltrúar Íslands á fundi erlendis. Ö L D U N G A D E I L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.