Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 15

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 495 R A N N S Ó K N um neðan punktalínunnar var bætt einum og sér í líkanið sem gaf áhættuhlutföllin sem skráð eru. Sömu aðferð var beitt fyrir STEMI­sjúklinga (tafla VII). Áhætta á andláti á tímabilinu jókst um 9% fyrir hvert aldursár meðal NSTEMI­sjúklinga og 12% með­ al STEMI­sjúklinga. Einstaklingar með sykursýki höfðu marktæka áhættuaukningu bæði meðal NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga og reykingar juku áhættu um 86% meðal NSTEMI­sjúklinga. Tafla VI sýnir áhættuhlutföll dauðsfalla sem fengust úr fjöl­ þáttagreiningu fyrir NSTEMI. Reykingar juku áhættu um 55% en það var á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækt (p = 0,06). Sykursýki sýndi einnig áhættuaukningu um 42% (p<0,06). Fjöl­ þáttalíkan fyrir STEMI má sjá í töflu VII. Sykursýki jók áhættu á andláti á tímabilinu um 136%. Aðrir áhættuþættir höfðu ekki marktæk tengsl við lifun. Umræða Á undanförnum árum hefur nýgengi kransæðasjúkdóma verið að lækka á Íslandi. Á sama tíma hefur greiningin orðið nákvæmari með hánæmum trópónín­T­mælingum þannig að smærri hjarta­ vöðvadrep greinast oftar en áður. Þessi aukna nákvæmni í grein­ ingu á sennilega þátt í því að hlutfall NSTEMI af öllum hjartaáföll­ um hefur verið að aukast á kostnað STEMI. Í rannsókn okkar var nýgengi NSTEMI (91,3/100.000 íbúa) hærra en STEMI (55,9/100.000 íbúa) á Íslandi árið 2006. Fáar rannsóknir hafa birt nýgengi í svip­ uðu þýði þar sem flestar eru með fyrirfram valin inntökuskilyrði sem endurspeglar oft á tíðum ekki almennt þýði. Í Svíþjóð er ný­ gengi STEMI 66/100.000 íbúa á ári og er talið að það endurspegli raunverulegt nýgengi þar sem SWEDEHEART gæðaskráin nær til allra sjúkrahúsa sem meðhöndla bráða kransæðastíflu í Svíþjóð.14 Svipaðar tölur hafa verið birtar í rannsóknum í Bandaríkjunum, Belgíu og Tékklandi.15 Íslenskar tölur benda til þess að nýgengi blóðþurrðarsjúkdóma sé lágt miðað við önnur lönd.8,16 Margvís­ legar ástæður gætu legið að baki, til að mynda mismunur á tíðni áhættuþátta og aldursdreifingu þjóða. Almennt orsakast STEMI af hjartavöðvadrepi sem nær í gegn­ um alla þykkt hjartavöðvans og veldur umfangsmeira hjarta­ vöðvadrepi en NSTEMI. STEMI leiða þannig oftar til hjartabilunar sem hefur neikvæð áhrif á horfur. Þess vegna er rökrétt að álykta að horfur STEMI­sjúklinga ættu almennt að vera verri en horf­ ur NSTEMI­sjúklinga. Í rannsókn okkar kom í ljós að þessu var þveröfugt farið. Alls létust 157 NSTEMI­ (56,1%) og 54 STEMI­sjúk­ lingar (32,3%) á rannsóknartímabilinu. Fimm ára lifun NSTEMI sjúklinga var 51% en fimm ára lifun STEMI sjúklinga var 77%. Meðalaldur NSTEMI­sjúklinga var 7,7 árum hærri en meðalald­ ur STEMI­sjúklinga. Það reyndist vera marktækur munur á lifun milli NSTEMI og STEMI þrátt fyrir aldursleiðréttingu sem gefur til kynna að aldur útskýri ekki þann mun á lifun hópanna. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að Tafla VI. Aðhvarfsgreining NSTEMI-sjúklinga. Einþáttagreining* Fjölþáttagreining Áhrifaþættir ÁH ÖB p-gildi ÁH ÖB p-gildi Aldur 1,09 (1,07-1,11) <0,01 1,10 (1,08-1,12) <0,01 Kyn 0,82 (0,60-1,13) 0,24 0,74 (0,52-1,06) 0,10 Reykingar 1,86 (1,14-3,04) 0,01 1,55 (0,98-2,47) 0,06** Sykursýki 1,89 (1,29-2,76) <0,01 1,42 (0,99-2,04) <0,06** Háþrýstingur 1,39 (0,89-2,18) 0,14 1,39 (0,93-2,07) 0,11 Fjölskyldusaga 0,87 (0,57-1,33) 0,52 *** Blóðfituröskun 1,37 (0,92-2,05) 0,12 1,03 (0,73-1,45) 0,86 *Þættir neðan punktalínu voru aldursleiðréttir. **Gildin eru á mörkum þess að vera tölfræðilega marktæk. ***Fjölskyldusaga var ekki tekin með í fjölþáttagreiningu vegna skorts á upplýsingum. ÁH: Áhættuhlutfall (Hazard ratio), ÖB: Öryggisbil Tafla VII. Aðhvarfsgreining STEMI-sjúklinga. Einþáttagreining* Fjölþáttagreining Áhrifaþættir ÁH ÖB p-gildi ÁH ÖB p-gildi Aldur 1,12 (1,09-1,15) <0,01 1,12 (1,09-1,17) <0,01 Kyn 0,94 (0,54-1,65) 0,84 0,99 (0,52-1,88) 0,98 Reykingar 1,46 (0,74-2,88) 0,27 1,18 (0,61-2,27) 0,63 Sykursýki 3,30 (1,55-7,02) <0,01 2,36 (1,04-5,35) 0,04 Háþrýstingur 2,12 (1,02-4,43) <0,05 1,32 (0,70-2,48) 0,39 Fjölskyldusaga 1,10 (0,49-2,50) 0,81 ** Blóðfituröskun 1,46 (0,70-3,03) 0,31 0,87 (0,46-1,67) 0,68 *Þættir neðan punktalínu í einþáttagreiningu voru aldursleiðréttir. **Fjölskyldusaga var tekin ekki tekin með í fjölþáttagreiningu vegna skorts á upplýsingum. ÁH: Áhættuhlutfall (Hazard ratio), ÖB: Öryggisbil

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.