Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2018, Page 20

Læknablaðið - Nov 2018, Page 20
500 LÆKNAblaðið 2018/104 Sjúklingurinn hafði fundið fyrir vægum verkjum í æxlinu sjálfu en vegna vaxandi stærðar og legu æxlisins var aðalvandinn vaxandi hreyfiskerðing við allar almennar athafnir daglegs lífs og sérstaklega við göngu, sem ýtti undir enn frekari kyrrsetu. Við uppvinnslu var hvorki mögulegt að fá tölvusneiðmynd né segulómskoðun af sjúklingi vegna ofþyngdar hennar. Því var fengin ómskoðun sem sýndi stórt þétt yfirborðslægt og fituríkt æxli framan til neðarlega á kvið sem var aðskilið frá kviðveggnum og virtist vera vel afmarkað. Flæðimæling (doppler) sýndi einung­ is minniháttar blóðflæði og því ekki sterkur grunur um æðamis­ smíð. Útlit benti fyrst og fremst til fituæxlis. Eftir að sjúklingurinn hafði lokið blóðþynningarmeðferð vegna blóðsegareks í lungum var hún tekin til aðgerðar 9 mánuðum síð­ ar. Undirbúningur fyrir aðgerð var mikill og unninn í samvinnu við hjarta­ og lungnalækna. Einnig var fengið álit og meðferð­ arráðleggingar húðlækna til að ná húðinni yfir fyrirhuguðu að­ gerðarsvæði sem bestri til að stuðla að góðum gróanda í skurðsári. Fyrirhugað var að framkvæma aðgerðina í mænudeyfingu til að draga úr áhættu við svæfingu vegna ofþyngdar sjúklings, en það gekk ekki af þeirri sömu orsök og því var sjúklingurinn svæfður. Innleiðing svæfingar gekk vel. Æxlið með yfirliggjandi húð var fjarlægt. Húðin var snyrt þannig að þetta varð nær U­laga skurður frá nárum og niður að ytri skapabörmum (mynd 2). Húðkantar voru teknir saman með stökum saumum á djúpið, húð lokað með heftum en með húð­ saumum aðlægt ytri skapabörmum. Ekki var þörf fyrir sérhæfða enduruppbyggingu á skurðsvæðinu, né á ytri skapabörmum. Sjúklingurinn var inniliggjandi á lýtalækningadeild Landspítal­ ans í þrjá daga eftir aðgerð. Bataferli gekk vel og var án fylgikvilla. Æxlið sem var fjarlægt vó 4490 g og mældist 30 x 27 x 8,5cm. Við smásjárskoðun sást eðlilega þroskaður fituvefur án illkynja vaxtar (mynd 3 og 4). Umræða Fituæxli geta myndast hvar sem er í líkamanum þar sem fitufrum­ ur eru til staðar. Rúmmál þeirra eykst með aukinni líkamsþyngd en minnkar ekki við þyngdartap.1 Risafituæxli eru fremur sjald­ S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 2. Eftir aðgerð, U-laga skurður frá nárum niður að ytri skapabörmum. Mynd 3. Þverskurður af vefjasýninu sem sýnir gulan fituvef með hvítum bandvefs- strengjum. Mynd 4. Smásjármynd sem sýnir eðlilega þroskaðan fituvef og bandvef (H&E, x40).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.