Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2018, Qupperneq 11

Læknablaðið - nov 2018, Qupperneq 11
LÆKNAblaðið 2018/104 491 Inngangur Hjarta­ og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í heiminum í dag.1,2 Árið 2015 dóu yfir 7,4 milljónir manna af völdum blóð­ þurrðarhjartasjúkdóma, eða um 13% allra dauðsfalla.3 Í Evrópu eru blóðþurrðarhjartasjúkdómar orsakavaldur 21% dauðsfalla meðal kvenna og 20% dauðsfalla meðal karla.4 Á Íslandi hefur ný­ gengi þessara sjúkdóma lækkað verulega á síðustu árum, eða um 66,5%, og samhliða því hefur dánartíðni af völdum þeirra lækkað um 86% á tímabilinu 1981­2015.5 Horfur þeirra sem fá kransæðastíflu fer sömuleiðis batnandi og skýrist það að miklu leyti af bættri lyfjameðferð og tækniframför­ um.6 Um miðja síðustu öld dó þriðji hver sjúklingur með bráða kransæðastíflu áður en hann náði að útskrifast heim af sjúkrahúsi en nú er dánartíðni STEMI­sjúklinga um 6­7% 30 dögum eftir inn­ lögn.5 Þrátt fyrir lækkandi nýgengi blóðþurrðarhjartasjúkdóma á Íslandi hefur hlutfall NSTEMI af öllum hjartaáföllum hækkað á undanförnum árum. Þetta má rekja til næmari greiningaraðferða og breytinga í áhættuþáttum.7 Nýgengi NSTEMI er almennt hærra en STEMI þó tölur séu á reiki milli landa.4,8­11 Litlar upplýsingar eru til um beinan samanburð á horfum STEMI­ og NSTEMI­sjúk­ linga á heimsvísu. Þó virðast STEMI­sjúklingar almennt hafa verri skammtímahorfur en NSTEMI­sjúklingar en þessi munur finnst ekki í langtímaeftirfylgni, tafla I.12 Á Íslandi eru ekki til gögn um langtímahorfur sjúklinga með NSTEMI eða STEMI. Mikilvægt er að meta langtímahorfur þessara sjúklinga í ljósi nýrra greiningarskilmerkja og bættrar meðferðar á síðustu árum.13,14 Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að bera saman langtímahorfur NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga og hins vegar að kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu Einar Logi Snorrason1 læknir Bergrós Kristín Jóhannesdóttir2 læknir Thor Aspelund3 tölfræðingur Vilmundur Guðnason1,3 læknir Karl Andersen1,4 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Haukeland Universitetssjukehus, Bergen, 3Hjartavernd, 4hjartadeild 14EG Landspítala. Fyrirspurnum svarar Karl Andersen, andersen@landspitali.is Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra einstaklinga sem greindust með NSTEMI eða STEMI á Landspítala árið 2006. Hluti þessara sjúklinga fékk upphafsmeðferð á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni og voru síðar sendir á Landspítala til hjartaþræðingar, en um þetta eru ekki til ná­ kvæmar upplýsingar. Sjúkdómsgreiningar samkvæmt ICD­kóða í tölvukerfi spítalans lágu til grundvallar flokkunar í STEMI (I21.0, I21.1 og I21.9) og NSTEMI (I21.4). Sjúkdómsgreiningar voru endur­ metnar út frá fyrirfram ákveðnum skilmerkjum í hverju tilviki fyrir sig. Krafa var gerð um hækkun á trópóníni T (<0,01µg/l) og að minnsta kosti 1 mm hækkun á ST­bili í tveimur samliggjandi leiðslum hjartalínurits eða nýtilkomið vinstra greinrof til að flokk­ R A N N S Ó K N Á G R I P Inngangur: Hratt lækkandi dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi helst í hendur við samsvarandi lækkandi nýgengi kransæða- stíflu á undanförnum þremur áratugum. Markmið þessarrar rannsóknar var að bera saman langtímalifun einstaklinga með NSTEMI (Non-ST elevation myocardial infarction) og STEMI (ST elevation myocardial infarction) og kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindust með bráða kransæðastíflu á Landspítala árið 2006. Upp- lýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi spítalans. Sjúklingum var fylgt eftir fram til 1. janúar 2015. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var dauðsfall eða endurinnlögn vegna kransæðastíflu. Niðurstöður: Á árinu 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu á Landspítala, þar af voru 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21 - I21.9). Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI-sjúklinga var 73,0 ár. Konur með NSTEMI voru að meðaltali 8,4 árum eldri en karlar með NSTEMI (konur 78,3 ár og karlar 69,9 ár). Meðalaldur STEMI-sjúklinga var 65,3 ár. Konur með STEMI voru að meðaltali 7,3 árum eldri en karlar með STEMI (konur 70,4 ár og karlar 63 ár). Fimm ára lifun NSTEMI-sjúk- linga var 51%, 42% meðal kvenna og 57% meðal karla. Fimm ára lifun STEMI sjúklinga var 77%, 68% meðal kvenna og 80% meðal karla (logrank: p<0,01). Eftir aldursleiðréttingu var marktækt verri lang- tímalifun eftir NSTEMI samanborið við STEMI. Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar, sem skýrist af hærri meðal- aldri þeirra. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI sjúklinga þrátt fyrir aldursleiðréttingu. doi.org/10.17992/lbl.2018.11.203

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.